Körfubolti

Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók for­skotið á toppnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Axel Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu.
Jón Axel Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu. vísir/Hulda Margrét

San Pablo Burgos náði þriggja stiga forystu á toppi spænsku b-deildarinnar í körfubolta eftir góðan útisigur í hádeginu.

Burgos vann tíu stiga sigur á Cartagena, 83-73, en heimamenn í Cartagena náði aðeins að laga stöðuna í lokaleikhlutanum.

Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson var næststigahæstur í sínu liðu með 12 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar á tuttugu mínútum.

Jón Axel nýtti fjögur af fimm skotum sínum utan af velli og fjögur af sex vítum.

Burgos lagði grunn að sigrinum með frábærum öðrum leikhluta sem liðið van 36-15.

Það var aðeins Ungverjinn György Golomán sem skoraði meira fyrir toppliðið en hann var með 13 stig.

Þetta var þriðji sigur San Pablo Burgos í röð og sá 23. í 25 leikjum á leiktíðinni. Liðið er með þremur stigum meira en Fuenlabrada og Estudiantes sem eiga þó bæði leik inni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×