Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve og Daníel Thor Myer skrifa 15. mars 2025 13:32 Háskóli Íslands stendur á tímamótum og því skiptir það máli að velja rektor sem hefur skýra sýn, skilning á þörfum nemenda jafnt sem kennara og getu til þess að leiða skólann inn í framtíðina. Í ljósi þess er mikilvægt að velta fyrir sér hver sé best til þess fallinn, ásamt því að efla vísindastarf og sinna öllum sviðum skólans jafnt. Magnús Karl Magnússon, rektorsframbjóðandi, er sá sem Háskóli Íslands þarfnast í dag. Hann er ekki bara virtur vísindamaður og læknir, heldur einnig kennari af lífi og sál, góður leiðtogi og mikill mannvinur. Við kynntumst Magnúsi Karli þegar við hófum nám í lyfja- og eiturefnafræði á þriðja námsári í læknisfræði, haustið 2023. Það varð fljótt ljóst hve einstakur kennari Magnús er. Hann hóf námskeiðið á því að ávarpa bekkinn og tók fram að öll niðrandi ummæli og hvers kyns fordómar yrðu ekki liðnir í kennslutímum hjá sér. Þannig skapaði hann okkur öruggt umhverfi frá fyrsta degi. Hann nálgaðist okkur á jafningjagrundvelli, hvatti til spurninga og voru því tímar hjá honum líkari umræðum en fyrirlestrum. Hann kennir af ástríðu, gerir flókið efni aðgengilegt og vekur raunverulegan áhuga á náminu. Hann byggir upp sjálfstraust nemenda sinna og veitir hvatningu. Hann veit hvað raunverulega skiptir máli fyrir nemendur; gæði kennslu, öflugt háskólasamfélag og stuðningur við rannsóknir og nýsköpun. Slík sýn er dýrmætur eiginleiki leiðtoga einnar mikilvægustu stofnunar landsins. Magnús Karl ber hag allra fræðasviða fyrir brjósti sér. Hann leggur ríka áherslu á uppbyggingu vísindastarfs hérlendis og að efla fjármögnun Háskóla Íslands. Með bættri fjármagnsstöðu skólans væri hægt að tryggja aukin gæði náms fyrir okkur nemendur. Það gerir okkur sterkari á alþjóðlegum grundvelli. Magnús Karl hefur það einnig að markmiði að bæta námslánakerfið svo að nemendur þurfi ekki að vinna samhliða fullu námi eða hverfa frá námi vegna fjárhagslegra hindrana. Við þurfum sterkan málsvara sem er tilbúinn að tala máli okkar. Magnús Karl hefur einstaka sýn á hvernig ná skal árangri í þessum efnum. Hingað til hefur umræðan um háskólamál ekki verið áberandi í samfélaginu heldur hefur hagsmunabaráttu Háskólans einkum verið beint að alþingismönnum og einstökum ráðherrum. Þessu vill Magnús breyta, ekki nægi að sannfæra einungis stjórnmálamenn um mikilvægi Háskólans, heldur þurfi að skapa umræðu í samfélaginu og stuðla að jákvæðu viðhorfi almennings. Þannig er hægt að ná raunverulegum árangri í fjármögnun Háskólans, efla kennslu og rannsóknir og bæta aðgengi til náms gegnum öflugra námslánakerfi. Allt eru þetta lykilatriði fyrir nemendur Háskóla Íslands. Hvað háskólasamfélagið varðar vill Magnús efla það með betri aðstöðu og aukinni tengslamyndun milli nemenda, kennara og ólíkra fræðasviða. Háskólinn eigi ekki aðeins að vera staður fyrir kennslu og nám, heldur lifandi samfélag sem stuðlar að þroska, nýsköpun og samvinnu. Við höfum því fulla trú á að verði Magnús kjörinn rektor, muni háskólasamfélagið styrkjast og það verði skemmtilegra að vera nemandi við Háskóla Íslands. Í Magnúsi Karli býr leiðtogi sem sameinar sterka fræðilega þekkingu, djúpa reynslu af háskólastarfi og skýra framtíðarsýn fyrir skólann. Hann mun tryggja að Háskóli Íslands verði áfram í fremstu röð, með öfluga vísindastarfsemi og jöfn tækifæri fyrir öll svið. Ef nemendur vilja rektor sem hefur hagsmuni þeirra í fyrirrúmi, sem mun standa með þeim og ná raunverulegum árangri í málefnum skólans er Magnús Karl rétti maðurinn. Þess vegna kjósum við Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands. Höfundar eru á 4. ári í læknisfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands stendur á tímamótum og því skiptir það máli að velja rektor sem hefur skýra sýn, skilning á þörfum nemenda jafnt sem kennara og getu til þess að leiða skólann inn í framtíðina. Í ljósi þess er mikilvægt að velta fyrir sér hver sé best til þess fallinn, ásamt því að efla vísindastarf og sinna öllum sviðum skólans jafnt. Magnús Karl Magnússon, rektorsframbjóðandi, er sá sem Háskóli Íslands þarfnast í dag. Hann er ekki bara virtur vísindamaður og læknir, heldur einnig kennari af lífi og sál, góður leiðtogi og mikill mannvinur. Við kynntumst Magnúsi Karli þegar við hófum nám í lyfja- og eiturefnafræði á þriðja námsári í læknisfræði, haustið 2023. Það varð fljótt ljóst hve einstakur kennari Magnús er. Hann hóf námskeiðið á því að ávarpa bekkinn og tók fram að öll niðrandi ummæli og hvers kyns fordómar yrðu ekki liðnir í kennslutímum hjá sér. Þannig skapaði hann okkur öruggt umhverfi frá fyrsta degi. Hann nálgaðist okkur á jafningjagrundvelli, hvatti til spurninga og voru því tímar hjá honum líkari umræðum en fyrirlestrum. Hann kennir af ástríðu, gerir flókið efni aðgengilegt og vekur raunverulegan áhuga á náminu. Hann byggir upp sjálfstraust nemenda sinna og veitir hvatningu. Hann veit hvað raunverulega skiptir máli fyrir nemendur; gæði kennslu, öflugt háskólasamfélag og stuðningur við rannsóknir og nýsköpun. Slík sýn er dýrmætur eiginleiki leiðtoga einnar mikilvægustu stofnunar landsins. Magnús Karl ber hag allra fræðasviða fyrir brjósti sér. Hann leggur ríka áherslu á uppbyggingu vísindastarfs hérlendis og að efla fjármögnun Háskóla Íslands. Með bættri fjármagnsstöðu skólans væri hægt að tryggja aukin gæði náms fyrir okkur nemendur. Það gerir okkur sterkari á alþjóðlegum grundvelli. Magnús Karl hefur það einnig að markmiði að bæta námslánakerfið svo að nemendur þurfi ekki að vinna samhliða fullu námi eða hverfa frá námi vegna fjárhagslegra hindrana. Við þurfum sterkan málsvara sem er tilbúinn að tala máli okkar. Magnús Karl hefur einstaka sýn á hvernig ná skal árangri í þessum efnum. Hingað til hefur umræðan um háskólamál ekki verið áberandi í samfélaginu heldur hefur hagsmunabaráttu Háskólans einkum verið beint að alþingismönnum og einstökum ráðherrum. Þessu vill Magnús breyta, ekki nægi að sannfæra einungis stjórnmálamenn um mikilvægi Háskólans, heldur þurfi að skapa umræðu í samfélaginu og stuðla að jákvæðu viðhorfi almennings. Þannig er hægt að ná raunverulegum árangri í fjármögnun Háskólans, efla kennslu og rannsóknir og bæta aðgengi til náms gegnum öflugra námslánakerfi. Allt eru þetta lykilatriði fyrir nemendur Háskóla Íslands. Hvað háskólasamfélagið varðar vill Magnús efla það með betri aðstöðu og aukinni tengslamyndun milli nemenda, kennara og ólíkra fræðasviða. Háskólinn eigi ekki aðeins að vera staður fyrir kennslu og nám, heldur lifandi samfélag sem stuðlar að þroska, nýsköpun og samvinnu. Við höfum því fulla trú á að verði Magnús kjörinn rektor, muni háskólasamfélagið styrkjast og það verði skemmtilegra að vera nemandi við Háskóla Íslands. Í Magnúsi Karli býr leiðtogi sem sameinar sterka fræðilega þekkingu, djúpa reynslu af háskólastarfi og skýra framtíðarsýn fyrir skólann. Hann mun tryggja að Háskóli Íslands verði áfram í fremstu röð, með öfluga vísindastarfsemi og jöfn tækifæri fyrir öll svið. Ef nemendur vilja rektor sem hefur hagsmuni þeirra í fyrirrúmi, sem mun standa með þeim og ná raunverulegum árangri í málefnum skólans er Magnús Karl rétti maðurinn. Þess vegna kjósum við Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands. Höfundar eru á 4. ári í læknisfræði við Háskóla Íslands.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun