Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar 7. mars 2025 22:32 Sá sem þetta skrifar hefur fylgst með Birni Þorsteinssyni í nokkra áratugi og er ljúft að nefna nokkur atriði sem skipta máli í komandi rektorskjöri, en hafa farið mishátt. Björn fer ekki fram með látum, heldur yfirvegun. Hann hefur þann háttinn á að kynna sér mál vandlega áður en hann tekur nokkra afstöðu, en er þó er manna síst líklegur til að týnast í flækjum eða orðaflaumi. Björn er mjög greindur og skýr mannvinur sem heldur áttum og ratar að réttum og góðum markmiðum þótt skyggnið kunni að versna um hríð. Björn gerir sér glögga grein fyrir hlutverki háskóla, sem er í senn að afla nýrrar þekkingar sem stenst ströngustu kröfur, að þjálfa nemendur fyrir krefjandi störf utan skólans, en ekki síður að varða leið til farsæls og góðs samfélags. Björn hefur sjálfur lyft grettistaki á þessum sviðum og það er sérstaklega eftir því tekið að hann hefur lagt mikla rækt við að tala inn í samfélagið og sinna í verki rækt við íslenska tungu. Björn er afbragðsgóð fyrirmynd að öllu leyti, sem mikilvægt er að rektor sé. Björn valdi sér farveg innan hugvísinda, en enginn vafi er á að hann hefði ekki notið sín síður á öðrum sviðum háskólans. Hann hefur á þeim þann áhuga að það er honum í lófa lagið að kynna sér vandlega alla starfsemi háskólans, að því marki sem hann hefur ekki þegar gert. Það er öllum stjórnendum mikilvægt og það veit Björn. Það á ekki síst við um raunvísindi, en þangað mun hugur Björns hafa stefnt á yngri árum. Það er fallega gert af Birni að gefa kost á sér til rektors og hann hefur allt til að bera sem þarf til að sinna því starfi með miklum sóma, bæði út á við sem inn á við. Höfundur er prófessor í raunvísindadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Haraldur Ólafsson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Sá sem þetta skrifar hefur fylgst með Birni Þorsteinssyni í nokkra áratugi og er ljúft að nefna nokkur atriði sem skipta máli í komandi rektorskjöri, en hafa farið mishátt. Björn fer ekki fram með látum, heldur yfirvegun. Hann hefur þann háttinn á að kynna sér mál vandlega áður en hann tekur nokkra afstöðu, en er þó er manna síst líklegur til að týnast í flækjum eða orðaflaumi. Björn er mjög greindur og skýr mannvinur sem heldur áttum og ratar að réttum og góðum markmiðum þótt skyggnið kunni að versna um hríð. Björn gerir sér glögga grein fyrir hlutverki háskóla, sem er í senn að afla nýrrar þekkingar sem stenst ströngustu kröfur, að þjálfa nemendur fyrir krefjandi störf utan skólans, en ekki síður að varða leið til farsæls og góðs samfélags. Björn hefur sjálfur lyft grettistaki á þessum sviðum og það er sérstaklega eftir því tekið að hann hefur lagt mikla rækt við að tala inn í samfélagið og sinna í verki rækt við íslenska tungu. Björn er afbragðsgóð fyrirmynd að öllu leyti, sem mikilvægt er að rektor sé. Björn valdi sér farveg innan hugvísinda, en enginn vafi er á að hann hefði ekki notið sín síður á öðrum sviðum háskólans. Hann hefur á þeim þann áhuga að það er honum í lófa lagið að kynna sér vandlega alla starfsemi háskólans, að því marki sem hann hefur ekki þegar gert. Það er öllum stjórnendum mikilvægt og það veit Björn. Það á ekki síst við um raunvísindi, en þangað mun hugur Björns hafa stefnt á yngri árum. Það er fallega gert af Birni að gefa kost á sér til rektors og hann hefur allt til að bera sem þarf til að sinna því starfi með miklum sóma, bæði út á við sem inn á við. Höfundur er prófessor í raunvísindadeild Háskóla Íslands.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar