Skoðun

Ég kýs Þor­stein Skúla Sveins­son sem næsta for­mann VR

Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar

Ég hef í þó nokkur ár komið að mannauðsmálum og starfað sem mannauðsstjóri síðustu 4 ár. Í mínu starfi hef ég kynnst mörgum öflugum einstaklingum, en fáir hafa skilið eftir jafn sterk áhrif á mig og Þorsteinn Skúli Sveinsson. Þorsteinn er faglegur, áreiðanlegur og hefur einstakt næmi fyrir kjaramálum og réttindum launafólks. Ég hef leitað til hans um ráðgjöf og fengið að sjá hve djúpa þekkingu hann hefur á réttindum félagsfólks VR. Aldrei annað en almennilegur, hjálpsamur og með svörin á reiðum höndum. Hann vinnur með festu, fagmennsku og alvöru innsæi, eiginleikar sem skipta sköpum fyrir góðan formann. Í kosningum skiptir máli að hlusta á þá sem hafa raunverulega sýn og burði til að vinna fyrir félagið, ekki bara þá sem hafa mesta fjármagnið til að auglýsa sig og koma sér á framfæri. Ég hvet alla VR félaga til að kjósa af sinni sannfæringu, kynna sér frambjóðendur og velja þann sem hefur bæði reynsluna og kraftinn til að leiða félagið inn í framtíðina. Ef við viljum formann sem hefur bæði reynslu og stefnu á hreinu, þá er valið einfalt: Þorsteinn Skúli fyrir VR!

Höfundur er félagi í VR til margra ára.




Skoðun

Sjá meira


×