Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar 15. mars 2025 20:30 Sá sem fjármagnar vopnakaup mun dag einn þurfa að horfast í augu við hlaðið vopn sem beinist að honum sjálfum. Íslenskt skattfé má aldrei nota til að fjármagna vopn, af þeirri einföldu ástæðu að íslenskir skattborgarar eiga engan möguleika á að verja sig verði á þá ráðist. Hins vegar vilja íslenskir skattborgarar styðja og hjálpa fórnarlömbum stríða, sem eru fyrst og fremst almennir óvopnaðir borgarar eins og við sjálf erum. Við viljum fjármagna hjálpargögn, lyf, læknisaðstoð, sjúkraskýli, matvæli, fatnað og vatn og allt það annað sem almennir borgarar í stríðshrjáðu landi þurfa á að halda. Íslendingar vilja ekki fjármagna vopn sem drepa almenna borgara, heldur veita almennum borgurum stuðning og aðstoð í neyð. Stærsta framlag Íslands til heimsmenningarinnar, Íslendingasögur, fjalla um hatur og deilur, átök, hefndir og svik, enda ritaðar á þeim tíma þegar á Íslandi ríkti blóðug borgarastyrjöld, Sturlungaöld. Sögurnar eru niðurstaða þjóðarinnar eftir þessa einu styrjöld sem þjóðin hefur staðið í innanlands. Sögurnar eru allar á sama máli og lokaniðurstaða þeirra allra er sú sama: að stríðandi aðilar skuli sættast, greiða hvor öðrum bætur, og halda þessa sátt um aldur og ævi. Sögurnar eru líka sammála um að allir skuli rísa upp í sameiningu gegn svikurum og lygurum og hverjum þeim sem reynir að rjúfa þá sátt sem góðir menn hafa gjört, og dæma slíka aðila samkvæmt réttum lögum. Íslendingasögur segja: Haldið friðinn, hvað sem það kostar, því ef friðurinn er rofinn mun öllu og öllum verða tortímt - og jafnan þeim er síst skyldi. Þetta er það eina sem rödd Íslands á að segja á alþjóðavettvangi; þetta er lokasvar þjóðarinnar til allra stríðandi aðila, því þetta svar byggir á reynslu okkar sjálfra og er rödd okkar eigin þjóðarsálar. Innanum öskrandi stríðsherra heimsins verður þessi rödd að hljóma hrein og skýr og sterk. Íslenskum ráðamönnum ber að tala einungis fyrir sáttum og friði. Og íslenskir ráðamenn eiga eingöngu að leggja skattfé þjóðarinnar í aðgerðir, vörur og búnað sem styðja við almenna borgara í stríðshrjáðum löndum – en ekki í útbúnað eða vopn hermanna - því besta og öruggasta vörn okkar sjálfra er sú, að hafa ekki sett vopn í hendur neins annars. Það vill svo til að við Íslendingar eigum okkar eigin öfluga her, en munurinn á honum og herjum annarra landa er sá, að okkar her bjargar mannslífum en tortímir þeim ekki. Sjálfboðaliðasveitir björgunarsveitanna um allt land – það eru hersveitir sem berjast fyrir lífinu – lífi annarra – og leggja sjálfar sig í hættu til þess. Hvar í veröldinni er hægt að finna betra fordæmi friðarþjóðar, en okkar litlu þjóð, sem hefur öflugan her þrautþjálfaðra sjálfboðaliða - sem bjarga mannslífum; þjóð sem á merkustu bókmenntir miðalda sem allar segja einni röddu: Haldið friðinn; þjóð sem sjálf hefur aldrei farið með ófriði á hendur annarri þjóð – utan einu sinni - þegar íslenskir ráðamenn vildu spila sig stóra menn innan um stríðsherra heimsins. Öll vitum við hvernig þeirri sögu lauk. Á máli Íslendingasagna gætu þau endalok hafa verið orðuð með þessum hætti: „Höfðu þeir vansæmd mikla af málinu og voru að fullu rúnir heiðri sínum og virðingu. Bar alþýða jafnan lítt traust til þeirra síðan. Og eru þeir úr sögunni.“ Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Erlingsson Hernaður Öryggis- og varnarmál Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sá sem fjármagnar vopnakaup mun dag einn þurfa að horfast í augu við hlaðið vopn sem beinist að honum sjálfum. Íslenskt skattfé má aldrei nota til að fjármagna vopn, af þeirri einföldu ástæðu að íslenskir skattborgarar eiga engan möguleika á að verja sig verði á þá ráðist. Hins vegar vilja íslenskir skattborgarar styðja og hjálpa fórnarlömbum stríða, sem eru fyrst og fremst almennir óvopnaðir borgarar eins og við sjálf erum. Við viljum fjármagna hjálpargögn, lyf, læknisaðstoð, sjúkraskýli, matvæli, fatnað og vatn og allt það annað sem almennir borgarar í stríðshrjáðu landi þurfa á að halda. Íslendingar vilja ekki fjármagna vopn sem drepa almenna borgara, heldur veita almennum borgurum stuðning og aðstoð í neyð. Stærsta framlag Íslands til heimsmenningarinnar, Íslendingasögur, fjalla um hatur og deilur, átök, hefndir og svik, enda ritaðar á þeim tíma þegar á Íslandi ríkti blóðug borgarastyrjöld, Sturlungaöld. Sögurnar eru niðurstaða þjóðarinnar eftir þessa einu styrjöld sem þjóðin hefur staðið í innanlands. Sögurnar eru allar á sama máli og lokaniðurstaða þeirra allra er sú sama: að stríðandi aðilar skuli sættast, greiða hvor öðrum bætur, og halda þessa sátt um aldur og ævi. Sögurnar eru líka sammála um að allir skuli rísa upp í sameiningu gegn svikurum og lygurum og hverjum þeim sem reynir að rjúfa þá sátt sem góðir menn hafa gjört, og dæma slíka aðila samkvæmt réttum lögum. Íslendingasögur segja: Haldið friðinn, hvað sem það kostar, því ef friðurinn er rofinn mun öllu og öllum verða tortímt - og jafnan þeim er síst skyldi. Þetta er það eina sem rödd Íslands á að segja á alþjóðavettvangi; þetta er lokasvar þjóðarinnar til allra stríðandi aðila, því þetta svar byggir á reynslu okkar sjálfra og er rödd okkar eigin þjóðarsálar. Innanum öskrandi stríðsherra heimsins verður þessi rödd að hljóma hrein og skýr og sterk. Íslenskum ráðamönnum ber að tala einungis fyrir sáttum og friði. Og íslenskir ráðamenn eiga eingöngu að leggja skattfé þjóðarinnar í aðgerðir, vörur og búnað sem styðja við almenna borgara í stríðshrjáðum löndum – en ekki í útbúnað eða vopn hermanna - því besta og öruggasta vörn okkar sjálfra er sú, að hafa ekki sett vopn í hendur neins annars. Það vill svo til að við Íslendingar eigum okkar eigin öfluga her, en munurinn á honum og herjum annarra landa er sá, að okkar her bjargar mannslífum en tortímir þeim ekki. Sjálfboðaliðasveitir björgunarsveitanna um allt land – það eru hersveitir sem berjast fyrir lífinu – lífi annarra – og leggja sjálfar sig í hættu til þess. Hvar í veröldinni er hægt að finna betra fordæmi friðarþjóðar, en okkar litlu þjóð, sem hefur öflugan her þrautþjálfaðra sjálfboðaliða - sem bjarga mannslífum; þjóð sem á merkustu bókmenntir miðalda sem allar segja einni röddu: Haldið friðinn; þjóð sem sjálf hefur aldrei farið með ófriði á hendur annarri þjóð – utan einu sinni - þegar íslenskir ráðamenn vildu spila sig stóra menn innan um stríðsherra heimsins. Öll vitum við hvernig þeirri sögu lauk. Á máli Íslendingasagna gætu þau endalok hafa verið orðuð með þessum hætti: „Höfðu þeir vansæmd mikla af málinu og voru að fullu rúnir heiðri sínum og virðingu. Bar alþýða jafnan lítt traust til þeirra síðan. Og eru þeir úr sögunni.“ Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar