Innlent

Bein út­sending: Kynnir nýtt á­tak stjórn­valda í ­leit og nýtingu á jarð­hita

Atli Ísleifsson skrifar
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, kynnir átakið á fundinum sem hefst klukkan 13.
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, kynnir átakið á fundinum sem hefst klukkan 13. Vísir/Vilhelm

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun kynna nýtt jarðhitaátak stjórnvalda sem sagt er það stærsta sem stjórnvöld hafi skipulagt á þessari öld, á fundi sem hefst klukkan 13.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að á átakinu verði áhersla lögð á hin svo nefndu köldu svæði þar sem rafmagn sé nýtt til húshitunar.

Auk ráðherra taka til máls Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, og Vilhjálmur Hilmarsson, stjórnarformaður Loftslags- og orkusjóðs.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×