Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. mars 2025 17:44 Vinnningshafar kvöldsins. Frá vinstri: Berghildur Erla Bernharðsdóttir, Eva Björk Benediktsdóttir, RÚV, Sunna Ósk Logadóttir og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Heimildinni, og Freyr Gígja Gunnarsson, RÚV. Ragnheiður Aðalsteinsdóttir Blaðamannaverðlaunin voru veitt fyrr í kvöld. Berghildur Erla Bernharðsdóttir, blaðamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, hlaut verðlaun fyrir umfjöllun ársins fyrir þættina Vistheimilin. „Rannsóknarvinna blaðamannsins skín í gegn í ítarlegum og vönduðum þáttum þar sem viðmælendur stíga fram og ræða þungbæra lífsreynslu, margir hverjir í fyrsta sinn. Fjölmargar aðrar heimildir eru dregnar fram og settar í samhengi. Umfjöllunarefni sem erfitt er að gera myndræn skil en það er leyst á bæði hugmyndaríkan og áhrifamikinn hátt,“ segir í rökstuðningi dómnefndar fyrir verðlaununum. Þættina má nálgast á streymisveitu Stöðvar 2, Stöð 2+. Tilnefnd í sama flokki voru Guðrún Hulda Pálsdóttir, Bændablaðinu fyrir umfjöllun um einokun á íslenskum markaði með koltvísýring sem er nauðsynlegur í ylrækt og Pétur Magnússon, RÚV, Fyrir útvarpsþáttaröðina Skaða. Tvenn verðlaun til RÚV Blaðamannaverðlaun ársins hlaut Freyr Gígja Gunnarsson, RÚV, fyrir fréttaskýringar í Speglinum. „Freyr hefur sýnt einstaka þrautseigju í að krefja stjórnvöld um svör í ýmsum stórum fréttamálum og ítrekað nýtt upplýsingarétt almennings til að draga nýjar upplýsingar fram í dagsljósið og setja þær í samhengi. Kjarnaðist þetta einna helst í umfjöllun Freys um samskipti ráðamanna í aðdraganda þess að brottflutningi Yazan Tamimi var slegið á frest, en málið var síðasti naglinn í líkkistu ríkisstjórnar Framsóknar, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna,“ segir í rökstuðningi dómnefndar. Í sama flokki var Auður Jónsdóttir, Heimildinni, tilnefnd fyrir fjölbreytt viðtöl og umfjallanir, og Hólmfríður María Ragnhildardóttir, Morgunblaðinu og mbl.is, fyrir umfjöllun um skólakerfi í vanda. Verðlaun fyrir viðtal ársins hlaut Eva Björk Benediktsdóttir, RÚV, fyrir viðtal við Hafdísi Báru Óskarsdóttur sem varð fyrir lífshættulegri líkamsárás af hendi barnsföður síns. „Viðmælandinn lýsir því hvernig lögregla brást henni í aðdraganda árásarinnar, en maðurinn hefur nú verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og fleiri brot. Viðmælandi dregur ekkert undan svo úr verður sláandi frásögn, auk þess sem blaðamaður nýtir sjónvarpsmiðilinn á áhrifaríkan hátt,“ segir í rökstuðningi dómnefndar. Tilnefnd í sama flokki voru Erla Hlynsdóttir, Heimildinni, fyrir viðtal við Agnesi M. Sigurðardóttur fyrrverandi biskup og Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fyrir viðtal við Davíð Viðarsson. Ein verðlaun til Heimildarinnar Sunna Ósk Logadóttir og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Heimildinni, hlutu blaðamannaverðlaunin fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins fyrir fréttaskýringar um Running Tide. Í rökstuðningi dómnefndar segir eftirfarandi: „Áhrifamikil umfjöllun sem afhjúpaði skýjaborgir fyrirtækisins Running Tide sem seldi vanhugsaðar lausnir á loftslagsvandanum. Rætt var við fjölda vísindamanna sem gagnrýndu vinnubrögð fyrirtækisins og þá var fjöldamargra gagna aflað við rannsóknina sem vörpuðu ljósi á hvernig bæði stjórnvöld og eftirlitsstofnanir brugðust hlutverki sínu varðandi starfsemi Running Tide. Fyrirtækið hætti starfsemi sinni bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum um það leyti sem umfjöllun Heimildarinnar birtist.“ Tilnefnd voru að auki Jóhann Bjarni Kolbeinsson og Árni Þór Theodórsson, fréttamenn hjá RÚV, fyrir umfjöllun um unga fatlaða einstaklinga sem vistaðir eru á hjúkrunarheimilum, og Urður Örlygsdóttir og Arnar Þórisson, fréttamenn hjá RÚV, fyrir umfjöllun um mansal á matsölustöðum Quang Le. Dómnefndina skipuðu Sunna Kristín Hilmarsdóttir, Brynhildur Ólafsdóttir, Helga Arnardóttir, Jóhann Óli Eiðsson og Pálmi Jónasson. Nefndinni bárust um tvö hundruð ábendingar um mögulegar tilnefningar á vefsíðu Blaðamannafélagsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Fjölmiðlar Sýn Vistheimili Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
„Rannsóknarvinna blaðamannsins skín í gegn í ítarlegum og vönduðum þáttum þar sem viðmælendur stíga fram og ræða þungbæra lífsreynslu, margir hverjir í fyrsta sinn. Fjölmargar aðrar heimildir eru dregnar fram og settar í samhengi. Umfjöllunarefni sem erfitt er að gera myndræn skil en það er leyst á bæði hugmyndaríkan og áhrifamikinn hátt,“ segir í rökstuðningi dómnefndar fyrir verðlaununum. Þættina má nálgast á streymisveitu Stöðvar 2, Stöð 2+. Tilnefnd í sama flokki voru Guðrún Hulda Pálsdóttir, Bændablaðinu fyrir umfjöllun um einokun á íslenskum markaði með koltvísýring sem er nauðsynlegur í ylrækt og Pétur Magnússon, RÚV, Fyrir útvarpsþáttaröðina Skaða. Tvenn verðlaun til RÚV Blaðamannaverðlaun ársins hlaut Freyr Gígja Gunnarsson, RÚV, fyrir fréttaskýringar í Speglinum. „Freyr hefur sýnt einstaka þrautseigju í að krefja stjórnvöld um svör í ýmsum stórum fréttamálum og ítrekað nýtt upplýsingarétt almennings til að draga nýjar upplýsingar fram í dagsljósið og setja þær í samhengi. Kjarnaðist þetta einna helst í umfjöllun Freys um samskipti ráðamanna í aðdraganda þess að brottflutningi Yazan Tamimi var slegið á frest, en málið var síðasti naglinn í líkkistu ríkisstjórnar Framsóknar, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna,“ segir í rökstuðningi dómnefndar. Í sama flokki var Auður Jónsdóttir, Heimildinni, tilnefnd fyrir fjölbreytt viðtöl og umfjallanir, og Hólmfríður María Ragnhildardóttir, Morgunblaðinu og mbl.is, fyrir umfjöllun um skólakerfi í vanda. Verðlaun fyrir viðtal ársins hlaut Eva Björk Benediktsdóttir, RÚV, fyrir viðtal við Hafdísi Báru Óskarsdóttur sem varð fyrir lífshættulegri líkamsárás af hendi barnsföður síns. „Viðmælandinn lýsir því hvernig lögregla brást henni í aðdraganda árásarinnar, en maðurinn hefur nú verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og fleiri brot. Viðmælandi dregur ekkert undan svo úr verður sláandi frásögn, auk þess sem blaðamaður nýtir sjónvarpsmiðilinn á áhrifaríkan hátt,“ segir í rökstuðningi dómnefndar. Tilnefnd í sama flokki voru Erla Hlynsdóttir, Heimildinni, fyrir viðtal við Agnesi M. Sigurðardóttur fyrrverandi biskup og Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fyrir viðtal við Davíð Viðarsson. Ein verðlaun til Heimildarinnar Sunna Ósk Logadóttir og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Heimildinni, hlutu blaðamannaverðlaunin fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins fyrir fréttaskýringar um Running Tide. Í rökstuðningi dómnefndar segir eftirfarandi: „Áhrifamikil umfjöllun sem afhjúpaði skýjaborgir fyrirtækisins Running Tide sem seldi vanhugsaðar lausnir á loftslagsvandanum. Rætt var við fjölda vísindamanna sem gagnrýndu vinnubrögð fyrirtækisins og þá var fjöldamargra gagna aflað við rannsóknina sem vörpuðu ljósi á hvernig bæði stjórnvöld og eftirlitsstofnanir brugðust hlutverki sínu varðandi starfsemi Running Tide. Fyrirtækið hætti starfsemi sinni bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum um það leyti sem umfjöllun Heimildarinnar birtist.“ Tilnefnd voru að auki Jóhann Bjarni Kolbeinsson og Árni Þór Theodórsson, fréttamenn hjá RÚV, fyrir umfjöllun um unga fatlaða einstaklinga sem vistaðir eru á hjúkrunarheimilum, og Urður Örlygsdóttir og Arnar Þórisson, fréttamenn hjá RÚV, fyrir umfjöllun um mansal á matsölustöðum Quang Le. Dómnefndina skipuðu Sunna Kristín Hilmarsdóttir, Brynhildur Ólafsdóttir, Helga Arnardóttir, Jóhann Óli Eiðsson og Pálmi Jónasson. Nefndinni bárust um tvö hundruð ábendingar um mögulegar tilnefningar á vefsíðu Blaðamannafélagsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjölmiðlar Sýn Vistheimili Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum