Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar 13. mars 2025 07:02 18. og 19. mars næstkomandi kjósa nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands sér nýjan rektor. Höfuðmáli skiptir að til starfsins veljist einstaklingur sem getur staðið vörð um gildi háskólans og hafi skýra sýn á hlutverk hans í nútíð og framtíð. Sem æðsti stjórnandi skólans þarf rektor einnig að geta leitt saman ólíka hópa og verið talsmanneskja skólans út á við og við stjórnvöld. Allir rektorsframbjóðendur eru sammála um að til þess að Háskólinn geti rækt hlutverk sitt þurfi að auka fjárveitingar til háskólastigins ásamt því að bæta starfsaðstæður nemenda jafnt sem kennara. Valið sem kjósendur standa frammi fyrir hverfist því ekki um málaskrána sem slíka heldur fremur um það hvaða frambjóðandi er líklegastur til að fylgja þeim málum eftir sem vinna þarf að og ná árangri. Síðastliðinn áratug hef ég fylgst vel með störfum Kolbrúnar Pálsdóttur innan Háskóla Íslands. Hún hefur sem sviðsforseti Menntavísindasviðs sýnt að hún er hvoru tveggja öflugur stjórnandi og sterkur leiðtogi. Hún hefur til að bera skýra sýn á stöðu og hlutverk Háskólans í íslensku samfélagi, jafnframt því að hafa kjark og seiglu til að fylgja málum eftir, ekki síst í samskipum við stjórnvöld. Einmitt þeir eiginleikar í fari hennar munu gagnast Háskóla Íslands til að styrkja stöðu sína og standa vörð um mikilvægi rannsókna og fagmenntunar fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er prófessor við Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
18. og 19. mars næstkomandi kjósa nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands sér nýjan rektor. Höfuðmáli skiptir að til starfsins veljist einstaklingur sem getur staðið vörð um gildi háskólans og hafi skýra sýn á hlutverk hans í nútíð og framtíð. Sem æðsti stjórnandi skólans þarf rektor einnig að geta leitt saman ólíka hópa og verið talsmanneskja skólans út á við og við stjórnvöld. Allir rektorsframbjóðendur eru sammála um að til þess að Háskólinn geti rækt hlutverk sitt þurfi að auka fjárveitingar til háskólastigins ásamt því að bæta starfsaðstæður nemenda jafnt sem kennara. Valið sem kjósendur standa frammi fyrir hverfist því ekki um málaskrána sem slíka heldur fremur um það hvaða frambjóðandi er líklegastur til að fylgja þeim málum eftir sem vinna þarf að og ná árangri. Síðastliðinn áratug hef ég fylgst vel með störfum Kolbrúnar Pálsdóttur innan Háskóla Íslands. Hún hefur sem sviðsforseti Menntavísindasviðs sýnt að hún er hvoru tveggja öflugur stjórnandi og sterkur leiðtogi. Hún hefur til að bera skýra sýn á stöðu og hlutverk Háskólans í íslensku samfélagi, jafnframt því að hafa kjark og seiglu til að fylgja málum eftir, ekki síst í samskipum við stjórnvöld. Einmitt þeir eiginleikar í fari hennar munu gagnast Háskóla Íslands til að styrkja stöðu sína og standa vörð um mikilvægi rannsókna og fagmenntunar fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er prófessor við Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar