Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar 11. mars 2025 07:33 Háskóli Íslands gengur til kosninga 18. og 19. mars og kýs sér nýjan rektor. Allt starfsfólk og stúdentar eiga atkvæðisrétt. Fjölmörg hafa lýst yfir framboði. Það er afbragðsfólk í framboði, en af ágætum frambjóðendum treysti ég Silju Báru best allra til að leiða Háskóla Íslands til framfara, landi og þjóð til heilla. Ég tel að nú þurfi Háskóli Íslands öflugan leiðtoga svo hægt sé að skapa nýja þjóðarsátt um mikilvægi fjárfestinga í námi og rannsóknum á háskólastigi. Án víðtæks samtals og samráðs við stjórnvöld, en einnig aðilla vinnumarkaðar og íslenskt samfélag verður slíkri sátt ekki ekki náð. Ég treysti Silju Báru best allra til að valdefla háskólasamfélagið til víðtækrar þátttöku í slíkri vegferð því framboð hennar grundvallast á þeirri aðferð, að öll taki þátt. Ég treysti Silju Báru einnig best til að takast á við þann margþætta vanda sem hefur skapast vegna áralangrar vanfjármögnunar skólans, því hún leggur áherslu á að efla gæði kennslu, öflugan stuðning við rannsóknir, að vinna að því að efla starfsanda og bæta hag og líðan starfsfólks og nemenda auk áherslu á að Háskóli Íslands verði inngildandi háskóli. Silja Bára hefur setið í háskólaráði um nokkur skeið og verið þar öflugur talsmaður kennara og stúdenta og öðlast mikilvæga innsýn í stjórnun skólans. Silja Bára er í hópi 50 kvenna víða að úr heiminum sem hefur verið boðið að taka þátt í Global Community for Women's Leadership, alþjóðlegri áætlun sem miðar að því að þjálfa og styðja nýja kynslóð kvenleiðtoga í heiminum. Hún er einnig formaður Rauða krossins á Íslandi sem er ein stærsta fjöldahreyfing landsins auk þess sem hann er viðbragðsaðili og mikilvægur þáttur í almannavörnum landsins. Þess vegna treysti ég Silju Báru best til að verða okkar leiðtogi. Á þeim óróatímum sem nú eru uppi er mikilvægt að rektor Háskóla Íslands hafi til að bera bæði seiglu og snerpu til að takast á við óvæntar aðstæður. Silja Bára hefur hvort tveggja til að bera og þess vegna treysti ég henni best til að takast á við öll þau óvæntu verkefni sem felast í starfi rektors. Ég hvet öll til að kynna sér vel framboð Silju Báru og kjósa leiðtoga sem mun leiða Háskóla Íslands af öryggi til farsældar og framtíðar. Höfundur er prófessor við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands gengur til kosninga 18. og 19. mars og kýs sér nýjan rektor. Allt starfsfólk og stúdentar eiga atkvæðisrétt. Fjölmörg hafa lýst yfir framboði. Það er afbragðsfólk í framboði, en af ágætum frambjóðendum treysti ég Silju Báru best allra til að leiða Háskóla Íslands til framfara, landi og þjóð til heilla. Ég tel að nú þurfi Háskóli Íslands öflugan leiðtoga svo hægt sé að skapa nýja þjóðarsátt um mikilvægi fjárfestinga í námi og rannsóknum á háskólastigi. Án víðtæks samtals og samráðs við stjórnvöld, en einnig aðilla vinnumarkaðar og íslenskt samfélag verður slíkri sátt ekki ekki náð. Ég treysti Silju Báru best allra til að valdefla háskólasamfélagið til víðtækrar þátttöku í slíkri vegferð því framboð hennar grundvallast á þeirri aðferð, að öll taki þátt. Ég treysti Silju Báru einnig best til að takast á við þann margþætta vanda sem hefur skapast vegna áralangrar vanfjármögnunar skólans, því hún leggur áherslu á að efla gæði kennslu, öflugan stuðning við rannsóknir, að vinna að því að efla starfsanda og bæta hag og líðan starfsfólks og nemenda auk áherslu á að Háskóli Íslands verði inngildandi háskóli. Silja Bára hefur setið í háskólaráði um nokkur skeið og verið þar öflugur talsmaður kennara og stúdenta og öðlast mikilvæga innsýn í stjórnun skólans. Silja Bára er í hópi 50 kvenna víða að úr heiminum sem hefur verið boðið að taka þátt í Global Community for Women's Leadership, alþjóðlegri áætlun sem miðar að því að þjálfa og styðja nýja kynslóð kvenleiðtoga í heiminum. Hún er einnig formaður Rauða krossins á Íslandi sem er ein stærsta fjöldahreyfing landsins auk þess sem hann er viðbragðsaðili og mikilvægur þáttur í almannavörnum landsins. Þess vegna treysti ég Silju Báru best til að verða okkar leiðtogi. Á þeim óróatímum sem nú eru uppi er mikilvægt að rektor Háskóla Íslands hafi til að bera bæði seiglu og snerpu til að takast á við óvæntar aðstæður. Silja Bára hefur hvort tveggja til að bera og þess vegna treysti ég henni best til að takast á við öll þau óvæntu verkefni sem felast í starfi rektors. Ég hvet öll til að kynna sér vel framboð Silju Báru og kjósa leiðtoga sem mun leiða Háskóla Íslands af öryggi til farsældar og framtíðar. Höfundur er prófessor við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar