Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar 12. mars 2025 13:00 Eitt öflugasta verkfærið sem við höfum í almannatengslum (PR) og samskiptum er endurtekning. Stór hluti almannatengsla snýst um að breyta viðhorfum, og við sem vinnum við þetta þekkjum að þurfa að endurtaka sama hlutinn aftur og aftur, með mismunandi aðferðum og í gegnum mismunandi miðla/boðrásir til þess að ná í gegn. Þetta er hluti af fortölutækni (e. persuasive techniques) en er líka ein ástæða þess að almannatengsl og ógreidd miðlun krefjast langtímastefnumótunar – það tekur einfaldlega lengri tíma að sjá árangur og sömu skilaboðin þurfa að koma oftar fram til að ná jafn mikilli dekkun og t.d. í greiddri miðlun. En endurtekningin er þó tvíeggja sverð og þar koma endurtekningaráhrif (e. illusory truth effect) inn í reikninginn. Hugtakið snýr að því að fólk er líklegra til að trúa einhverju, burtséð frá sannindum, eingöngu vegna þess að það hefur heyrt sama hlutinn nægilega oft. Sömu sögunni er sem sagt haldið endurtekið á lofti, ekkert bendir til sanninda en samt verður hún að „raunverleika“ hjá mörgum og getur þannig orðið lífseig. Upplýsinga-uppvakningar Það er alvarlegt umhugsunarefni að ekki þurfi meira en nokkrar endurtekningar til að sannfæra okkur, en vitsmunaleg leti (e. cognitive laziness) okkar sem samfélags fer einnig vaxandi sem hjálpar ekki. Gagnrýnin hugsun virðist líka vera á miklu undanhaldi svo að mögulega þarf ekki einu sinni það margar endurtekningar til. Að auki koma svefnáhrifin (e. sleeper effect) til sögunnar þar sem að fólk hættir að gera greinamun á áreiðanlegum og óáreiðanlegum upplýsingaveitum, þ.e. falsfrétt frá óáreiðanlegri heimild er slitin í sundur frá upprunaheimildinni og breytist smám saman í „sannleik“ í huga fólks. Þetta er vegna þess að, þrátt fyrir að við séum meðvituð um að upplýsingar gætu verið rangar, er geta okkar til að greina á milli ansi takmörkuð – sérstaklega þegar smá tími er liðinn og það fer að fenna yfir upprunann. Mætti jafnvel segja að við séum að verða að einhverskonar uppvakningum í ofhleðslu upplýsinga? Aftur að endurtekningunum. Þó að þær séu notaðar í almannatengslum og fyrirtækjum (t.d. með því að byggja upp orðspor og fletta ofan af krísum) og fjölmiðlum, bregður þessu fyrirbæri líka mikið fyrir í stjórnmálum þar sem sömu rangfærslurnar eru endurteknar nægilega oft þar til þær verða „staðreyndir“ í huga almennings. Sannfæringin verður svo enn auðveldari ef spilað er inn á skautun eða vitræna hlutdrægni (e. cognitive bias), þ.e. skoðanir og sleggjudóma sem eru nú þegar til staðar. Sumir nýta sér þessa taktík – og veikleika okkar sem upplýsinganeytenda – meira en aðrir, en engin nöfn skulu hér nefnd að sinni. Þegar tilfinningar og skoðanir skipta meira máli en staðreyndir Þessi þróun og ástand er ein af ástæðunum fyrir því að í dag er talað um að við lifum á svokölluðum „post-truth“ eða „handan-sannleiks“ tíma í stjórnmálasögunni, þar sem að fólk fylkist saman á grundvelli tilfinninga og oft andúðar gagnvart hinni hliðinni, frekar en á grundvelli staðreynda. Þetta eykur svo enn frekar á skautun og fjandsemi milli andstæðra sjónarmiða, og það er því miður orðið óalgeng sjón að sjá fólk ræða saman á málefnalegum og borgaralegum grundvelli. Þetta er því áminning um þá ábyrgð sem fylgir því að starfa í almannatengslum. Við vinnum með orðspor, skynjun og traust sem er allt vandmeðfarið. Það er auðvelt að misnota endurtekningaráhrifin og ein ástæða þess að siðferðileg og fagleg vinnubrögð skipta öllu máli. Það er ekki síður mikilvægt að byggja á staðreyndum og tryggja bæði heiðarleika og gagnsæi, en þetta er grundvöllur þess að hægt sé að byggja upp varanlegt traust. Sem sagt: Endurtekningaráhrif geta verið gott tól fyrir sérfræðinga á sviði samskipta til að nýta sér endurtekningu til sannfæringar og nýta til góðs. Þess þá heldur er nauðsynlegt að fólk sem vinnur við að hafa áhrif á umræðu og breyta viðhorfum (eins og í fjölmiðlum og almannatengslum) séu með háan siðferðisþröskuld og starfi helst eftir einhverskonar siðareglum. Í draumaheimi ætti það sama auðvitað að gilda um stjórnmálafólk- og flokka, og þannig væri hægt að koma í veg fyrir misnotkun upplýsingavalds – en það verður ólíklega á næstunni. Höfundur er ráðgjafi í almannatengslum hjá Cohn&Wolfe á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Eitt öflugasta verkfærið sem við höfum í almannatengslum (PR) og samskiptum er endurtekning. Stór hluti almannatengsla snýst um að breyta viðhorfum, og við sem vinnum við þetta þekkjum að þurfa að endurtaka sama hlutinn aftur og aftur, með mismunandi aðferðum og í gegnum mismunandi miðla/boðrásir til þess að ná í gegn. Þetta er hluti af fortölutækni (e. persuasive techniques) en er líka ein ástæða þess að almannatengsl og ógreidd miðlun krefjast langtímastefnumótunar – það tekur einfaldlega lengri tíma að sjá árangur og sömu skilaboðin þurfa að koma oftar fram til að ná jafn mikilli dekkun og t.d. í greiddri miðlun. En endurtekningin er þó tvíeggja sverð og þar koma endurtekningaráhrif (e. illusory truth effect) inn í reikninginn. Hugtakið snýr að því að fólk er líklegra til að trúa einhverju, burtséð frá sannindum, eingöngu vegna þess að það hefur heyrt sama hlutinn nægilega oft. Sömu sögunni er sem sagt haldið endurtekið á lofti, ekkert bendir til sanninda en samt verður hún að „raunverleika“ hjá mörgum og getur þannig orðið lífseig. Upplýsinga-uppvakningar Það er alvarlegt umhugsunarefni að ekki þurfi meira en nokkrar endurtekningar til að sannfæra okkur, en vitsmunaleg leti (e. cognitive laziness) okkar sem samfélags fer einnig vaxandi sem hjálpar ekki. Gagnrýnin hugsun virðist líka vera á miklu undanhaldi svo að mögulega þarf ekki einu sinni það margar endurtekningar til. Að auki koma svefnáhrifin (e. sleeper effect) til sögunnar þar sem að fólk hættir að gera greinamun á áreiðanlegum og óáreiðanlegum upplýsingaveitum, þ.e. falsfrétt frá óáreiðanlegri heimild er slitin í sundur frá upprunaheimildinni og breytist smám saman í „sannleik“ í huga fólks. Þetta er vegna þess að, þrátt fyrir að við séum meðvituð um að upplýsingar gætu verið rangar, er geta okkar til að greina á milli ansi takmörkuð – sérstaklega þegar smá tími er liðinn og það fer að fenna yfir upprunann. Mætti jafnvel segja að við séum að verða að einhverskonar uppvakningum í ofhleðslu upplýsinga? Aftur að endurtekningunum. Þó að þær séu notaðar í almannatengslum og fyrirtækjum (t.d. með því að byggja upp orðspor og fletta ofan af krísum) og fjölmiðlum, bregður þessu fyrirbæri líka mikið fyrir í stjórnmálum þar sem sömu rangfærslurnar eru endurteknar nægilega oft þar til þær verða „staðreyndir“ í huga almennings. Sannfæringin verður svo enn auðveldari ef spilað er inn á skautun eða vitræna hlutdrægni (e. cognitive bias), þ.e. skoðanir og sleggjudóma sem eru nú þegar til staðar. Sumir nýta sér þessa taktík – og veikleika okkar sem upplýsinganeytenda – meira en aðrir, en engin nöfn skulu hér nefnd að sinni. Þegar tilfinningar og skoðanir skipta meira máli en staðreyndir Þessi þróun og ástand er ein af ástæðunum fyrir því að í dag er talað um að við lifum á svokölluðum „post-truth“ eða „handan-sannleiks“ tíma í stjórnmálasögunni, þar sem að fólk fylkist saman á grundvelli tilfinninga og oft andúðar gagnvart hinni hliðinni, frekar en á grundvelli staðreynda. Þetta eykur svo enn frekar á skautun og fjandsemi milli andstæðra sjónarmiða, og það er því miður orðið óalgeng sjón að sjá fólk ræða saman á málefnalegum og borgaralegum grundvelli. Þetta er því áminning um þá ábyrgð sem fylgir því að starfa í almannatengslum. Við vinnum með orðspor, skynjun og traust sem er allt vandmeðfarið. Það er auðvelt að misnota endurtekningaráhrifin og ein ástæða þess að siðferðileg og fagleg vinnubrögð skipta öllu máli. Það er ekki síður mikilvægt að byggja á staðreyndum og tryggja bæði heiðarleika og gagnsæi, en þetta er grundvöllur þess að hægt sé að byggja upp varanlegt traust. Sem sagt: Endurtekningaráhrif geta verið gott tól fyrir sérfræðinga á sviði samskipta til að nýta sér endurtekningu til sannfæringar og nýta til góðs. Þess þá heldur er nauðsynlegt að fólk sem vinnur við að hafa áhrif á umræðu og breyta viðhorfum (eins og í fjölmiðlum og almannatengslum) séu með háan siðferðisþröskuld og starfi helst eftir einhverskonar siðareglum. Í draumaheimi ætti það sama auðvitað að gilda um stjórnmálafólk- og flokka, og þannig væri hægt að koma í veg fyrir misnotkun upplýsingavalds – en það verður ólíklega á næstunni. Höfundur er ráðgjafi í almannatengslum hjá Cohn&Wolfe á Íslandi.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar