Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. mars 2025 11:46 Alma Möller, heilbrigðisráðherra, segir að mikilvægt sé að stytta biðlista fyrir börn og þess vegna ákvað hún að veita Heilsuskólnum aukafjárveitingu. Með henni tókst að stytta fimmtán mánaða biðlista niður í tíu mánuði. Vísir/einar Heilbrigðisráðherra segir brýnt að stytta bið fyrir börn og því hún ákveðið að styðja við Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins sem styður við börn með offitu. Hún hyggst skipa starfshóp sem er falið að kortleggja nýjar áskoranir í lýðheilsu barna. Á dögunum hlaut Heilsuskóli Barnaspítala Hringsins aukafjárveitingu upp á 36 milljónir króna. Heilsuskólinn býður börnum með offitu, og fjölskyldum þeirra, upp á þverfaglega þjónustu. Í kvöldfréttum Stöðva 2 var rætt við barnalækni sem starfar hjá Heilsuskólanum sem sagði okkur að um sjötíu börn væru á biðlista eftir þjónustunni. „Þeir hafa verið að lengjast og Heilsuskólinn er með fína þverfaglega meðferð fyrir þessi börn og við ætlumst líka til að þau séu bakhjarl fyrir teymi annars staðar á landinu. Það er til dæmis komin svona móttaka hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og það er mikilvægt að breiða út það sem gengur vel,“ segir Alma Möller, heilbrigðisráðherra. Hlutfall barna með offitu hefur verið að aukast mjög hin síðustu ár og nú er svo komið að 7,5 prósent þeirra eru með offitu. Fimmtíu börn sem eru í þjónustu hjá Heilsuskólanum hafa notað þyngdarstjórnunarlyf á borð við Ozempic sem hefur gefið góða raun hjá þeim börnum sem ekkert annað hefur virkað fyrir. „Við sjáum að börnin okkar eru að þyngjast og það er mjög brýnt að grípa inn í snemma því ofþyngd tengist margskonar heilsufarslegum vandamálum og þetta er auðvitað í góðu samræmi við stefnu ríkisstjórnar um að stytta bið fyrir börn, hvar sem á er litið,“ segir Alma um aukafjárveitinguna. Starfshópur mun kortleggja nýjar áskoranir í lýðheilsu Alma var spurð hvort ekki væri einnig rétt að efla forvarnir og grípa inn í á fyrri stigum. „Jú, það er alveg hárrétt og núna liggur fyrir skýrsla aum offituvandann og hvað þurfi að gera bæði varðandi forvarnir og meðferð. Það er nýkominn til starfa í heilbrigðisráðuneytið verkefnastjóri sem er að fara í gegnum þetta en forvarnir eru svo margt. Það er mikilvægt að fræða um mataræði, auka aðgengi að hollum mat, það eru forvarnir og nú eru orðnar ókeypis skólamáltíðir og lykilatriði að þær séu hollar og svo er það hreyfing og margt, margt fleira.“ „Ég er núna að skipa hóp sem á að kortleggja nýjar áskoranir í lýðheilsu barna og það verður fjallað um þetta sérstaklega, en til dæmis markaðssetning óhollustu gagnvart börnum er í mörgum löndum vandamál,“ segir Alma Möller, heilbrigðisráðherra. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Rúmlega sjö af hverjum hundrað íslenskum börnum glíma við offitu sem er vaxandi vandamál hér á landi. Hlutfallið er hærra á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Sjötíu börn bíða nú eftir því að komast í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins en aukafjárveiting hefur orðið til þess að unnt er að stytta biðlista. 12. mars 2025 20:02 Börnin bíða, bíða og bíða Börnum sem bíða eftir því að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna eða í greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð fjölgar á milli ára. Biðtíminn er ekki mældur í dögum, vikum eða mánuðum heldur árum. 11. september 2024 15:58 Kallar eftir aðgerðum vegna aukinnar offitu barna: „Hægt að snúa þróuninni við“ Barnalæknir, sem hefur sérhæft sig í offitu barna, segir nauðsynlegt að við förum að setjast niður og skoða það hvernig hægt sé að breyta lífsvenjum og lífsstíl til þess að snúa þeirri þróun við að sífellt fleiri börn séu með ofþyngd. Hann segir að málið sé flókið og tengist aukin ofþyngd barna ekki aðeins mataræði og hreyfingu. 15. mars 2021 17:51 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Sjá meira
Á dögunum hlaut Heilsuskóli Barnaspítala Hringsins aukafjárveitingu upp á 36 milljónir króna. Heilsuskólinn býður börnum með offitu, og fjölskyldum þeirra, upp á þverfaglega þjónustu. Í kvöldfréttum Stöðva 2 var rætt við barnalækni sem starfar hjá Heilsuskólanum sem sagði okkur að um sjötíu börn væru á biðlista eftir þjónustunni. „Þeir hafa verið að lengjast og Heilsuskólinn er með fína þverfaglega meðferð fyrir þessi börn og við ætlumst líka til að þau séu bakhjarl fyrir teymi annars staðar á landinu. Það er til dæmis komin svona móttaka hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og það er mikilvægt að breiða út það sem gengur vel,“ segir Alma Möller, heilbrigðisráðherra. Hlutfall barna með offitu hefur verið að aukast mjög hin síðustu ár og nú er svo komið að 7,5 prósent þeirra eru með offitu. Fimmtíu börn sem eru í þjónustu hjá Heilsuskólanum hafa notað þyngdarstjórnunarlyf á borð við Ozempic sem hefur gefið góða raun hjá þeim börnum sem ekkert annað hefur virkað fyrir. „Við sjáum að börnin okkar eru að þyngjast og það er mjög brýnt að grípa inn í snemma því ofþyngd tengist margskonar heilsufarslegum vandamálum og þetta er auðvitað í góðu samræmi við stefnu ríkisstjórnar um að stytta bið fyrir börn, hvar sem á er litið,“ segir Alma um aukafjárveitinguna. Starfshópur mun kortleggja nýjar áskoranir í lýðheilsu Alma var spurð hvort ekki væri einnig rétt að efla forvarnir og grípa inn í á fyrri stigum. „Jú, það er alveg hárrétt og núna liggur fyrir skýrsla aum offituvandann og hvað þurfi að gera bæði varðandi forvarnir og meðferð. Það er nýkominn til starfa í heilbrigðisráðuneytið verkefnastjóri sem er að fara í gegnum þetta en forvarnir eru svo margt. Það er mikilvægt að fræða um mataræði, auka aðgengi að hollum mat, það eru forvarnir og nú eru orðnar ókeypis skólamáltíðir og lykilatriði að þær séu hollar og svo er það hreyfing og margt, margt fleira.“ „Ég er núna að skipa hóp sem á að kortleggja nýjar áskoranir í lýðheilsu barna og það verður fjallað um þetta sérstaklega, en til dæmis markaðssetning óhollustu gagnvart börnum er í mörgum löndum vandamál,“ segir Alma Möller, heilbrigðisráðherra.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Rúmlega sjö af hverjum hundrað íslenskum börnum glíma við offitu sem er vaxandi vandamál hér á landi. Hlutfallið er hærra á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Sjötíu börn bíða nú eftir því að komast í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins en aukafjárveiting hefur orðið til þess að unnt er að stytta biðlista. 12. mars 2025 20:02 Börnin bíða, bíða og bíða Börnum sem bíða eftir því að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna eða í greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð fjölgar á milli ára. Biðtíminn er ekki mældur í dögum, vikum eða mánuðum heldur árum. 11. september 2024 15:58 Kallar eftir aðgerðum vegna aukinnar offitu barna: „Hægt að snúa þróuninni við“ Barnalæknir, sem hefur sérhæft sig í offitu barna, segir nauðsynlegt að við förum að setjast niður og skoða það hvernig hægt sé að breyta lífsvenjum og lífsstíl til þess að snúa þeirri þróun við að sífellt fleiri börn séu með ofþyngd. Hann segir að málið sé flókið og tengist aukin ofþyngd barna ekki aðeins mataræði og hreyfingu. 15. mars 2021 17:51 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Sjá meira
Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Rúmlega sjö af hverjum hundrað íslenskum börnum glíma við offitu sem er vaxandi vandamál hér á landi. Hlutfallið er hærra á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Sjötíu börn bíða nú eftir því að komast í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins en aukafjárveiting hefur orðið til þess að unnt er að stytta biðlista. 12. mars 2025 20:02
Börnin bíða, bíða og bíða Börnum sem bíða eftir því að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna eða í greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð fjölgar á milli ára. Biðtíminn er ekki mældur í dögum, vikum eða mánuðum heldur árum. 11. september 2024 15:58
Kallar eftir aðgerðum vegna aukinnar offitu barna: „Hægt að snúa þróuninni við“ Barnalæknir, sem hefur sérhæft sig í offitu barna, segir nauðsynlegt að við förum að setjast niður og skoða það hvernig hægt sé að breyta lífsvenjum og lífsstíl til þess að snúa þeirri þróun við að sífellt fleiri börn séu með ofþyngd. Hann segir að málið sé flókið og tengist aukin ofþyngd barna ekki aðeins mataræði og hreyfingu. 15. mars 2021 17:51