Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar 12. mars 2025 13:31 Í framsögum frambjóðenda í rektorskosningum Háskóla Íslands sem fram fara dagana 18. og 19. mars, hefur umræðan að miklu leyti snúist um fjárhagsstöðu Háskólans, mikilvægi samkeppnishæfra launa og starfsumhverfis sem dregur úr álagi og streitu. Þetta eru vissulega brýnar áskoranir sem nýr rektor þarf að takast á við. En Háskóli Íslands stendur jafnframt frammi fyrir hröðum samfélagslegum og tæknilegum breytingum sem kalla á skýra hugsun og forystu um framtíð háskólastarfs. Þessar öru breytingar eru jafnframt tækifæri til þess að endurmeta og sýna fram á raunverulegt gildi háskólanáms. Með áherslu á þverfræðilega samvinnu, gagnrýna hugsun og tækifæri til þess að styrkja nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum í hagnýtum og skapandi verkefnum. Í heimi þar sem misvísandi upplýsingar og falsfréttir eru áberandi, er þörfin fyrir gagnrýna hugsun mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Hlutverk háskóla er ekki aðeins að miðla þekkingu til nemenda heldur þjálfa þau í því að meta upplýsingar, tileinka sér ólík sjónarmið og taka á upplýstan hátt þátt í samfélagslegum umræðum og áskorunum. Háskóli Íslands þarf á rektor að halda sem skilur ólíkar fræðigreinar og styður við fjölbreyttar rannsóknir og kennslu. Bakgrunnur Kolbrúnar í hugvísindum, þekking hennar á félagsvísindum og menntunarfræðum, ásamt víðtækri reynslu hennar af stjórnun innan Háskólans, gera hana að sterkum leiðtoga fyrir háskólasamfélagið allt. Kolbrún er meðvituð um að til þess að takast á við þær áskoranir sem Háskólinn og samfélagið allt stendur frammi fyrir, í tækni og loftslagsmálum, þurfum við að vinna saman þvert á fræðasvið. Kolbrún hefur unnið náið með öllum fræðasviðum skólans að því að styrkja og þróa þverfaglegt samstarf. Þar má til að mynda nefna innleiðingu á þverfræðilegum akademískum stöðum innan Háskóla Íslands, þar sem þekking af öllum fræðisviðum nýtist til að styrkja kennarmenntun á Íslandi. Þessi áhersla á samstarf þvert á svið Háskólans undirstrikar hæfni Kolbrúnar til að byggja upp sterkt og samheldið háskólasamfélag. Áhersla Kolbrúnar á samfélagslega nýsköpun undirstrikar enn fremur reynslu hennar sem sviðsforseti af því að brúa bilið á milli rannsókna og samfélags. Við lifum á tímum þar sem háskólar um allan heim þurfa að laga sig að örum samfélags- og tæknibreytingum. Gervigreind, sjálfvirkni og stafrænar lausnir breyta starfsháttum fræðasamfélagsins og kalla á nýjar áherslur í kennslu og rannsóknum. Kolbrún hefur sýnt að hún skilur þessar áskoranir og er tilbúin að leiða Háskóla Íslands inn í framtíðina með stefnu sem byggist á því að setja starfsfólk og nemendur í fyrirrúm og efla rannsóknir og kennslu Háskólans fyrir samfélagið allt. Ég hef þekkt Kolbrúnu í rúmlega þrjá áratugi, allt frá því að við hófum báðar nám í heimspeki árið 1992. Strax þá var ljóst að hún bjó yfir einstökum hæfileikum til að greina kjarnann frá hisminu, nálgast viðfangsefni af yfirvegun og taka ígrundaðar og sanngjarnar ákvarðanir. Í störfum sínum sem forseti Menntavísindasviðs hefur hún tekist á við flóknar áskoranir og sýnt að hún er fær um að leiða umfangsmiklar breytingar með fagmennsku og af festu. Kolbrún hefur til að bera mikla reynslu af stjórnun og skilningi á akademísku starfi sem er hvoru tveggja nauðsynlegt í starfi rektors. Ég styð framboð hennar heilshugar og hvet háskólasamfélagið til að gera slíkt hið sama. Höfundur er prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Sjá meira
Í framsögum frambjóðenda í rektorskosningum Háskóla Íslands sem fram fara dagana 18. og 19. mars, hefur umræðan að miklu leyti snúist um fjárhagsstöðu Háskólans, mikilvægi samkeppnishæfra launa og starfsumhverfis sem dregur úr álagi og streitu. Þetta eru vissulega brýnar áskoranir sem nýr rektor þarf að takast á við. En Háskóli Íslands stendur jafnframt frammi fyrir hröðum samfélagslegum og tæknilegum breytingum sem kalla á skýra hugsun og forystu um framtíð háskólastarfs. Þessar öru breytingar eru jafnframt tækifæri til þess að endurmeta og sýna fram á raunverulegt gildi háskólanáms. Með áherslu á þverfræðilega samvinnu, gagnrýna hugsun og tækifæri til þess að styrkja nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum í hagnýtum og skapandi verkefnum. Í heimi þar sem misvísandi upplýsingar og falsfréttir eru áberandi, er þörfin fyrir gagnrýna hugsun mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Hlutverk háskóla er ekki aðeins að miðla þekkingu til nemenda heldur þjálfa þau í því að meta upplýsingar, tileinka sér ólík sjónarmið og taka á upplýstan hátt þátt í samfélagslegum umræðum og áskorunum. Háskóli Íslands þarf á rektor að halda sem skilur ólíkar fræðigreinar og styður við fjölbreyttar rannsóknir og kennslu. Bakgrunnur Kolbrúnar í hugvísindum, þekking hennar á félagsvísindum og menntunarfræðum, ásamt víðtækri reynslu hennar af stjórnun innan Háskólans, gera hana að sterkum leiðtoga fyrir háskólasamfélagið allt. Kolbrún er meðvituð um að til þess að takast á við þær áskoranir sem Háskólinn og samfélagið allt stendur frammi fyrir, í tækni og loftslagsmálum, þurfum við að vinna saman þvert á fræðasvið. Kolbrún hefur unnið náið með öllum fræðasviðum skólans að því að styrkja og þróa þverfaglegt samstarf. Þar má til að mynda nefna innleiðingu á þverfræðilegum akademískum stöðum innan Háskóla Íslands, þar sem þekking af öllum fræðisviðum nýtist til að styrkja kennarmenntun á Íslandi. Þessi áhersla á samstarf þvert á svið Háskólans undirstrikar hæfni Kolbrúnar til að byggja upp sterkt og samheldið háskólasamfélag. Áhersla Kolbrúnar á samfélagslega nýsköpun undirstrikar enn fremur reynslu hennar sem sviðsforseti af því að brúa bilið á milli rannsókna og samfélags. Við lifum á tímum þar sem háskólar um allan heim þurfa að laga sig að örum samfélags- og tæknibreytingum. Gervigreind, sjálfvirkni og stafrænar lausnir breyta starfsháttum fræðasamfélagsins og kalla á nýjar áherslur í kennslu og rannsóknum. Kolbrún hefur sýnt að hún skilur þessar áskoranir og er tilbúin að leiða Háskóla Íslands inn í framtíðina með stefnu sem byggist á því að setja starfsfólk og nemendur í fyrirrúm og efla rannsóknir og kennslu Háskólans fyrir samfélagið allt. Ég hef þekkt Kolbrúnu í rúmlega þrjá áratugi, allt frá því að við hófum báðar nám í heimspeki árið 1992. Strax þá var ljóst að hún bjó yfir einstökum hæfileikum til að greina kjarnann frá hisminu, nálgast viðfangsefni af yfirvegun og taka ígrundaðar og sanngjarnar ákvarðanir. Í störfum sínum sem forseti Menntavísindasviðs hefur hún tekist á við flóknar áskoranir og sýnt að hún er fær um að leiða umfangsmiklar breytingar með fagmennsku og af festu. Kolbrún hefur til að bera mikla reynslu af stjórnun og skilningi á akademísku starfi sem er hvoru tveggja nauðsynlegt í starfi rektors. Ég styð framboð hennar heilshugar og hvet háskólasamfélagið til að gera slíkt hið sama. Höfundur er prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun