Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. mars 2025 00:04 Óalgengt er að Rússlandsforseti klæðist herklæðum í opinberum heimsóknum sínum. Hann er sagður hafa heimsótt stjórnstöð í Kúrsk í kvöld. EPA Vladimír Pútín Rússlandsforseti er staddur í Kúrskhéraði í Rússlandi í fyrsta skipti síðan Úkraínuher réðist skyndilega inn í héraðið í ágúst í fyrra. Harðir bardagar hafa átt sér stað frá innrás Úkraínuhers í Kúrsk. Rússar hafa undanfarnar vikur sölsað undir sig landsvæði í héraðinu. BBC hefur eftir Valery Gerasimov yfirhershöfðingja í Rússlandi að Rússar hafi nú endurheimt um 1100 ferkílómetra af landsvæðinu og fangað um 430 úkraínska hermenn á svæðinu. Rússnesk yfirvöld segjast meðal annars hafa náð yfirráðum yfir borginni Sudzha í héraðinu, sem úkraínsk yfirvöld segja ekki rétt. Fyrr í dag bárust fréttir af því að úkraínskir hermenn væru að hörfa frá yfirráðasvæðinu þeirra í Kúrsk, flestar byggðir sem Úkraínumenn hafi haldið í Kúrsk væru orðnar tómar. Pútín hefur enn ekki brugðist við vopnahléstillögu sem Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði Úkraínumenn hafa samþykkt í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Hvíta húsinu fer Steve Witkoff sendifulltrúi Trump til Moskvu síðar í vikunni til að ræða tillöguna. Heimildarmenn Reuters sögðu í dag ólíklegt að Pútín samþykkti vopnahléstillögu að svo stöddu, eins og hún liti út í dag. Aftur á móti hefur Pútín farið hörðum orðum um stöðuna í Kursk, þar sem hann er nú staddur klæddur herklæðum, samkvæmt rússneskum miðlum. Hann skipar rússneska hernum að ná fullum yfirráðum yfir héraðinu á ný. Þá segir hann að farið verði með úkraínska hermenn á svæðinu eins og hryðjuverkamenn, frekar en stríðsfanga, samkvæmt rússneskum lögum. Í frétt Guardian segir að með ummælunum hafi Pútín gefið í skyn að hermennirnir sem Rússlandsher hefur fangað gætu átt yfir höfði sér margra tuga ára langa fangelsisvist í Rússlandi. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Úkraínskir hermenn eiga í töluverðum vandræðum í Kúrskhéraði í Rússlandi, þar sem yfirráðasvæði þeirra hefur dregist mjög saman. Mögulegt er að hermenn verði umkringdir eða þurfi að hörfa frá bænum Sudzha í héraðinu. 11. mars 2025 09:02 Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Afstaða Rússlands ræðst ekki af samþykktum eða viðleitni aðila utan Rússlands, heldur innan Rússlands. Þetta sagði Maria Zakharova, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, í morgun. 12. mars 2025 07:42 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Sjá meira
Harðir bardagar hafa átt sér stað frá innrás Úkraínuhers í Kúrsk. Rússar hafa undanfarnar vikur sölsað undir sig landsvæði í héraðinu. BBC hefur eftir Valery Gerasimov yfirhershöfðingja í Rússlandi að Rússar hafi nú endurheimt um 1100 ferkílómetra af landsvæðinu og fangað um 430 úkraínska hermenn á svæðinu. Rússnesk yfirvöld segjast meðal annars hafa náð yfirráðum yfir borginni Sudzha í héraðinu, sem úkraínsk yfirvöld segja ekki rétt. Fyrr í dag bárust fréttir af því að úkraínskir hermenn væru að hörfa frá yfirráðasvæðinu þeirra í Kúrsk, flestar byggðir sem Úkraínumenn hafi haldið í Kúrsk væru orðnar tómar. Pútín hefur enn ekki brugðist við vopnahléstillögu sem Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði Úkraínumenn hafa samþykkt í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Hvíta húsinu fer Steve Witkoff sendifulltrúi Trump til Moskvu síðar í vikunni til að ræða tillöguna. Heimildarmenn Reuters sögðu í dag ólíklegt að Pútín samþykkti vopnahléstillögu að svo stöddu, eins og hún liti út í dag. Aftur á móti hefur Pútín farið hörðum orðum um stöðuna í Kursk, þar sem hann er nú staddur klæddur herklæðum, samkvæmt rússneskum miðlum. Hann skipar rússneska hernum að ná fullum yfirráðum yfir héraðinu á ný. Þá segir hann að farið verði með úkraínska hermenn á svæðinu eins og hryðjuverkamenn, frekar en stríðsfanga, samkvæmt rússneskum lögum. Í frétt Guardian segir að með ummælunum hafi Pútín gefið í skyn að hermennirnir sem Rússlandsher hefur fangað gætu átt yfir höfði sér margra tuga ára langa fangelsisvist í Rússlandi.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Úkraínskir hermenn eiga í töluverðum vandræðum í Kúrskhéraði í Rússlandi, þar sem yfirráðasvæði þeirra hefur dregist mjög saman. Mögulegt er að hermenn verði umkringdir eða þurfi að hörfa frá bænum Sudzha í héraðinu. 11. mars 2025 09:02 Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Afstaða Rússlands ræðst ekki af samþykktum eða viðleitni aðila utan Rússlands, heldur innan Rússlands. Þetta sagði Maria Zakharova, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, í morgun. 12. mars 2025 07:42 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Úkraínskir hermenn eiga í töluverðum vandræðum í Kúrskhéraði í Rússlandi, þar sem yfirráðasvæði þeirra hefur dregist mjög saman. Mögulegt er að hermenn verði umkringdir eða þurfi að hörfa frá bænum Sudzha í héraðinu. 11. mars 2025 09:02
Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Afstaða Rússlands ræðst ekki af samþykktum eða viðleitni aðila utan Rússlands, heldur innan Rússlands. Þetta sagði Maria Zakharova, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, í morgun. 12. mars 2025 07:42