„Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2025 08:02 Ísak Steinsson spilar með Drammen í Noregi en hefur spilað með yngri landsliðum Íslands síðustu ár. S2 Sport Markvörðurinn Ísak Steinsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir karlalandsliðið í handbolta í sigri á Grikkjum í undankeppni EM í vikunni. Næst á dagskrá er frumraun hans í Höllinni. Ísak spilaði fyrsta landsleikinn úti í Grikklandi en í dag er komið að fyrsta leik hans í Laugardalshöllinni. Ísland mætir Grikklandi klukkan 16.00 í dag og tryggir sér sæti á Evrópumótinu með sigri. Það er uppselt á leikinn. Geggjað að fá að spila með þeim „Það var bara mjög gaman, að fá að vera með þessu liði, æfa með þeim og að vera á fundum með þeim. Það er síðan bara geggjað að fá að spila með þeim,“ sagði Ísak Steinsson aðspurður um fyrsta A-landsleikinn. Valur Páll Eiríksson hitti Ísak á æfingu og ræddi við hann. Hann kom aðeins við sögu í stórsigrinum út í Grikklandi. „Ég var mjög spenntur. Snorri sagði mér að ég væri að fara inn á og fara að spila með íslenska landsliðinu. Þetta var draumur að rætast,“ sagði Ísak. „Ég hef verið með yngri landsliðunum í nokkur ár og þetta hefur verið draumur minn síðan ég var lítill,“ sagði Ísak en hvernig er að vera með þessum landsliðshópi Íslands. Fylgst með þeim síðan ég var lítill „Þetta er mjög spennandi. Ég hef fylgst með þeim síðan ég var lítill, var að fylgjast með bestu leikmönnunum i heimi í öllum stöðum. Það er líka stórt fyrir mig að fá að vera í marki með Bjögga [Björgvin Páll Gústavsson] sem er búinn að vera í þessu mjög lengi,“ sagði Ísak. „Bjöggi kann allt og svo erum við með Roland [Eradze] sem markmannsþjálfara sem er mjög spennandi fyrir mig,“ sagði Ísak. Hefur Ísak verið mikið á Íslandi í gegnum tíðina? „Ég hef verið með yngri landsliðunum og kem því hingað á hverju sumri til að æfa með þeim áður en við förum út á mótin. Ég bjó líka í hálft ár á Íslandi þegar ég var tólf ára og þá spilaði ég í Val,“ sagði Ísak Verður örugglega mjög skemmtilegt „Ég þekki nú ekki marga hérna í hópnum en þeir eru búnir að taka vel á móti mér og þetta virkar vel,“ sagði Ísak og nú er fram undan leikur í Laugardalshöllinni. „Ég er mjög spenntur. Strákarnir voru að tala um það að þeim þætti það alltaf mjög sérstakt að spila hér heima á Íslandi. Þetta verður því örugglega mjög skemmtilegt,“ sagði Ísak en það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: „Geggjað að fá að spila með þeim“ Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira
Ísak spilaði fyrsta landsleikinn úti í Grikklandi en í dag er komið að fyrsta leik hans í Laugardalshöllinni. Ísland mætir Grikklandi klukkan 16.00 í dag og tryggir sér sæti á Evrópumótinu með sigri. Það er uppselt á leikinn. Geggjað að fá að spila með þeim „Það var bara mjög gaman, að fá að vera með þessu liði, æfa með þeim og að vera á fundum með þeim. Það er síðan bara geggjað að fá að spila með þeim,“ sagði Ísak Steinsson aðspurður um fyrsta A-landsleikinn. Valur Páll Eiríksson hitti Ísak á æfingu og ræddi við hann. Hann kom aðeins við sögu í stórsigrinum út í Grikklandi. „Ég var mjög spenntur. Snorri sagði mér að ég væri að fara inn á og fara að spila með íslenska landsliðinu. Þetta var draumur að rætast,“ sagði Ísak. „Ég hef verið með yngri landsliðunum í nokkur ár og þetta hefur verið draumur minn síðan ég var lítill,“ sagði Ísak en hvernig er að vera með þessum landsliðshópi Íslands. Fylgst með þeim síðan ég var lítill „Þetta er mjög spennandi. Ég hef fylgst með þeim síðan ég var lítill, var að fylgjast með bestu leikmönnunum i heimi í öllum stöðum. Það er líka stórt fyrir mig að fá að vera í marki með Bjögga [Björgvin Páll Gústavsson] sem er búinn að vera í þessu mjög lengi,“ sagði Ísak. „Bjöggi kann allt og svo erum við með Roland [Eradze] sem markmannsþjálfara sem er mjög spennandi fyrir mig,“ sagði Ísak. Hefur Ísak verið mikið á Íslandi í gegnum tíðina? „Ég hef verið með yngri landsliðunum og kem því hingað á hverju sumri til að æfa með þeim áður en við förum út á mótin. Ég bjó líka í hálft ár á Íslandi þegar ég var tólf ára og þá spilaði ég í Val,“ sagði Ísak Verður örugglega mjög skemmtilegt „Ég þekki nú ekki marga hérna í hópnum en þeir eru búnir að taka vel á móti mér og þetta virkar vel,“ sagði Ísak og nú er fram undan leikur í Laugardalshöllinni. „Ég er mjög spenntur. Strákarnir voru að tala um það að þeim þætti það alltaf mjög sérstakt að spila hér heima á Íslandi. Þetta verður því örugglega mjög skemmtilegt,“ sagði Ísak en það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: „Geggjað að fá að spila með þeim“
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Sjá meira