Kaj fékk í atkvæðagreiðslu 164 stig en Måns 157 stig, sjö stigum færri. Sama fyrirkomulag er í Melodifestivalen og er hér á Íslandi í atkvæðagreiðslu.
Lagið er sungið á bæði sænsku og finnsku og í viðtali við sænska miðilinn SVT segir Axel Åhman, í Kaj, að þeir muni líklega ekki enska textann. Í umfjöllun SVT segir einnig að með því að velja Kaj sé verið að rjúfa áralanga hefð Svía um að senda alvarlegt popplag í Eurovision.
Þá er haft eftir Måns að það hafi verið mikil vonbrigði að tapa en hann hafi séð þetta fyrir. Erfitt sé að keppa við grínatriði. Hann sagðist líklega ekki ætla að taka aftur þátt í Melodifestivalen.