Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2025 10:01 Húsið mun gjörbreyta miklu fyrir Skagamenn. ÍA tryggði sér sæti í Bónus deild karla í körfubolta á næstu leiktíð eftir útisigur á Fjölni. Liðið er nú þegar búið að vinna 1. deildina. En aðstaða Skagamanna mun breytast gríðarlega strax á næsta ári. Nýtt íþróttahús Skagamanna stendur við knattspyrnuhöllina við Jaðarsbakka, aðeins um fimmtán metrum frá gömlu aðstöðu félagsins og sundlaug bæjarins. Í framtíðinni verða reist göng þar á milli svo allt verði undir sama þaki. Óskar Þór Þorsteinsson er þjálfari ÍA í 1. deild karla í körfubolta en liðið tryggði sér upp í efstu deild með sigri á Fjölni á föstudagskvöldið. ÍA féll tímabilið 1999-2000 og fór meira að segja alla leið niður í C-deildina. Liðið var í C-deildinni tímabilið 2020-21 en uppbyggingin hefur verið hröð síðustu ár. „Þetta var auðvitað bara fáránlega mikil gleði í ég hef verið að taka þetta inn síðustu daga,“ segir Óskar Þór þegar hann tók á móti blaðamanni Vísis og Sigurjóni Ólasyni tökumanni í nýju húsi í gær. „Okkur var ekki spáð góðu gengi en okkur hefur gengið ótrúlega vel í vetur og sérstaklega eftir áramót. Við erum með mjög sterkan hóp og hittum vel í útlendingavalinu og fengum tvo frábæra gaura inn og við erum bara með sterkt lið.“ Skagamenn spiluðu á þessu tímabili í íþróttahúsi við Vesturgötuna á Skaganum. En á næsta tímabili verður aðstaðan allt önnur. Tuttugu og fimm ára bið á enda „Vesturgatan er búin að vera frábær fyrir okkur, sérstaklega í vetur þar sem það var alltaf frábær mæting og geðveik stemning þarna inni. En þetta opnar svo mikla möguleika fyrir þetta félag, að stækka til framtíðar og koma okkur á þann stað sem við viljum vera,“ segir Óskar sem vonast til að stemningin í nýja húsinu verði enn betri. „Fólki hefur alltaf verið að fjölga og fjölga hjá okkur og vonandi fáum við bara fullt hús hérna líka. Við erum búnir að bíða núna í tuttugu og fimm ár eftir að komast aftur upp og allir ótrúlega ánægðir með það en til lengdar viljum við vera félag sem er að berjast í efstu deild og gera stóra hluti. Og það þarf að gerast rétt og við getum ekki bara hent inn fullt af peningum í eitt ár og við þurfum að finna leið sem er sjálfbær fyrir félagið.“ Aðstaðan upp á Jaðarsbökkum verður frábær. Þar má finna glænýjan lyftingarsal, rúmgóðir búningsklefar, tvennir klefar sem eru sérhannaðir fyrir fatlaða einstaklinga og margt fleira. Hér að neðan má sjá heimsókn Vísis í nýtt íþróttamannvirki Skagamanna. Klippa: Innlit í nýtt íþróttahús Skagamanna Bónus-deild karla ÍA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Nýtt íþróttahús Skagamanna stendur við knattspyrnuhöllina við Jaðarsbakka, aðeins um fimmtán metrum frá gömlu aðstöðu félagsins og sundlaug bæjarins. Í framtíðinni verða reist göng þar á milli svo allt verði undir sama þaki. Óskar Þór Þorsteinsson er þjálfari ÍA í 1. deild karla í körfubolta en liðið tryggði sér upp í efstu deild með sigri á Fjölni á föstudagskvöldið. ÍA féll tímabilið 1999-2000 og fór meira að segja alla leið niður í C-deildina. Liðið var í C-deildinni tímabilið 2020-21 en uppbyggingin hefur verið hröð síðustu ár. „Þetta var auðvitað bara fáránlega mikil gleði í ég hef verið að taka þetta inn síðustu daga,“ segir Óskar Þór þegar hann tók á móti blaðamanni Vísis og Sigurjóni Ólasyni tökumanni í nýju húsi í gær. „Okkur var ekki spáð góðu gengi en okkur hefur gengið ótrúlega vel í vetur og sérstaklega eftir áramót. Við erum með mjög sterkan hóp og hittum vel í útlendingavalinu og fengum tvo frábæra gaura inn og við erum bara með sterkt lið.“ Skagamenn spiluðu á þessu tímabili í íþróttahúsi við Vesturgötuna á Skaganum. En á næsta tímabili verður aðstaðan allt önnur. Tuttugu og fimm ára bið á enda „Vesturgatan er búin að vera frábær fyrir okkur, sérstaklega í vetur þar sem það var alltaf frábær mæting og geðveik stemning þarna inni. En þetta opnar svo mikla möguleika fyrir þetta félag, að stækka til framtíðar og koma okkur á þann stað sem við viljum vera,“ segir Óskar sem vonast til að stemningin í nýja húsinu verði enn betri. „Fólki hefur alltaf verið að fjölga og fjölga hjá okkur og vonandi fáum við bara fullt hús hérna líka. Við erum búnir að bíða núna í tuttugu og fimm ár eftir að komast aftur upp og allir ótrúlega ánægðir með það en til lengdar viljum við vera félag sem er að berjast í efstu deild og gera stóra hluti. Og það þarf að gerast rétt og við getum ekki bara hent inn fullt af peningum í eitt ár og við þurfum að finna leið sem er sjálfbær fyrir félagið.“ Aðstaðan upp á Jaðarsbökkum verður frábær. Þar má finna glænýjan lyftingarsal, rúmgóðir búningsklefar, tvennir klefar sem eru sérhannaðir fyrir fatlaða einstaklinga og margt fleira. Hér að neðan má sjá heimsókn Vísis í nýtt íþróttamannvirki Skagamanna. Klippa: Innlit í nýtt íþróttahús Skagamanna
Bónus-deild karla ÍA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum