Sport

Full­kominn bikar­dagur KA

Sindri Sverrisson skrifar
Gular fögnuðu sigri og lyftu bikar.
Gular fögnuðu sigri og lyftu bikar. KA

KA varð í dag bikarmeistari kvenna í blaki með sigri gegn HK og afrekaði því það sama og karlalið HK fyrr í dag, á úrslitadegi Kjörísbikarsins.

Sigur kvennaliðs KA í úrslitaleiknum var ekki jafn öruggur og hjá körlunum þó að framan af leik hafi ekki neitt bent til annars en að KA myndi vinna gríðarlega sannfærandi sigur. KA vann fyrstu hrinuna 25-18 og þá næstu einnig af öryggi, 25-17, þrátt fyrir að lenda 11-6 undir. 

Í þriðju hrinunni komst HK svo í 12-3 en KA kom til baka og virtist vera að tryggja sér titilinn. Það tókst þó ekki þarna þar sem HK vann á endanum hrinuna og hélt titilvonum sínum á lífi.

Framan af fjórðu hrinu virtist sem HK væri að snúa leiknum sér í vil og spennan gríðarleg. Á endanum vann HK hrinuna 26-24 og því þurfti oddahrinu til að útkljá hvort liðið stæði uppi sem bikarmeistari.

Þar byrjaði KA betur og komst 4-1 yfir. HK náði á endanum að svara fyrir sig og breytti stöðunni úr 8-3 í 8-6. Það lagði grunninn að endurkomu heimaliðsins og staðan jöfn 11-11 ekki löngu síðar. Það var hins vegar á þessum tímapunkti sem KA-konur sögðu hingað og ekki lengra. 

Topplið deildarinnar sýndi mátt sinn og vann oddahrinuna, 15-12, og þar með bikarmeistaratitilinn við mikinn fögnuð gulklæddra. KA þar með bikarmeistari karla og kvenna árið 2025.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×