Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. mars 2025 10:10 Tveir þremenningana eru grunaðir um að hafa aflað sér ríflega fimm milljónum króna á árstímabili. Vísir/Vilhelm Mál verður höfðað fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra á hendur þremur einstaklingum fyrir umfangsmikið búðarhnupl í verslunum á Akureyri auk þess að hafa valdið skemmdum á fangaklefa á lögreglustöð. Í Lögbirtingablaðinu kemur það fram að einstaklingarnir, tveir menn og ein kona, verði ákærð fyrir að hafa haft fleiri milljónir af sölu þýfis með því að hnupla ýmsum vörum úr verslunum á borð við Krónuna, Elko og Sports Direct á Akureyri. Annar maðurinn og konan verða meðal annars ákærð fyrir að hafa stolið úr verslun Krónunnar við Tryggvabraut 8 á Akureyri ýmsum matvælum að ótilgreindu verðmæti. Á meðal þess sem stolið var voru dýrir ostar, blóm, nautasteikur og fleira. Nákvæmt verðmæti varanna er ekki vitað en Krónan gerir kröfu um skaðabætur upp á 82.694 krónur. Sú upphæð bliknar þó í samanburði við þá sem Elko gerir á hendur mönnunum tveimur en sú upphæð nemur 809.978 í tveimur liðum en þeim er gefið að sök að hafa stolið fjórum Samsung-snjallsímum og spjaldtölvum í maí ársins 2024. Þá er þremenningunum einnig gefið að sök að hafa stolið vörum og fatnaði úr Sports Direct á Akureyri að verðmæti 253.920 króna. Allt í allt er öðrum manninum og konunni gefið að sök að hafa haft rúmlega fimm milljóna króna ávinning af þjófnaði og sölu þýfis á tímabilinu 15. desember 2023 til 15. maí 2024. Þessar kröfur eru þó ekki þær einu sem teknar eru fram í Lögbirtingablaðinu heldur krefst Framkvæmdasýsla ríkisins einnig af mönnunum tveimur 179.230 krónur vegna eignaspjalla sem þeir ollu í fangaklefa á lögreglustöðinni við Þórunnarstræti á Akureyri. Annar þeirra er sakaður um að hafa skemmt hurð að fangaklefa sem hann var vistaður í og rifið niður loftljós sem var í klefanum og eyðilagt það. Síðan hafi hann farið að fikta í rafmagnsvírum sem hengu niður úr loftinu eftir að hann hafði rifið niður ljósið með þeim afleiðingum að rafmagnstruflanir urðu á lögreglustöðinni. Hinum manninum er einnig gefið að sök að hafa rifið niður og eyðilagt loftljós í klefa sem hann var vistaður í. Dómsmál Akureyri Tengdar fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Tilkynningum um búðarhnupl fjölgaði um sjötíu prósent á síðasta ári. Framkvæmdastjóri segir þjófnaðinn oftast þaul skipulagðan og að þjófar séu sífellt að prófa nýjar aðferðir. 14. mars 2025 21:46 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Í Lögbirtingablaðinu kemur það fram að einstaklingarnir, tveir menn og ein kona, verði ákærð fyrir að hafa haft fleiri milljónir af sölu þýfis með því að hnupla ýmsum vörum úr verslunum á borð við Krónuna, Elko og Sports Direct á Akureyri. Annar maðurinn og konan verða meðal annars ákærð fyrir að hafa stolið úr verslun Krónunnar við Tryggvabraut 8 á Akureyri ýmsum matvælum að ótilgreindu verðmæti. Á meðal þess sem stolið var voru dýrir ostar, blóm, nautasteikur og fleira. Nákvæmt verðmæti varanna er ekki vitað en Krónan gerir kröfu um skaðabætur upp á 82.694 krónur. Sú upphæð bliknar þó í samanburði við þá sem Elko gerir á hendur mönnunum tveimur en sú upphæð nemur 809.978 í tveimur liðum en þeim er gefið að sök að hafa stolið fjórum Samsung-snjallsímum og spjaldtölvum í maí ársins 2024. Þá er þremenningunum einnig gefið að sök að hafa stolið vörum og fatnaði úr Sports Direct á Akureyri að verðmæti 253.920 króna. Allt í allt er öðrum manninum og konunni gefið að sök að hafa haft rúmlega fimm milljóna króna ávinning af þjófnaði og sölu þýfis á tímabilinu 15. desember 2023 til 15. maí 2024. Þessar kröfur eru þó ekki þær einu sem teknar eru fram í Lögbirtingablaðinu heldur krefst Framkvæmdasýsla ríkisins einnig af mönnunum tveimur 179.230 krónur vegna eignaspjalla sem þeir ollu í fangaklefa á lögreglustöðinni við Þórunnarstræti á Akureyri. Annar þeirra er sakaður um að hafa skemmt hurð að fangaklefa sem hann var vistaður í og rifið niður loftljós sem var í klefanum og eyðilagt það. Síðan hafi hann farið að fikta í rafmagnsvírum sem hengu niður úr loftinu eftir að hann hafði rifið niður ljósið með þeim afleiðingum að rafmagnstruflanir urðu á lögreglustöðinni. Hinum manninum er einnig gefið að sök að hafa rifið niður og eyðilagt loftljós í klefa sem hann var vistaður í.
Dómsmál Akureyri Tengdar fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Tilkynningum um búðarhnupl fjölgaði um sjötíu prósent á síðasta ári. Framkvæmdastjóri segir þjófnaðinn oftast þaul skipulagðan og að þjófar séu sífellt að prófa nýjar aðferðir. 14. mars 2025 21:46 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Tilkynningum um búðarhnupl fjölgaði um sjötíu prósent á síðasta ári. Framkvæmdastjóri segir þjófnaðinn oftast þaul skipulagðan og að þjófar séu sífellt að prófa nýjar aðferðir. 14. mars 2025 21:46