Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar 10. mars 2025 22:33 Ég starfaði eitt sinn sem sálfræðingur fyrir Lækna án landamæra í Írak. Þá hafði nýverið geysað mikil óöld í landinu og næsta borg var raunar enn hersetin af vígamönnum sem frömdu þar mörg voðaverk. Margir á svæðinu þar sem ég vann höfðu gengið í gegnum gífurleg áföll og mikil þörf var fyrir áfallahjálp. Samstarfsfólk mitt var mjög forvitið um Ísland og þegar það komst að því að Ísland væri eitt friðsælasta land í heimi furðuðu margir sig á því að hér væri þörf fyrir fleiri hundruð sálfræðinga. Á þeim tíma var hægt að telja sálfræðinga á fingrum annarrar handar í Írak. Ég varð líka hugsi og hugsa enn oft um furðu fólks yfir þessu. Síðan þetta var hef ég setið með ótal Íslendingum sem hafa sagt mér sögu sína í viðtölum. Enn í dag sit ég nær daglega agndofa yfir öllum áföllunum og erfiðleikunum sem svo ótrúlega margir hafa gengið í gegnum. Jafnt ungir sem aldnir. Allt andlega, líkamlega og kynferðislega ofbeldið, vanrækslan, eineltið, alkóhólisminn, fátæktin, slysin, ástvinamissirinn, náttúruhamfarirnar og svo mætti áfram telja. Á okkar litla friðsæla landi. Það sem hefur líka endurtekið slegið mig er leiðin sem langflestir hafa farið við að takast á við áföllin, það er að harka bara af sér, kveinka sér ekki og fara áfram á hnefanum. Enda dugnaður lengi verið hin æðsta dyggð á landinu okkar harðbýla. Þessi aðferð hefur vissulega komið mörgum yfir erfiða hjalla í lífinu þegar fátt annað hefur verið í boði en að harka af sér eftir áföll og halda áfram. En þetta er ekki hjálpleg aðferð til lengri tíma og fer í allt of mörgum tilfellum að vera hluti vandans en ekki lausn hans. Það er nefninlega mannlegt og eðlilegt að finna til eftir áföll og ef við fáum ekki eða gefum okkur ekki rými til að finna til og vinna úr því sem við höfum gengið í gegnum getum við lent í vondum vítahring þar sem við fyllumst jafnvel skömm og öðrum erfiðum tilfinningum. Ég get fullyrt að aðferðin að vera bara dugleg og harka af sér er óhjálpleg og í mörgum tilfellum skaðleg þegar kemur að því að takast á við áföll. Við þurfum einmitt að horfast í augu við áföllin okkar og leyfa okkur að ganga í gegnum þann sársauka sem þeim fylgir til þess að komast yfir þau og ná bata. En enn þann dag í dag heyrast gamlar tuggur um að fólk þurfi bara að vera duglegra, hætta þessu væli og hver og einn sé sinnar gæfu smiður. Kulnun sé bara leti, fátækt framtaksleysi og kvíði aumingjaskapur. Áföll þurfi einfaldlega að taka á kassann, best sé að bera harm sinn í hljóði, vera bara duglegri og bera sig vel. Það gerðu forfeður okkar og mæður og þá hlýtur það að vera rétta aðferðin. Ég velti því fyrir mér hvort það sé einmitt þessi arfleið hörku og dugnaðar sem gerir það að verkum að hér á Íslandi er þörf fyrir alla þessa sálfræðinga. Íslendingar lenda nefninlega allt of margir í ofbeldi og öðrum áföllum og það bara virkar ekki að taka það endalaust á kassann. Nú sem aldrei fyrr er einmitt tíminn til að sýna sjálfum sér og öðrum skilning og mildi. Styðja fólk til að horfast í augu við eigin vanda og vinna úr honum í staðinn fyrir að segja fólki endalaust að harka bara af sér og vera duglegra. Höfundur er sjálfstætt starfandi sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Ég starfaði eitt sinn sem sálfræðingur fyrir Lækna án landamæra í Írak. Þá hafði nýverið geysað mikil óöld í landinu og næsta borg var raunar enn hersetin af vígamönnum sem frömdu þar mörg voðaverk. Margir á svæðinu þar sem ég vann höfðu gengið í gegnum gífurleg áföll og mikil þörf var fyrir áfallahjálp. Samstarfsfólk mitt var mjög forvitið um Ísland og þegar það komst að því að Ísland væri eitt friðsælasta land í heimi furðuðu margir sig á því að hér væri þörf fyrir fleiri hundruð sálfræðinga. Á þeim tíma var hægt að telja sálfræðinga á fingrum annarrar handar í Írak. Ég varð líka hugsi og hugsa enn oft um furðu fólks yfir þessu. Síðan þetta var hef ég setið með ótal Íslendingum sem hafa sagt mér sögu sína í viðtölum. Enn í dag sit ég nær daglega agndofa yfir öllum áföllunum og erfiðleikunum sem svo ótrúlega margir hafa gengið í gegnum. Jafnt ungir sem aldnir. Allt andlega, líkamlega og kynferðislega ofbeldið, vanrækslan, eineltið, alkóhólisminn, fátæktin, slysin, ástvinamissirinn, náttúruhamfarirnar og svo mætti áfram telja. Á okkar litla friðsæla landi. Það sem hefur líka endurtekið slegið mig er leiðin sem langflestir hafa farið við að takast á við áföllin, það er að harka bara af sér, kveinka sér ekki og fara áfram á hnefanum. Enda dugnaður lengi verið hin æðsta dyggð á landinu okkar harðbýla. Þessi aðferð hefur vissulega komið mörgum yfir erfiða hjalla í lífinu þegar fátt annað hefur verið í boði en að harka af sér eftir áföll og halda áfram. En þetta er ekki hjálpleg aðferð til lengri tíma og fer í allt of mörgum tilfellum að vera hluti vandans en ekki lausn hans. Það er nefninlega mannlegt og eðlilegt að finna til eftir áföll og ef við fáum ekki eða gefum okkur ekki rými til að finna til og vinna úr því sem við höfum gengið í gegnum getum við lent í vondum vítahring þar sem við fyllumst jafnvel skömm og öðrum erfiðum tilfinningum. Ég get fullyrt að aðferðin að vera bara dugleg og harka af sér er óhjálpleg og í mörgum tilfellum skaðleg þegar kemur að því að takast á við áföll. Við þurfum einmitt að horfast í augu við áföllin okkar og leyfa okkur að ganga í gegnum þann sársauka sem þeim fylgir til þess að komast yfir þau og ná bata. En enn þann dag í dag heyrast gamlar tuggur um að fólk þurfi bara að vera duglegra, hætta þessu væli og hver og einn sé sinnar gæfu smiður. Kulnun sé bara leti, fátækt framtaksleysi og kvíði aumingjaskapur. Áföll þurfi einfaldlega að taka á kassann, best sé að bera harm sinn í hljóði, vera bara duglegri og bera sig vel. Það gerðu forfeður okkar og mæður og þá hlýtur það að vera rétta aðferðin. Ég velti því fyrir mér hvort það sé einmitt þessi arfleið hörku og dugnaðar sem gerir það að verkum að hér á Íslandi er þörf fyrir alla þessa sálfræðinga. Íslendingar lenda nefninlega allt of margir í ofbeldi og öðrum áföllum og það bara virkar ekki að taka það endalaust á kassann. Nú sem aldrei fyrr er einmitt tíminn til að sýna sjálfum sér og öðrum skilning og mildi. Styðja fólk til að horfast í augu við eigin vanda og vinna úr honum í staðinn fyrir að segja fólki endalaust að harka bara af sér og vera duglegra. Höfundur er sjálfstætt starfandi sálfræðingur.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar