Innlent

„Sjálftaka pólitískrar yfir­stéttar“, stór­iðja á flug­vellinum og fær­eysk veisla í kvöld­fréttum

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö. Vísir

Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa hækkað um 170 prósent á tveimur árum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formann Eflingar sem segir hækkunina óskiljanlega og óréttlætanlega.

Þá segjum við frá fjölmennum mótmælum í Suður-Kóreu, en þúsundir stuðningsmanna forseta landsins komu saman þegar forsetanum var sleppt úr fangelsi í dag. Hann hefur verið í varðhaldi síðan í janúar, en hann sætir ákæru fyrir tilraun til að setja á herlög í landinu í desember.

Við kíkjum einnig í Leifsstöð sem er orðin ígildi stóriðju. Spáð er að flugstarfsemin á Keflavíkurflugvelli muni skapa milli tvö- og fjögurhundruð ný störf á hverju ári næsta áratuginn. 

Í fréttatímanum hittum við einnig mikinn safnara í Hafnarfirði sem meðal annars hefur opnað sýningu á rúmlega fimm hundruð myndavélum sem hann hefur sankað að sér í gegnum tíðina, og verðum í beinni útsendingu frá færeyskri veislu í Mosfellsbæ.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan:

Klippa: Kvöldfréttir 8. mars 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×