Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 10. mars 2025 08:45 Það vakti nokkra athygli þegar nýja ríkisstjórnin lét þess getið á verkefnalista sínum að hún hygðist beita sér fyrir samdrætti í ríkisútgjöldum, m.a. með því að „taka til“ í þeim stofnunum ríkisins sem hefðu vaxið um of. Í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar sagði þannig: „Ríkisstjórnin hyggst einfalda stjórnsýslu og hagræða í ríkisrekstri. Í því efni verður stigið fram af festu strax í upphafi kjörtímabils.“ Almenningur fagnaði þessari yfirlýsingu, enda er öllum ljóst að ríkisútgjöld hafa vaxið langt umfram þarfir. Settir voru sérfræðingar í að vinna tillögur um þennan sparnað. Þeir skiluðu tillögum 4. mars s.l. þar sem m.a. sagði svo: „Með stofnun Landsréttar hefur málum í Hæstarétti fækkað verlega svo ekki telst þörf á að fleiri en fimm dómarar sitji við réttinn.“ Nú hefur sitjandi dómsmálaráðherra lýst yfir að hún muni ekki beita sér fyrir þessari fækkun dómaranna. Samt er komið fram að við stofnun Landsréttar á árinu 2018 stóðu ekki efni til annars en að dómararnir yrðu fimm en ekki sjö. Svo er að sjá sem ráðherrann hafi ekki þurft að eyða miklum tíma í að kynna sér málið, áður en hún tók nú ákvörðun sína daginn eftir að hún birtist. Hún lét sér detta í hug að sparnaðurinn við þetta yrði ekki nægur, aðeins 100 milljónir króna næstu fimm árin! Hæstiréttur Íslands tók til starfa á árinu 1920. Fimm dómarar sátu í réttinum fyrstu áratugina að undanskildu tímabili á fyrri hluta 20. aldarinnar þegar þeim var fækkað í þrjá. Árið 1945 urðu þeir fimm á ný og hélst svo fram til ársins 1972, þegar tekið var að fjölga dómurum vegna vaxandi fjölda dómsmálanna sem rétturinn þurfti að sinna. Á árunum fyrir þá breytingu var rétturinn að dæma í 140-200 málum árlega. Málafjöldinn óx hratt á næstu árum og var dómurum við réttinn þá fjölgað nokkrum sinnum og urðu þeir flestir ellefu á tímabili. Þeir voru níu, þegar Landsréttur tók til starfa árið 2018. Dómararnir sjálfir í Hæstarétti vildu þá að fjöldi þeirra yrði sjö, þó að aðeins þrír eða fimm dómarar ættu að sitja í dómi í flestum tilvikum. Sýnt hefur verið fram á að eftir stofnun Landsréttar minnkaði starfsálag á hvern dómara Hæstaréttar niður í 20-25% af því sem verið hafði. Hafa á þessu tímabili verið kveðnir upp dómar í 30-60 málum á ári eða allt niður í fjórðung þess málafjölda sem dæmdur var meðan dómararnir voru fimm talsins fyrir árið 1972. Fjölgun dómaranna undanfarna áratugi hefur ávallt stafað af fjölgun málanna sem þurft hefur að dæma. Í ársskýrslum réttarins hefur komið í ljós að dæmd mál voru rúmlega 800 talsins á ári síðustu árin fyrir stofnun Landsréttar. Af þessum tölum sést að engin efni stóðu til þess að fleiri dómarar en fimm sætu í Hæstarétti eftir stofnun Landsréttarins. Slík breyting hefði dregið úr starfsönnum dómaranna að miklum mun. En þeir vildu meira. Fyrir þeirra tilverknað var þeim aðeins fækkað í sjö. Forseti Hæstaréttar hefur verið stóryrtur um fyrirætlanirnar nú um fækkun dómaranna. Hefur hann þá m.a. staðhæft að ekki megi fækka dómurunum því þá muni þurfa að kalla til varadómara í of mörgum málum. Virðist hann telja það óheppilegt því það ógni samræmi í dómum. Varadómarar hafa nýst í marga áratugi og verður ekki séð að þeir hafi spillt fyrir störfum réttarins. En í tilefni af stóryrðum forsetans skal þess getið, að fram kemur í ársskýrslum réttarins eftir breytinguna 2018, að árlega hafa verið kvaddir fjölmargir varadómarar til starfa, þrátt fyrir að sjö dómarar hafi átt sæti í réttinum þennan tíma. Þetta er mikið og virðist forsetinn ekki óttast það. Þannig voru varadómarar 16 talsins árið 2023 og álíka margir árin á undan, en á þessum árum hefur málafjöldinn verið 30-60 mál eins og áður sagði. Þetta er því bara fyrirsláttur hjá forsetanum sem sýnir ekki annað en ákafa hans í að andmæla hugmyndunum um að fækka dómurum réttarins í fimm. Hann vill greinilega halda áfram að búa svo um hnútana að dómararnir hafi það náðugt og þá rúman tíma til að sinna öðru en dómsstörfunum við réttinn. Þetta er að mínum dómi forkastanlegt sjónarmið. Dómararnir eiga auðvitað að vera í fullu starfi, eins og verið hefur gegnum tíðina. Af yfirlýsingu dómsmálaráðherrans virðist mega ráða að ríkisstjórnin hafi ekki mikinn áhuga á að spara ríkisútgjöld eins og lofað var við stofnun hennar. Almenningur ætti því að hverfa frá fyrirætlunum um fagnaðarlæti. Þetta hefur sýnilega bara verið fagurgali sem engu máli mun skipta í reynd. Íslendingar kannast við slíkt hátterni stjórnmálamanna sem vilja fegra ásýnd sína. Jón Steinar Gunnlaugsson er fyrrverandi dómari við Hæstarétt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Það vakti nokkra athygli þegar nýja ríkisstjórnin lét þess getið á verkefnalista sínum að hún hygðist beita sér fyrir samdrætti í ríkisútgjöldum, m.a. með því að „taka til“ í þeim stofnunum ríkisins sem hefðu vaxið um of. Í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar sagði þannig: „Ríkisstjórnin hyggst einfalda stjórnsýslu og hagræða í ríkisrekstri. Í því efni verður stigið fram af festu strax í upphafi kjörtímabils.“ Almenningur fagnaði þessari yfirlýsingu, enda er öllum ljóst að ríkisútgjöld hafa vaxið langt umfram þarfir. Settir voru sérfræðingar í að vinna tillögur um þennan sparnað. Þeir skiluðu tillögum 4. mars s.l. þar sem m.a. sagði svo: „Með stofnun Landsréttar hefur málum í Hæstarétti fækkað verlega svo ekki telst þörf á að fleiri en fimm dómarar sitji við réttinn.“ Nú hefur sitjandi dómsmálaráðherra lýst yfir að hún muni ekki beita sér fyrir þessari fækkun dómaranna. Samt er komið fram að við stofnun Landsréttar á árinu 2018 stóðu ekki efni til annars en að dómararnir yrðu fimm en ekki sjö. Svo er að sjá sem ráðherrann hafi ekki þurft að eyða miklum tíma í að kynna sér málið, áður en hún tók nú ákvörðun sína daginn eftir að hún birtist. Hún lét sér detta í hug að sparnaðurinn við þetta yrði ekki nægur, aðeins 100 milljónir króna næstu fimm árin! Hæstiréttur Íslands tók til starfa á árinu 1920. Fimm dómarar sátu í réttinum fyrstu áratugina að undanskildu tímabili á fyrri hluta 20. aldarinnar þegar þeim var fækkað í þrjá. Árið 1945 urðu þeir fimm á ný og hélst svo fram til ársins 1972, þegar tekið var að fjölga dómurum vegna vaxandi fjölda dómsmálanna sem rétturinn þurfti að sinna. Á árunum fyrir þá breytingu var rétturinn að dæma í 140-200 málum árlega. Málafjöldinn óx hratt á næstu árum og var dómurum við réttinn þá fjölgað nokkrum sinnum og urðu þeir flestir ellefu á tímabili. Þeir voru níu, þegar Landsréttur tók til starfa árið 2018. Dómararnir sjálfir í Hæstarétti vildu þá að fjöldi þeirra yrði sjö, þó að aðeins þrír eða fimm dómarar ættu að sitja í dómi í flestum tilvikum. Sýnt hefur verið fram á að eftir stofnun Landsréttar minnkaði starfsálag á hvern dómara Hæstaréttar niður í 20-25% af því sem verið hafði. Hafa á þessu tímabili verið kveðnir upp dómar í 30-60 málum á ári eða allt niður í fjórðung þess málafjölda sem dæmdur var meðan dómararnir voru fimm talsins fyrir árið 1972. Fjölgun dómaranna undanfarna áratugi hefur ávallt stafað af fjölgun málanna sem þurft hefur að dæma. Í ársskýrslum réttarins hefur komið í ljós að dæmd mál voru rúmlega 800 talsins á ári síðustu árin fyrir stofnun Landsréttar. Af þessum tölum sést að engin efni stóðu til þess að fleiri dómarar en fimm sætu í Hæstarétti eftir stofnun Landsréttarins. Slík breyting hefði dregið úr starfsönnum dómaranna að miklum mun. En þeir vildu meira. Fyrir þeirra tilverknað var þeim aðeins fækkað í sjö. Forseti Hæstaréttar hefur verið stóryrtur um fyrirætlanirnar nú um fækkun dómaranna. Hefur hann þá m.a. staðhæft að ekki megi fækka dómurunum því þá muni þurfa að kalla til varadómara í of mörgum málum. Virðist hann telja það óheppilegt því það ógni samræmi í dómum. Varadómarar hafa nýst í marga áratugi og verður ekki séð að þeir hafi spillt fyrir störfum réttarins. En í tilefni af stóryrðum forsetans skal þess getið, að fram kemur í ársskýrslum réttarins eftir breytinguna 2018, að árlega hafa verið kvaddir fjölmargir varadómarar til starfa, þrátt fyrir að sjö dómarar hafi átt sæti í réttinum þennan tíma. Þetta er mikið og virðist forsetinn ekki óttast það. Þannig voru varadómarar 16 talsins árið 2023 og álíka margir árin á undan, en á þessum árum hefur málafjöldinn verið 30-60 mál eins og áður sagði. Þetta er því bara fyrirsláttur hjá forsetanum sem sýnir ekki annað en ákafa hans í að andmæla hugmyndunum um að fækka dómurum réttarins í fimm. Hann vill greinilega halda áfram að búa svo um hnútana að dómararnir hafi það náðugt og þá rúman tíma til að sinna öðru en dómsstörfunum við réttinn. Þetta er að mínum dómi forkastanlegt sjónarmið. Dómararnir eiga auðvitað að vera í fullu starfi, eins og verið hefur gegnum tíðina. Af yfirlýsingu dómsmálaráðherrans virðist mega ráða að ríkisstjórnin hafi ekki mikinn áhuga á að spara ríkisútgjöld eins og lofað var við stofnun hennar. Almenningur ætti því að hverfa frá fyrirætlunum um fagnaðarlæti. Þetta hefur sýnilega bara verið fagurgali sem engu máli mun skipta í reynd. Íslendingar kannast við slíkt hátterni stjórnmálamanna sem vilja fegra ásýnd sína. Jón Steinar Gunnlaugsson er fyrrverandi dómari við Hæstarétt.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun