Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 8. mars 2025 13:33 Það er ekkert leyndarmál að kynbundið ofbeldi er vandamál á Íslandi. Um 42% kvenna á aldrinum 18-80 ára hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi á sinni lífsleið samkvæmt rannsókn sem gerð var árið 2010. Þessi tala hefur lítið sem ekkert breyst,15 árum seinna. Það hefur margoft verið skrifað og talað um afleiðingar ofbeldis. Hver þolandinn á fætur öðrum berskjaldar sig fyrir alþjóð í þeirri veiku von um að ráðamenn landsins vakni. Við erum enn að berjast fyrir lágmarks virðingu fyrir brotaþolum í kerfinu og enginn vill taka ábyrgð. Á stjórnvöldum hvílir sú skylda að tryggja öryggi samfélagsins og borgaranna og standa vörð um grundvallarréttindi einstaklinga. Ég spyr þá, hvar er þetta öryggi fyrir þolendur kynbundins ofbeldis? Endalausar afsakanir Mannekla er afsökunin hjá lögreglunni og fyrrum ríkisstjórn bar fyrir sig niðurskurð í fjárlögum. Brotaþolar sitja svo uppi með niðurfelld mál vegna vangetu embætta til að rannsaka málin og gerendur sleppa. Vitandi allt þetta er samt alltaf verið að tala um að við þurfum að taka á þessum málum, að það sé óásættanlegt að réttarkerfið okkar virki ekki sem skyldi og að kynbundið ofbeldi þurfi að uppræta! 20% karla eru ofbeldismenn Hvað með að karlar bara hætti að beita ofbeldi? Er það of mikið? Ef þeir beita ofbeldi, er það galin hugmynd að þeir taki ábyrgðina og fái ekki skilorðsbundna dóma á silfurfati? Öryggi og líf kvenna er í húfi. Ég upplifi stundum að karlmenn séu upp til hópa týndir. Þeim finnst erfitt að 20% þeirra séu ofbeldismenn en finnst þó oft ekkert erfitt að horfa í augu kvenna, vitandi að það séu 42% líkur á að þær hafi eða verði fyrir ofbeldi af hendi karlmanns. Konur eru ekki að hugsa út í hvort þær verði fyrir ofbeldi heldur hver muni beita þær ofbeldi. Verður það vinur? Kærasti? Frændi? Vinnufélagi? Ábyrgðin á kolröngum stað Nýlega las ég í fjölmiðlum að forseti Íslands hefur hrundið af stað verkefni sem hún kallar Riddara kærleikans þar sem hún m.a. leiddi saman ólíka karlmenn í umræðuhóp. Í samtalinu kom fram að karlmenn þyrftu bara meiri kærleika og knús. Á sama tíma fara menn í skóla barnanna okkar og segja þeim að herða sig og hætta að væla. Hvort er það? Eigum við að herða börnin og knúsa karlana ? Ekki knúsa börnin og gera karla ábyrga ? Það sem karlmenn þurfa er að taka sig saman, taka þátt í að uppræta nauðgunarmenningu í sínu daglega lífi og kalla hvern annan út. Það er ekki í verkahring kvenna að sjá til þess að karlmenn beiti ekki ofbeldi. Á meðan Riddarar kærleikans knúsast á Bessastöðum eru konur raunverulega að láta lífið vegna afleiðinga kynbundins ofbeldis. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar - Samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Heimildir: https://skemman.is/bitstream/1946/10724/1/26012011_Ofbeldi_a_konum.pdf https://stigamot.is/wp-content/uploads/2023/10/Stigamot_Ofbeldismenn_2023-1.pdf https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/05/22/margir_logreglumenn_eru_i_rauninni_i_tveimur_storfu/ https://www.visir.is/g/20242574201d/nidur-skurdur-skerdir-thjonustu-og-ognar-oryggi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðný S. Bjarnadóttir Kynbundið ofbeldi Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekkert leyndarmál að kynbundið ofbeldi er vandamál á Íslandi. Um 42% kvenna á aldrinum 18-80 ára hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi á sinni lífsleið samkvæmt rannsókn sem gerð var árið 2010. Þessi tala hefur lítið sem ekkert breyst,15 árum seinna. Það hefur margoft verið skrifað og talað um afleiðingar ofbeldis. Hver þolandinn á fætur öðrum berskjaldar sig fyrir alþjóð í þeirri veiku von um að ráðamenn landsins vakni. Við erum enn að berjast fyrir lágmarks virðingu fyrir brotaþolum í kerfinu og enginn vill taka ábyrgð. Á stjórnvöldum hvílir sú skylda að tryggja öryggi samfélagsins og borgaranna og standa vörð um grundvallarréttindi einstaklinga. Ég spyr þá, hvar er þetta öryggi fyrir þolendur kynbundins ofbeldis? Endalausar afsakanir Mannekla er afsökunin hjá lögreglunni og fyrrum ríkisstjórn bar fyrir sig niðurskurð í fjárlögum. Brotaþolar sitja svo uppi með niðurfelld mál vegna vangetu embætta til að rannsaka málin og gerendur sleppa. Vitandi allt þetta er samt alltaf verið að tala um að við þurfum að taka á þessum málum, að það sé óásættanlegt að réttarkerfið okkar virki ekki sem skyldi og að kynbundið ofbeldi þurfi að uppræta! 20% karla eru ofbeldismenn Hvað með að karlar bara hætti að beita ofbeldi? Er það of mikið? Ef þeir beita ofbeldi, er það galin hugmynd að þeir taki ábyrgðina og fái ekki skilorðsbundna dóma á silfurfati? Öryggi og líf kvenna er í húfi. Ég upplifi stundum að karlmenn séu upp til hópa týndir. Þeim finnst erfitt að 20% þeirra séu ofbeldismenn en finnst þó oft ekkert erfitt að horfa í augu kvenna, vitandi að það séu 42% líkur á að þær hafi eða verði fyrir ofbeldi af hendi karlmanns. Konur eru ekki að hugsa út í hvort þær verði fyrir ofbeldi heldur hver muni beita þær ofbeldi. Verður það vinur? Kærasti? Frændi? Vinnufélagi? Ábyrgðin á kolröngum stað Nýlega las ég í fjölmiðlum að forseti Íslands hefur hrundið af stað verkefni sem hún kallar Riddara kærleikans þar sem hún m.a. leiddi saman ólíka karlmenn í umræðuhóp. Í samtalinu kom fram að karlmenn þyrftu bara meiri kærleika og knús. Á sama tíma fara menn í skóla barnanna okkar og segja þeim að herða sig og hætta að væla. Hvort er það? Eigum við að herða börnin og knúsa karlana ? Ekki knúsa börnin og gera karla ábyrga ? Það sem karlmenn þurfa er að taka sig saman, taka þátt í að uppræta nauðgunarmenningu í sínu daglega lífi og kalla hvern annan út. Það er ekki í verkahring kvenna að sjá til þess að karlmenn beiti ekki ofbeldi. Á meðan Riddarar kærleikans knúsast á Bessastöðum eru konur raunverulega að láta lífið vegna afleiðinga kynbundins ofbeldis. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar - Samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Heimildir: https://skemman.is/bitstream/1946/10724/1/26012011_Ofbeldi_a_konum.pdf https://stigamot.is/wp-content/uploads/2023/10/Stigamot_Ofbeldismenn_2023-1.pdf https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/05/22/margir_logreglumenn_eru_i_rauninni_i_tveimur_storfu/ https://www.visir.is/g/20242574201d/nidur-skurdur-skerdir-thjonustu-og-ognar-oryggi
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun