Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. mars 2025 15:01 Hvalur spókaði sig milli Sundahafnar og Viðeyjar í fyrra. Vísir/Vilhelm Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir skipstjórnarmenn sannfærða um að fjölgun hvala hafi áhrif á loðnustofninn og aðra fiskistofna. Hann segir nauðsynlegt að hafrannsóknir verði efldar og að Íslendingar veiði hvali, og vísar til skrifa Gísla Arnórs Víkingssonar sjávarlíffræðings og hvalasérfræðings í þeim efnum. Í grein á Viðskiptablaðinu segir Árni að væri allt eðlilegt ætti loðnuveríðin nú að standa sem hæst. Loðnufrysting og hrognataka ætti að vera í fullum gangi, og gjaldeyrir ætti að streyma í þjóðarbúið. Góð loðnuvertíð geti skilað allt að 40 milljörðum í útflutningstekjur fyrir þjóðarbúið. „Þess í stað stefnir í fjórða loðnubrest síðan loðnuveiðar hófust árið 1963, en engin loðnuveiði var árin 2019, 2020, 2024 og nú 2025, þannig eru uppsjávarskipin verkefnalítil um þessar mundir, flest bundin við bryggju.“ Þá vísar Árni til orða Guðmundar J. Óskarssonar, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar, um að sterkar vísbendingar séu um að framleiðni loðnustofnsins hafi minnkað. „Hann talar um sveiflur í árgangastærð, áhrif umhverfisbreytinga, sjávarhita, ráðgjöf Hafró og það magn sem afræningjar éta af loðnu, þar með talið þorskur og hvalur.“ Skíðishvalir éti ekki bara svifdýr Því næst gerir hann að umtalsefni grein Gísla heitins Víkingssonar sjávarlíffræðings frá árinu 2000 um ástand hvalastofna og fæðunám þeirra á Íslandsmiðum. Þar kemur fram að stór hluti fæðu hvala séu nytjategundir sem fiskimenn veiða. „Það er útbreiddur misskilningur að skíðishvalir éti einungis svifdýr eins og krill (átu). Staðreyndin er hins vegar sú að skíðishvalir eins og tannhvalir éta ýmsar fisktegundir,“ segir í grein Gísla. „Eftir rúmlega áratugs bann Alþjóða hvalveiðiráðsins virðast flestir hvalastofnar vera vel á sig komnir og fer hvölum fjölgandi. Ef fjölgun heldur áfram sem horfir, liggur það í augum uppi að fæðumagn hvala vex að sama skapi. Slík þróun hlýtur fyrr en seinna að slá alvarlega í bakseglin með þeim afleiðingum að verulega mun draga úr fiskveiðum í framtíðinni,“ segir enn fremur í grein Gísla. Mikil fjölgun hnúfubaka og langreyða undanfarna áratugi Þá segir Gísli að samkvæmt talningum undanfarinna áratuga hafi orðið umtalsverðar breytingar á hvalastofnum við landið, þó mismiklar eftir tegundum. Þar beri hæst mikil fjölgun hnúfubaks og langreyðar og tilfærsla í útbreiðslu hrefnu. „Út frá stofnstærðartölum nemur heildarafrán 12 helstu hvalategunda við Ísland u.þ.b. 7,6 milljónum tonna á ári (þar af 3,3 milljónir tonna af fiski). Stórtækustu afræningjarnir eru langreyður (1,8 milljón tonn), hrefna (1,5 milljón tonn) og hnúfubakur (1,1 milljón tonn),“ segir í greininni Gísla frá 2000. Þá segir hann að vistfræðilegt samspil hvala- og fiskistofna sé flókið og erfitt að meta, ekki síst á tímum mikilla breytinga í umhverfi sjávar eins og hafi orðið síðustu tvo áratugi. „Til lengri tíma litið er ljóst að afrán hvala verður umtalsvert minna ef hvalveiðar verða stundaðar samkvæmt RMP (endurskoðað stjórnunarferli) kerfinu en það væri án hvalveiða.“ Gísli segir að þekking okkar á lífríki hafsins sé talsverð, en mikið vanti þó upp á þann skilning. Við því sé bara eitt að gera, að efla rannsóknir, og hagsmunaaðilar þurfi einnig að tala saman og skiptast á skoðunum. „Í mörg undanfarin ár hafa skipstjórar talað um að mikill fjöldi hvala fylgi loðnugöngunni alveg frá norðurdjúpi austur um land og alveg inn á Faxaflóa og Breiðafjörð þar sem loðnan hrygnir. Eitt er víst, þetta var ekki svona á árum áður, þetta er breyting, augljóst að hvalurinn er að éta loðnu.“ Grein Gísla í sjómannablaðinu Víkingi. Grein Árna í fiskifréttum Viðskiptablaðsins. Sjávarútvegur Loðnuveiðar Hvalir Tengdar fréttir Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur er látinn Gísli Arnór Víkingsson, sjávarlíffræðingur og einn helsti hvalasérfræðingur landsins er látinn, 65 ára að aldri. 20. júlí 2022 09:52 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Í grein á Viðskiptablaðinu segir Árni að væri allt eðlilegt ætti loðnuveríðin nú að standa sem hæst. Loðnufrysting og hrognataka ætti að vera í fullum gangi, og gjaldeyrir ætti að streyma í þjóðarbúið. Góð loðnuvertíð geti skilað allt að 40 milljörðum í útflutningstekjur fyrir þjóðarbúið. „Þess í stað stefnir í fjórða loðnubrest síðan loðnuveiðar hófust árið 1963, en engin loðnuveiði var árin 2019, 2020, 2024 og nú 2025, þannig eru uppsjávarskipin verkefnalítil um þessar mundir, flest bundin við bryggju.“ Þá vísar Árni til orða Guðmundar J. Óskarssonar, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar, um að sterkar vísbendingar séu um að framleiðni loðnustofnsins hafi minnkað. „Hann talar um sveiflur í árgangastærð, áhrif umhverfisbreytinga, sjávarhita, ráðgjöf Hafró og það magn sem afræningjar éta af loðnu, þar með talið þorskur og hvalur.“ Skíðishvalir éti ekki bara svifdýr Því næst gerir hann að umtalsefni grein Gísla heitins Víkingssonar sjávarlíffræðings frá árinu 2000 um ástand hvalastofna og fæðunám þeirra á Íslandsmiðum. Þar kemur fram að stór hluti fæðu hvala séu nytjategundir sem fiskimenn veiða. „Það er útbreiddur misskilningur að skíðishvalir éti einungis svifdýr eins og krill (átu). Staðreyndin er hins vegar sú að skíðishvalir eins og tannhvalir éta ýmsar fisktegundir,“ segir í grein Gísla. „Eftir rúmlega áratugs bann Alþjóða hvalveiðiráðsins virðast flestir hvalastofnar vera vel á sig komnir og fer hvölum fjölgandi. Ef fjölgun heldur áfram sem horfir, liggur það í augum uppi að fæðumagn hvala vex að sama skapi. Slík þróun hlýtur fyrr en seinna að slá alvarlega í bakseglin með þeim afleiðingum að verulega mun draga úr fiskveiðum í framtíðinni,“ segir enn fremur í grein Gísla. Mikil fjölgun hnúfubaka og langreyða undanfarna áratugi Þá segir Gísli að samkvæmt talningum undanfarinna áratuga hafi orðið umtalsverðar breytingar á hvalastofnum við landið, þó mismiklar eftir tegundum. Þar beri hæst mikil fjölgun hnúfubaks og langreyðar og tilfærsla í útbreiðslu hrefnu. „Út frá stofnstærðartölum nemur heildarafrán 12 helstu hvalategunda við Ísland u.þ.b. 7,6 milljónum tonna á ári (þar af 3,3 milljónir tonna af fiski). Stórtækustu afræningjarnir eru langreyður (1,8 milljón tonn), hrefna (1,5 milljón tonn) og hnúfubakur (1,1 milljón tonn),“ segir í greininni Gísla frá 2000. Þá segir hann að vistfræðilegt samspil hvala- og fiskistofna sé flókið og erfitt að meta, ekki síst á tímum mikilla breytinga í umhverfi sjávar eins og hafi orðið síðustu tvo áratugi. „Til lengri tíma litið er ljóst að afrán hvala verður umtalsvert minna ef hvalveiðar verða stundaðar samkvæmt RMP (endurskoðað stjórnunarferli) kerfinu en það væri án hvalveiða.“ Gísli segir að þekking okkar á lífríki hafsins sé talsverð, en mikið vanti þó upp á þann skilning. Við því sé bara eitt að gera, að efla rannsóknir, og hagsmunaaðilar þurfi einnig að tala saman og skiptast á skoðunum. „Í mörg undanfarin ár hafa skipstjórar talað um að mikill fjöldi hvala fylgi loðnugöngunni alveg frá norðurdjúpi austur um land og alveg inn á Faxaflóa og Breiðafjörð þar sem loðnan hrygnir. Eitt er víst, þetta var ekki svona á árum áður, þetta er breyting, augljóst að hvalurinn er að éta loðnu.“ Grein Gísla í sjómannablaðinu Víkingi. Grein Árna í fiskifréttum Viðskiptablaðsins.
Sjávarútvegur Loðnuveiðar Hvalir Tengdar fréttir Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur er látinn Gísli Arnór Víkingsson, sjávarlíffræðingur og einn helsti hvalasérfræðingur landsins er látinn, 65 ára að aldri. 20. júlí 2022 09:52 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur er látinn Gísli Arnór Víkingsson, sjávarlíffræðingur og einn helsti hvalasérfræðingur landsins er látinn, 65 ára að aldri. 20. júlí 2022 09:52