Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar 11. mars 2025 07:33 Háskóli Íslands gengur til kosninga 18. og 19. mars og kýs sér nýjan rektor. Allt starfsfólk og stúdentar eiga atkvæðisrétt. Fjölmörg hafa lýst yfir framboði. Það er afbragðsfólk í framboði, en af ágætum frambjóðendum treysti ég Silju Báru best allra til að leiða Háskóla Íslands til framfara, landi og þjóð til heilla. Ég tel að nú þurfi Háskóli Íslands öflugan leiðtoga svo hægt sé að skapa nýja þjóðarsátt um mikilvægi fjárfestinga í námi og rannsóknum á háskólastigi. Án víðtæks samtals og samráðs við stjórnvöld, en einnig aðilla vinnumarkaðar og íslenskt samfélag verður slíkri sátt ekki ekki náð. Ég treysti Silju Báru best allra til að valdefla háskólasamfélagið til víðtækrar þátttöku í slíkri vegferð því framboð hennar grundvallast á þeirri aðferð, að öll taki þátt. Ég treysti Silju Báru einnig best til að takast á við þann margþætta vanda sem hefur skapast vegna áralangrar vanfjármögnunar skólans, því hún leggur áherslu á að efla gæði kennslu, öflugan stuðning við rannsóknir, að vinna að því að efla starfsanda og bæta hag og líðan starfsfólks og nemenda auk áherslu á að Háskóli Íslands verði inngildandi háskóli. Silja Bára hefur setið í háskólaráði um nokkur skeið og verið þar öflugur talsmaður kennara og stúdenta og öðlast mikilvæga innsýn í stjórnun skólans. Silja Bára er í hópi 50 kvenna víða að úr heiminum sem hefur verið boðið að taka þátt í Global Community for Women's Leadership, alþjóðlegri áætlun sem miðar að því að þjálfa og styðja nýja kynslóð kvenleiðtoga í heiminum. Hún er einnig formaður Rauða krossins á Íslandi sem er ein stærsta fjöldahreyfing landsins auk þess sem hann er viðbragðsaðili og mikilvægur þáttur í almannavörnum landsins. Þess vegna treysti ég Silju Báru best til að verða okkar leiðtogi. Á þeim óróatímum sem nú eru uppi er mikilvægt að rektor Háskóla Íslands hafi til að bera bæði seiglu og snerpu til að takast á við óvæntar aðstæður. Silja Bára hefur hvort tveggja til að bera og þess vegna treysti ég henni best til að takast á við öll þau óvæntu verkefni sem felast í starfi rektors. Ég hvet öll til að kynna sér vel framboð Silju Báru og kjósa leiðtoga sem mun leiða Háskóla Íslands af öryggi til farsældar og framtíðar. Höfundur er prófessor við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands gengur til kosninga 18. og 19. mars og kýs sér nýjan rektor. Allt starfsfólk og stúdentar eiga atkvæðisrétt. Fjölmörg hafa lýst yfir framboði. Það er afbragðsfólk í framboði, en af ágætum frambjóðendum treysti ég Silju Báru best allra til að leiða Háskóla Íslands til framfara, landi og þjóð til heilla. Ég tel að nú þurfi Háskóli Íslands öflugan leiðtoga svo hægt sé að skapa nýja þjóðarsátt um mikilvægi fjárfestinga í námi og rannsóknum á háskólastigi. Án víðtæks samtals og samráðs við stjórnvöld, en einnig aðilla vinnumarkaðar og íslenskt samfélag verður slíkri sátt ekki ekki náð. Ég treysti Silju Báru best allra til að valdefla háskólasamfélagið til víðtækrar þátttöku í slíkri vegferð því framboð hennar grundvallast á þeirri aðferð, að öll taki þátt. Ég treysti Silju Báru einnig best til að takast á við þann margþætta vanda sem hefur skapast vegna áralangrar vanfjármögnunar skólans, því hún leggur áherslu á að efla gæði kennslu, öflugan stuðning við rannsóknir, að vinna að því að efla starfsanda og bæta hag og líðan starfsfólks og nemenda auk áherslu á að Háskóli Íslands verði inngildandi háskóli. Silja Bára hefur setið í háskólaráði um nokkur skeið og verið þar öflugur talsmaður kennara og stúdenta og öðlast mikilvæga innsýn í stjórnun skólans. Silja Bára er í hópi 50 kvenna víða að úr heiminum sem hefur verið boðið að taka þátt í Global Community for Women's Leadership, alþjóðlegri áætlun sem miðar að því að þjálfa og styðja nýja kynslóð kvenleiðtoga í heiminum. Hún er einnig formaður Rauða krossins á Íslandi sem er ein stærsta fjöldahreyfing landsins auk þess sem hann er viðbragðsaðili og mikilvægur þáttur í almannavörnum landsins. Þess vegna treysti ég Silju Báru best til að verða okkar leiðtogi. Á þeim óróatímum sem nú eru uppi er mikilvægt að rektor Háskóla Íslands hafi til að bera bæði seiglu og snerpu til að takast á við óvæntar aðstæður. Silja Bára hefur hvort tveggja til að bera og þess vegna treysti ég henni best til að takast á við öll þau óvæntu verkefni sem felast í starfi rektors. Ég hvet öll til að kynna sér vel framboð Silju Báru og kjósa leiðtoga sem mun leiða Háskóla Íslands af öryggi til farsældar og framtíðar. Höfundur er prófessor við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun