Innlent

Tveir hand­teknir vegna líkams­á­rása

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Lögregla var meðal annars kölluð út vegna gruns um aksturs undir áhrifum áfengis.
Lögregla var meðal annars kölluð út vegna gruns um aksturs undir áhrifum áfengis. Vísir/Vilhelm

Í dagbók Lögreglu á höfuðborgarsvæðinu segir að tveir hafi verið vistaðir í fangageymslu vegna tveggja líkamsárása í dag. Tilkynning barst um þriðju árásina en grunaður gerandi var látinn laus.

Í hverfi 105 var einn einstaklingur handtekinn á vettvangi en hann var í annarlegu ástandi og með fíkniefni í fórum sínum. Einstaklingurinn var færður í fangaklefa.  Lögreglu barst tilkynning um aðra líkamsárás í hverfi 108 og lýsir öðrum einstaklingi í annarlegu ástandi sem færður var í fangaklefa.

Í hverfi 113 barst lögreglu tilkynning um yfirstaðna líkamsárás og tekin var framburðarskýrsla af brotaþola. Stuttu seinna rákust lögreglumenn á grunaðan geranda í hverfi 112 og tóku af honum framburð. Grunaði gerandinn var svo látinn laus.

Einnig barst tilkynning um húsbrot í hverfi 112 og þjófnaði úr verslun í hverfi 201.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×