Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar 10. mars 2025 06:04 Það var undirrituðum gleðiefni, þegar úrslit þingkosninganna 30. nóvember sl. lágu fyrir og ljóst var, að þeir þingflokkar, sem í millitíðinni hafa myndað ríkistjórn, höfðu unnið. Mér leizt líka í grundvallar atriðum vel á ríkisstjórnina, sem mynduð var 21. desember. Í stórum dráttum færi þar gott lið. Ég hafði þó áhyggjur af því, að þarna væri mikið til ungt og óreynt fólk, þótt flest virtist klárt. Sumir, líka ráðherrar, líka forsætisráðherra, með mjög þrönga og einhliða reynslu og þá um leið vart með þá þekkingu og kunnáttu, þann þroska og þá dómgreind, sem reynslan ein veitir. Þetta er áhyggjuefnið: Forstætisráðherra á RÚV 4. marz sl.: „Já, við getum treyst Bandaríkjunum áfram. Það er mjög mikilvægt, að við getum treyst Bandaríkjunum áfram. Þetta hefur verið mjög farsælt varnarsamstarf. Við erum auðvitað líka mjög mikilvæg gagnvart Bandaríkjunum og NATO-ríkjunum í heild sinni út af legu okkar hér í Atlantshafi og út af þeim framleigum sem við veitum til NATO-samstarfsins, í gegnum öryggissvæði á Keflavíkurflugvelli og loftrýmisgæslu og fleira.“ Ekki fór þessi greining vel í undiritaðan, ekki bara það, heldur brýtur hún í bága við skoðun og mat flestra stjórnmálagreinenda og stjórnmála-leiðtoga í Evrópu og víðar. Þeirra mat er einmitt gagnstætt; það er ekkert á Bandaríkin (BNA) lengur að treysta. Þetta snýst ekki um þjóðina, heldur leiðtogann, Donald Tump, hans ríkisstjórn og mögulega framtíðarleiðtoga landsins. Kannske tekur J.D. Vance við af Trump, en það jafngilti væntanlega því, að farið væri úr öskunni í eldinn. Eða einhver annar þeim líkur. J.D. Vance leyfði sér að koma til Evrópu og lýsa því þar yfir, að skert lýðræði Í Evrópu (vegna baráttunnar við ögfaöflin, AfD og aðra, Evrópa vill ekki nýjan Hitler, Mussolini eða Trumpara) væri meiri ógn við Bandaríkin og heiminn en hernaðaruppbygging, hráskinnaleikur og valdabrölt, hættan og ógnin, af Rússlandi og Kína!? Lýðræðið í Evrópu hættulegra!? Er þessi maður og þessi bandaríska valdaklíka með fullu ráði!? Trump hældi Vance í hástert fyrir þennan grunnhyggna og dónalega skammarlestur yfir leiðtogum Evrópu, taldi hann hafa verið réttmætan og frábæran. Í bakgrunni vappaði svo snillings-vitfirringurinn Elon Musk. Skyldi forsætisráðherra hafa fylgzt með þessu? Á fyrra kjörtímabili Trump kom þá þegar upp sú spurning, hvort BNA myndu standa við grein 5 í NATO varnarsamningnum, um það, að árás á eitt bandalagsríkjanna, jafngilti árás á þau öll. M.ö.o, væri þeim öllum skylt að verja hvert annað, eins og árás á eigið land væri. Trump gaf þá þegar til kynna, að hann teldi BNA ekki skuldbundin af þessu grunnákvæði NATO samningsins. Önnur bandalagsríki hefðu ekki staðið við samþykkta stefnu um 2% framlag af VLF til varnarmála. Slík ríki myndu BNA ekki verja. Eins taldi hann vart koma til greina, að BNA færu að steypa sér í stríð, með öllum þeim hörmungum, sem því fylgdu, út af einhverju smáríki, eins og Svartfjallalandi eða Norður Makedóníu. Ísland nefndi hann ekki, enda það enn minna, örríki, og vart teljandi. Þá þegar fyrir 7-8 árum var ljóst, að Trump gerði lítið eða ekkert með þann varnarsamning, sem vestrænt öryggi byggist á. Skyldi forsætisráðherra hafa heyrt eitthvað um þessi mál, eða heldur hún kannske, að Trump sé nú nýr og betri maður!? Á dögunum gerðist það svo aftur, að Trump var spurður um, hvort BNA myndi standa við NATO skuldbindingar sínar, grein 5, gagnvart öðrum aðildaríkjum. Var hann spurður sérstaklega, hvort BNA myndu verja Pólland. Já, honum leizt vel á það, Pólverjar væru flott þjóð, verðu líka miklu fjármagni til varna. Þá var spurt um afstöðuna til varnar Eystrasaltsríkjanna þriggja, sem öll liggja líka langt yfirn 2% markinu til varnarmála, en ekki er ólíklegt, að þau gætu orðið næsta skotmark Pútíns. Þar varð Donald loðinn í tali, taldi ekki sjálfgefið, að BNA myndi verja þær, steypa sér í voða og stríð útaf þessum veigalitlu þjóðum. Vildi þar engu lofa. Grein 5 og grundvallaröryggiskerfi Evrópu grafin og gleymd. Er það þessi leiðtogi, þessi stjórnvöld, sem forsætisráðherra telur gott, alveg öruggt, að treysta og byggja okkar öryggi, frelsi, tilvist og velferð á!? Forsætisráðherra talar um hernaðarlega mikilvæga legur okkar í Atlantshafi. Heldur greinilega að hún gulltryggi okkar stöðu. Þegar BNA lögðu niður herstöðina á Keflavíkurflugvelli 2006, var ein ástæðan sú, að ný eftirlitstækni og nýjar varnar- og stríðsaðferðir hefðu leitt til þess, að ekki væri þörf á Keflavíkurherstöðinni lengur, þannig, að þessum útgjaldalið væri betur varið í önnur varnarverkefni. Eins hefðu áherzlur breytzt; í stað varna í Evrópu, töldu BNA nær og þarfara að styrkja varnar- og hernaðargetu í Asíu og Miðausturlöndum. Mikilvægi Íslands var talið hafa minnkað, en, að því leytinu til, sem það kann enn að vera mikið, er hættan á því að Rússar eða Kínverjar vilji ná því auðvitað að sama skapi mikil. Hér mætti forsætisráðherra líka hugsa til þess, að framlag Íslands til NATO er það lang minnsta allra aðildarþjóða, 0,1-0,14% af VLF, í stað minnst 2,0%, sem sagt örlítið brot af því, sem það ætti að vera. Heldur hún virkilega, að Trump eða hans líkar myndu verja örríkið Ísland út á þessi býti!? Forsætisráðherra talar um þýðingarmikla strategíska legu Íslands og telur, að aðgangur að henni jafngildi mikilvægu framlagi. Þetta er firra fyrir undirrituðum. Allar aðildarþjóðir NATO leggja ekki bara fram sín lönd, heldur líf og limi sinna sona og dætra ásamt með margfölldum hluta sinnar VLF samanborið við Ísland. Við höfum komizt upp með að skálka í skjóli smæðarinnar. Í öllu falli telur undirritaður, að það, að halda landinu varnarlausu og treysta bláum augum á, að BNA muni koma skjótt og vel til hjálpar, verði landið hertekið - það þyrfti sennilega ekki nema einn flugvélarfarm vel vopnaðara hermanna til að hertaka landið, og þá gæti tilraun til að ná því til baka kostað gífurlegar mannlegar hörmungar og eyðileggingu mannvirkja og innviða - bæði grunnhyggið og ábyrgðarlaust. Þessi þróun og staða öll staðfestir endanlega þá þörf, að Evrópa, nú ESB og NATO, bæði bandalögin með höfuðstöðvar í Brüssel, verði að tryggja eigin evrópskar lausnir og framtíðarvelferð, hagsmuni, varnir og öryggi. Uppbygging stóraukinnar evrópskrar varnar- og hernaðargetu er nú þegar hafin, og verður það ESB, sem mun leiða hana, ekki NATO. ESB hefur eigin fjárhag, eigin getu til fjármögnunar og uppbyggingar stórra framkvæmda- og fjárfestingarsjóða, eiginn heila og aflvöðva - sem þróað og víðtækt tolla-/ markaðs- og efnahagsbandalag - en NATO ekki. Von der Leyen lýsti á dögunum því áformi framkvæmdastjórnar ESB, að byggja upp gífurlega sterkan varnar-/hernaðarsjóð, 800 milljarða Evra, til að efla og styrkja varnar- og hernaðargetu ESB-ríkjanna. Var þessi hervæðing, ein sú mesta í sögunni, staðfest á fundi forsætisráðherra ESB-ríkjanna 27 sl. fimmtudag. Jafngildir þessi fjárfesting 116.000 milljörðum ísl. króna. ESB verður því vaxandi kjarni Evrópu, hryggjarstykkið, í öllu tilliti; menningarlegu, tolla-/viðskipta- og efnahagslegu og varnar- og hernaðarlegu. NATO kynni að hverfa/renna inn í ESB. T.a.m. Írland virðist skilja þetta nú þegar; er bara aðili að ESB, ekki að NATO. Í öllu falli hefur ESB tekið frumkvæðið og er það mikilvægt, að allir hér, sem með þessi mál fara og þykjast nokkuð um þau vita, þó það sé ekki einhlítt, skilji þetta! Allir þeir, sem hafa verið hlynntir aðild okkar að NATO, þar sem við höfum fullan aðgang að umræðu og ákvörðunum, getum látið rödd okkar heyrast, ættu nú að styðja fulla aðild okkar að ESB, en ávinningur okkar af fullri aðild þar er í raun langtum meiri og mikilvægari eftir að ESB er líka að verða varnarlegur aflvöðvi Evrópu. Hugmynd forsætisráðherra um, að það væri gott að taka lífinu með ró, kannske í 2-3 ár, fram til 2027, með það að skoða og kjósa um það, hvort þjóðin vilji fara í framhaldsviðræður um mögulega ESB-aðild, en slíkar viðræður eru auðvitað engin skuldbing af neinu tagi, heldur rétt þreifingar, eru fyrir undirrituðum vanhugsaðar og ábyrgðarlausar. Tal um, að áður þurfi að fara fram „þroskuð umræða“ um aðild, líka frá forsætisráðherra komið, er fyrir undirrituðum hugsunarskekkja. Firra. Sú umræða þarf ekki, og getur ekki, farið fram af viti fyrr en búið er að semja og bezt möguleg aðildarsamningsdrög liggja fyrir. Þá fyrst munu menn vita, um hvað verið er að kjósa, þá fyrst munu valkostirnir til umræðu og afstöðu liggja fyrir! Í huga undirritaðs er sú staða komin upp, að það verður að teljast lífsnauðsynlegt, að taka skjót og afgerandi skref til að tryggja varnir og öryggi Íslands á nýjan og virkan hátt, en fyrsta skrefið á þeirri vegferð er að kjósa um framahaldsviðræður við ESB í 3ja ársfjórðungi þessa árs, og hefja þær í þeim 4., verði niðurstaðan „Já“! Höfundur er samfélagsrýnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það var undirrituðum gleðiefni, þegar úrslit þingkosninganna 30. nóvember sl. lágu fyrir og ljóst var, að þeir þingflokkar, sem í millitíðinni hafa myndað ríkistjórn, höfðu unnið. Mér leizt líka í grundvallar atriðum vel á ríkisstjórnina, sem mynduð var 21. desember. Í stórum dráttum færi þar gott lið. Ég hafði þó áhyggjur af því, að þarna væri mikið til ungt og óreynt fólk, þótt flest virtist klárt. Sumir, líka ráðherrar, líka forsætisráðherra, með mjög þrönga og einhliða reynslu og þá um leið vart með þá þekkingu og kunnáttu, þann þroska og þá dómgreind, sem reynslan ein veitir. Þetta er áhyggjuefnið: Forstætisráðherra á RÚV 4. marz sl.: „Já, við getum treyst Bandaríkjunum áfram. Það er mjög mikilvægt, að við getum treyst Bandaríkjunum áfram. Þetta hefur verið mjög farsælt varnarsamstarf. Við erum auðvitað líka mjög mikilvæg gagnvart Bandaríkjunum og NATO-ríkjunum í heild sinni út af legu okkar hér í Atlantshafi og út af þeim framleigum sem við veitum til NATO-samstarfsins, í gegnum öryggissvæði á Keflavíkurflugvelli og loftrýmisgæslu og fleira.“ Ekki fór þessi greining vel í undiritaðan, ekki bara það, heldur brýtur hún í bága við skoðun og mat flestra stjórnmálagreinenda og stjórnmála-leiðtoga í Evrópu og víðar. Þeirra mat er einmitt gagnstætt; það er ekkert á Bandaríkin (BNA) lengur að treysta. Þetta snýst ekki um þjóðina, heldur leiðtogann, Donald Tump, hans ríkisstjórn og mögulega framtíðarleiðtoga landsins. Kannske tekur J.D. Vance við af Trump, en það jafngilti væntanlega því, að farið væri úr öskunni í eldinn. Eða einhver annar þeim líkur. J.D. Vance leyfði sér að koma til Evrópu og lýsa því þar yfir, að skert lýðræði Í Evrópu (vegna baráttunnar við ögfaöflin, AfD og aðra, Evrópa vill ekki nýjan Hitler, Mussolini eða Trumpara) væri meiri ógn við Bandaríkin og heiminn en hernaðaruppbygging, hráskinnaleikur og valdabrölt, hættan og ógnin, af Rússlandi og Kína!? Lýðræðið í Evrópu hættulegra!? Er þessi maður og þessi bandaríska valdaklíka með fullu ráði!? Trump hældi Vance í hástert fyrir þennan grunnhyggna og dónalega skammarlestur yfir leiðtogum Evrópu, taldi hann hafa verið réttmætan og frábæran. Í bakgrunni vappaði svo snillings-vitfirringurinn Elon Musk. Skyldi forsætisráðherra hafa fylgzt með þessu? Á fyrra kjörtímabili Trump kom þá þegar upp sú spurning, hvort BNA myndu standa við grein 5 í NATO varnarsamningnum, um það, að árás á eitt bandalagsríkjanna, jafngilti árás á þau öll. M.ö.o, væri þeim öllum skylt að verja hvert annað, eins og árás á eigið land væri. Trump gaf þá þegar til kynna, að hann teldi BNA ekki skuldbundin af þessu grunnákvæði NATO samningsins. Önnur bandalagsríki hefðu ekki staðið við samþykkta stefnu um 2% framlag af VLF til varnarmála. Slík ríki myndu BNA ekki verja. Eins taldi hann vart koma til greina, að BNA færu að steypa sér í stríð, með öllum þeim hörmungum, sem því fylgdu, út af einhverju smáríki, eins og Svartfjallalandi eða Norður Makedóníu. Ísland nefndi hann ekki, enda það enn minna, örríki, og vart teljandi. Þá þegar fyrir 7-8 árum var ljóst, að Trump gerði lítið eða ekkert með þann varnarsamning, sem vestrænt öryggi byggist á. Skyldi forsætisráðherra hafa heyrt eitthvað um þessi mál, eða heldur hún kannske, að Trump sé nú nýr og betri maður!? Á dögunum gerðist það svo aftur, að Trump var spurður um, hvort BNA myndi standa við NATO skuldbindingar sínar, grein 5, gagnvart öðrum aðildaríkjum. Var hann spurður sérstaklega, hvort BNA myndu verja Pólland. Já, honum leizt vel á það, Pólverjar væru flott þjóð, verðu líka miklu fjármagni til varna. Þá var spurt um afstöðuna til varnar Eystrasaltsríkjanna þriggja, sem öll liggja líka langt yfirn 2% markinu til varnarmála, en ekki er ólíklegt, að þau gætu orðið næsta skotmark Pútíns. Þar varð Donald loðinn í tali, taldi ekki sjálfgefið, að BNA myndi verja þær, steypa sér í voða og stríð útaf þessum veigalitlu þjóðum. Vildi þar engu lofa. Grein 5 og grundvallaröryggiskerfi Evrópu grafin og gleymd. Er það þessi leiðtogi, þessi stjórnvöld, sem forsætisráðherra telur gott, alveg öruggt, að treysta og byggja okkar öryggi, frelsi, tilvist og velferð á!? Forsætisráðherra talar um hernaðarlega mikilvæga legur okkar í Atlantshafi. Heldur greinilega að hún gulltryggi okkar stöðu. Þegar BNA lögðu niður herstöðina á Keflavíkurflugvelli 2006, var ein ástæðan sú, að ný eftirlitstækni og nýjar varnar- og stríðsaðferðir hefðu leitt til þess, að ekki væri þörf á Keflavíkurherstöðinni lengur, þannig, að þessum útgjaldalið væri betur varið í önnur varnarverkefni. Eins hefðu áherzlur breytzt; í stað varna í Evrópu, töldu BNA nær og þarfara að styrkja varnar- og hernaðargetu í Asíu og Miðausturlöndum. Mikilvægi Íslands var talið hafa minnkað, en, að því leytinu til, sem það kann enn að vera mikið, er hættan á því að Rússar eða Kínverjar vilji ná því auðvitað að sama skapi mikil. Hér mætti forsætisráðherra líka hugsa til þess, að framlag Íslands til NATO er það lang minnsta allra aðildarþjóða, 0,1-0,14% af VLF, í stað minnst 2,0%, sem sagt örlítið brot af því, sem það ætti að vera. Heldur hún virkilega, að Trump eða hans líkar myndu verja örríkið Ísland út á þessi býti!? Forsætisráðherra talar um þýðingarmikla strategíska legu Íslands og telur, að aðgangur að henni jafngildi mikilvægu framlagi. Þetta er firra fyrir undirrituðum. Allar aðildarþjóðir NATO leggja ekki bara fram sín lönd, heldur líf og limi sinna sona og dætra ásamt með margfölldum hluta sinnar VLF samanborið við Ísland. Við höfum komizt upp með að skálka í skjóli smæðarinnar. Í öllu falli telur undirritaður, að það, að halda landinu varnarlausu og treysta bláum augum á, að BNA muni koma skjótt og vel til hjálpar, verði landið hertekið - það þyrfti sennilega ekki nema einn flugvélarfarm vel vopnaðara hermanna til að hertaka landið, og þá gæti tilraun til að ná því til baka kostað gífurlegar mannlegar hörmungar og eyðileggingu mannvirkja og innviða - bæði grunnhyggið og ábyrgðarlaust. Þessi þróun og staða öll staðfestir endanlega þá þörf, að Evrópa, nú ESB og NATO, bæði bandalögin með höfuðstöðvar í Brüssel, verði að tryggja eigin evrópskar lausnir og framtíðarvelferð, hagsmuni, varnir og öryggi. Uppbygging stóraukinnar evrópskrar varnar- og hernaðargetu er nú þegar hafin, og verður það ESB, sem mun leiða hana, ekki NATO. ESB hefur eigin fjárhag, eigin getu til fjármögnunar og uppbyggingar stórra framkvæmda- og fjárfestingarsjóða, eiginn heila og aflvöðva - sem þróað og víðtækt tolla-/ markaðs- og efnahagsbandalag - en NATO ekki. Von der Leyen lýsti á dögunum því áformi framkvæmdastjórnar ESB, að byggja upp gífurlega sterkan varnar-/hernaðarsjóð, 800 milljarða Evra, til að efla og styrkja varnar- og hernaðargetu ESB-ríkjanna. Var þessi hervæðing, ein sú mesta í sögunni, staðfest á fundi forsætisráðherra ESB-ríkjanna 27 sl. fimmtudag. Jafngildir þessi fjárfesting 116.000 milljörðum ísl. króna. ESB verður því vaxandi kjarni Evrópu, hryggjarstykkið, í öllu tilliti; menningarlegu, tolla-/viðskipta- og efnahagslegu og varnar- og hernaðarlegu. NATO kynni að hverfa/renna inn í ESB. T.a.m. Írland virðist skilja þetta nú þegar; er bara aðili að ESB, ekki að NATO. Í öllu falli hefur ESB tekið frumkvæðið og er það mikilvægt, að allir hér, sem með þessi mál fara og þykjast nokkuð um þau vita, þó það sé ekki einhlítt, skilji þetta! Allir þeir, sem hafa verið hlynntir aðild okkar að NATO, þar sem við höfum fullan aðgang að umræðu og ákvörðunum, getum látið rödd okkar heyrast, ættu nú að styðja fulla aðild okkar að ESB, en ávinningur okkar af fullri aðild þar er í raun langtum meiri og mikilvægari eftir að ESB er líka að verða varnarlegur aflvöðvi Evrópu. Hugmynd forsætisráðherra um, að það væri gott að taka lífinu með ró, kannske í 2-3 ár, fram til 2027, með það að skoða og kjósa um það, hvort þjóðin vilji fara í framhaldsviðræður um mögulega ESB-aðild, en slíkar viðræður eru auðvitað engin skuldbing af neinu tagi, heldur rétt þreifingar, eru fyrir undirrituðum vanhugsaðar og ábyrgðarlausar. Tal um, að áður þurfi að fara fram „þroskuð umræða“ um aðild, líka frá forsætisráðherra komið, er fyrir undirrituðum hugsunarskekkja. Firra. Sú umræða þarf ekki, og getur ekki, farið fram af viti fyrr en búið er að semja og bezt möguleg aðildarsamningsdrög liggja fyrir. Þá fyrst munu menn vita, um hvað verið er að kjósa, þá fyrst munu valkostirnir til umræðu og afstöðu liggja fyrir! Í huga undirritaðs er sú staða komin upp, að það verður að teljast lífsnauðsynlegt, að taka skjót og afgerandi skref til að tryggja varnir og öryggi Íslands á nýjan og virkan hátt, en fyrsta skrefið á þeirri vegferð er að kjósa um framahaldsviðræður við ESB í 3ja ársfjórðungi þessa árs, og hefja þær í þeim 4., verði niðurstaðan „Já“! Höfundur er samfélagsrýnir
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun