Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. mars 2025 06:49 Efnt var til mótmæla í New York í gær vegna handtöku Khalil. Getty/Michael M. Santiago Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið og hyggjast flytja úr landi mann sem fór fyrir mótmælaaðgerðum gegn stríðinu á Gasa á skólalóð Columbia-háskóla í fyrra. „Málfrelsið er takmörkum háð,“ sagði Thomas D. Homan, sem fer fyrir brottflutningi ólöglegra innflytjenda, á fundi í gær. Yfirvöld teldu manninn ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Mahmoud Khalil, 30 ára, er með varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum, svokallað „grænt kort“, lauk mastersnámi frá Columbia í fyrra og er giftur bandarískum ríkisborgara. Hann hefur ekki verið ákærður en hefur hins vegar verið neitað um að ræða við lögmenn sína í einrúmi. Trump hefur lengi hótað því að grípa til aðgerða gegn mótmælendum á háskólalóðum landsins og hefur nú látið til skarar skríða.Getty/Michael M. Santiago Khalil var tals- og samningamaður mótmælenda sem reistu tjaldbúðir á skólalóð Columbia í fyrra. Hann er sakaður um brot gegn innflytjendalöggjöfinni, á þeim forsendum að hafa skaðað utanríkishagsmuni Bandaríkjanna með gyðingaandúð. Framganga stjórnvalda í málinu hefur verið harðlega gagnrýnd af mannréttindasamtökum og þá segir Jamie Raskin, þingmaður Demókrata, um að ræða afar hættulegt fordæmi, sem sé ætlað að hræða aðra til hlýðni. Stephen Vladeck, prófessor við lagastofnun Georgetown University, segir að jafnvel þótt Khalil takist að komast undan því að verða vísað úr landi sé verið að senda þau skilaboð til allra innflytjenda að þeir eigi hættu á handtöku, varðhaldi og jafnvel brottflutningi ef þeir tjá sig gegn stjórnvöldum. New York Times fjallar ítarlega um málið. Bandaríkin Donald Trump Mannréttindi Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Sjá meira
„Málfrelsið er takmörkum háð,“ sagði Thomas D. Homan, sem fer fyrir brottflutningi ólöglegra innflytjenda, á fundi í gær. Yfirvöld teldu manninn ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Mahmoud Khalil, 30 ára, er með varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum, svokallað „grænt kort“, lauk mastersnámi frá Columbia í fyrra og er giftur bandarískum ríkisborgara. Hann hefur ekki verið ákærður en hefur hins vegar verið neitað um að ræða við lögmenn sína í einrúmi. Trump hefur lengi hótað því að grípa til aðgerða gegn mótmælendum á háskólalóðum landsins og hefur nú látið til skarar skríða.Getty/Michael M. Santiago Khalil var tals- og samningamaður mótmælenda sem reistu tjaldbúðir á skólalóð Columbia í fyrra. Hann er sakaður um brot gegn innflytjendalöggjöfinni, á þeim forsendum að hafa skaðað utanríkishagsmuni Bandaríkjanna með gyðingaandúð. Framganga stjórnvalda í málinu hefur verið harðlega gagnrýnd af mannréttindasamtökum og þá segir Jamie Raskin, þingmaður Demókrata, um að ræða afar hættulegt fordæmi, sem sé ætlað að hræða aðra til hlýðni. Stephen Vladeck, prófessor við lagastofnun Georgetown University, segir að jafnvel þótt Khalil takist að komast undan því að verða vísað úr landi sé verið að senda þau skilaboð til allra innflytjenda að þeir eigi hættu á handtöku, varðhaldi og jafnvel brottflutningi ef þeir tjá sig gegn stjórnvöldum. New York Times fjallar ítarlega um málið.
Bandaríkin Donald Trump Mannréttindi Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Sjá meira