Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. mars 2025 19:28 Þórir Jóhann lagði upp sitt annað mark í Serie A á leiktíðinni í kvöld. Andrea Martini/Getty Images Lecce missti niður 2-0 forystu gegn AC Milan í Serie A, efstu deild karla í knattspyrnu á Ítalíu. Lokatölur 2-3 og Mílanó-liðið heldur í von um Meistaradeildarsæti á meðan Lecce er í bullandi fallbaráttu. Eftir að hafa ekki fengið nein tækifæri framan af leiktíð hefur Þórir Jóhann verið að fá fleiri tækifæri undanfarið og byrjað nær alla leiki ársins. Þar var engin breyting á þegar Lecce tók á móti stóriliði AC Milan í kvöld. Hvað leik kvöldsins varðar þá var mark dæmt af gestunum frá Mílanó á fyrstu mínútu leiksins og á þeirri 7. tók Lecce forystuna. Svartfellingurinn Nikola Krstović með markið en íslenski miðjumaðurinn Þórir Jóhann Helgason með stoðsendinguna. Aftur tókst gestunum að koma boltanum í netið en aftur var markið dæmt af og staðan 1-0 í hálfleik. Krstović kom Lecce í 2-0 þegar rétt tæp klukkustund var liðin. Krstović again! It's two for Lecce! 🤯#LecceMilan 2-0 pic.twitter.com/1fk2bIEVR0— Lega Serie A (@SerieA_EN) March 8, 2025 Eftir það vöknuðu gestirnir loksins. Á 68. mínútu var staðan orðin 2-1 eftir sjálfsmark heimamanna. Aðeins fimm mínútum síðar var vítaspyrna dæmd og Christian Pulisic jafnaði metin. Skömmu síðar var Þórir Jóhann tekinn af velli og Pulisic skoraði sigurmark leiksins á 81. mínútu eftir undirbúning Rafael Leão. Ekki urðu mörkin fleiri og lokatölur 2-3 á Stadio Via del Mare-vellinum. Milan come back from two down to claim victory! 🔴⚫#LecceMilan pic.twitter.com/HtQw3QKU37— Lega Serie A (@SerieA_EN) March 8, 2025 AC Milan er í 8. sæti með 44 stig , átta minna en Juventus sem situr í 4. sætinu. Lecce er með 25 stig í 16. sæti, þremur fyrir ofan fallsæti. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Sjá meira
Eftir að hafa ekki fengið nein tækifæri framan af leiktíð hefur Þórir Jóhann verið að fá fleiri tækifæri undanfarið og byrjað nær alla leiki ársins. Þar var engin breyting á þegar Lecce tók á móti stóriliði AC Milan í kvöld. Hvað leik kvöldsins varðar þá var mark dæmt af gestunum frá Mílanó á fyrstu mínútu leiksins og á þeirri 7. tók Lecce forystuna. Svartfellingurinn Nikola Krstović með markið en íslenski miðjumaðurinn Þórir Jóhann Helgason með stoðsendinguna. Aftur tókst gestunum að koma boltanum í netið en aftur var markið dæmt af og staðan 1-0 í hálfleik. Krstović kom Lecce í 2-0 þegar rétt tæp klukkustund var liðin. Krstović again! It's two for Lecce! 🤯#LecceMilan 2-0 pic.twitter.com/1fk2bIEVR0— Lega Serie A (@SerieA_EN) March 8, 2025 Eftir það vöknuðu gestirnir loksins. Á 68. mínútu var staðan orðin 2-1 eftir sjálfsmark heimamanna. Aðeins fimm mínútum síðar var vítaspyrna dæmd og Christian Pulisic jafnaði metin. Skömmu síðar var Þórir Jóhann tekinn af velli og Pulisic skoraði sigurmark leiksins á 81. mínútu eftir undirbúning Rafael Leão. Ekki urðu mörkin fleiri og lokatölur 2-3 á Stadio Via del Mare-vellinum. Milan come back from two down to claim victory! 🔴⚫#LecceMilan pic.twitter.com/HtQw3QKU37— Lega Serie A (@SerieA_EN) March 8, 2025 AC Milan er í 8. sæti með 44 stig , átta minna en Juventus sem situr í 4. sætinu. Lecce er með 25 stig í 16. sæti, þremur fyrir ofan fallsæti.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Sjá meira