Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir, Jórunn Atladóttir og Sigurdís Haraldsdóttir skrifa 17. mars 2025 12:00 Í tilefni Mottumars er vert að rifja upp helstu áhættuþætti krabbameina en talið er að koma mætti í veg fyrir 40% allra krabbameina ef allir fylgdu ráðleggingum. Áhættuþáttum má skipta í óviðsnúanlega áhættuþætti eins og erfðir, kyn og aldur og svo áhættuþætti sem við sjálf höfum stjórn á. Þessir síðarnefndu áhættuþættir varða umhverfi okkar, mataræði og lífsstíl og verður umtalsefni okkar í þessum pistli. Spár gera ráð fyrir mikilli fjölgun krabbameinstilfella á næstu 15 árum og er til mikils að vinna að hafa áhrif á þessa spá til góðs með forvörnum og skimun. Reykingar eru áhættuþáttur a.m.k. 16 mismunandi tegunda krabbameina og var tengslum við aukna áhættu lungnakrabbameina fyrst lýst árið 1912. Átak Krabbameinsfélagsins gegn reykingum sem hófst 1976 hefur á síðustu 15 árum skilað sér í lækkun á nýgengi lungnakrabbameina. Enn reykir þó 6% þjóðarinnar að staðaldri en við að hætta reykingum minnkar áhættan af þeim á innan við 5 árum og 15 árum síðar hefur hún minnkað um 80-90%. Það er því er til mikils að vinna að hætta, jafnt á yngri árum sem eldri. Notkun rafretta og nikótínpúða er meiri hér á landi en meðaltal Evrópusambandsins og er áhyggjuefni. Áhrif rafreykinga (e. vaping) á krabbamein eru enn óljós en úðinn í rafrettum inniheldur efni eins og formaldehíð, arseník, akrolein og benzene sem allt eru þekktir krabbameinsvaldar. Sömuleiðis innihalda nikótínpúðar krabbameinsvaldandi efni. Nýleg rannsókn sýndi fjórfaldar líkur á lungnakrabbameini hjá þeim sem reyktu bæði sígarettur og rafrettur miðað við þá sem reyktu sígarettur eingöngu, svo ljóst er að einhver krabbameinsmyndandi áhrif eru til staðar. Áfengisneysla er áhættuþáttur a.m.k. sjö mismunandi tegunda krabbameina og er sambandið nokkuð línulegt. Ethanól og niðurbrotsefni þess, acetaldehýð, er í flokki 1 yfir krabbameinsvaldandi efni (e. carcinogens) og skiptir ekki máli hvort það sé úr sterkum drykkjum, léttvíni eða bjór. Því er nú ráðlagt að forðast áfengi alveg. Krabbamein sem tengjast áfengi eru helst krabbamein í meltingarvegi, lifur, brisi og brjóstum. Talið er að neysla tveggja áfengra drykkja á dag geti aukið heildaráhættu á krabbameini á lífsleiðinni um 3-5%. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) birti nýverið skýrslu um stöðu áfengismála á Norðurlöndum en neysla áfengis á Íslandi er undir meðaltali Evrópulanda og má að miklu leyti rekja til skerts aðgengis með miðstýringu áfengissölu. Þó hefur áfengisneysla á Íslandi tvöfaldast á síðustu 40 árum. Við hvetjum stjórnvöld til að víkja ekki frá því fyrirkomulagi áfengissölu sem ríkir hér á landi. Flestir vita hvað er hollur matur en færri átta sig á að mataræði getur haft veruleg áhrif á myndun krabbameina. Mikilvægt er að borða ríkulega af trefjaríku fæði og hefur verið sýnt fram á að grænmeti, ávextir, baunir, heilkorn og hnetur hafa verndandi áhrif, bæði á myndun krabbameina en líka á endurkomu og lifun eftir meðferð vegna krabbameina. International Agency for Research on Cancer (IARC), sem er hluti WHO, rannsakar og heldur lista yfir krabbameinsvaldandi efni í mannfólki. Í flokki 1 má finna efni eins og asbest, ethanól og unnar kjötvörur en þeim var bætt við listann árið 2015. Talið er að neysla 50 gramma á dag af unnum kjötvörum (eins og ein venjuleg pylsa) auki líkur á ristil- og endaþarmskrabbameinum um 23%. Rautt kjöt er í næsta flokki (2a) sem nær yfir efni sem eru líklegir krabbameinsvaldar. Áhættuaukning á ristilkrabbameinum er talin um 22% við hver 85 grömm af rauðu kjöti á dag. Embætti landlæknis gaf nýverið út nýjar ráðleggingar um mataræði sem vert er að fara eftir. Samkvæmt þeim ráðleggingum er gott að borða fisk tvisvar til þrisvar sinnum í viku og minnka neyslu á rauðu kjöti undir 350 grömm í viku. Hvað neyslu á próteinum varðar er þar mælt með að hlutfall orkuinntöku frá próteinum sé 10-20%. Kyrrseta eykur líkur á að fá krabbamein en hefur líka tengsl við verri batahorfur og auknar dánarlíkur eftir meðferð á krabbameinum. Aukinni skjánotkun fylgir aukin kyrrseta. Lífsstíll sem felur í sér aukna hreyfingu eins og að ganga, hlaupa, hjóla, að stunda íþróttir og jafnvel heimilisstörf hefur fylgni við minni krabbameinshættu. Dæmi um krabbamein þar sem hreyfingarlífsstíll getur haft verndandi áhrif eru krabbamein í þvagblöðru, brjóstum, ristli, vélinda, legi og nýrum. Það er athyglisvert að óháð reglulegri líkamsrækt er kyrrseta samt áhættuþáttur. Offita er áhættuþáttur a.m.k. 12 mismunandi tegunda krabbameina og mun hafa áhrif á fjölda krabbameinsgreininga á komandi árum. Því er til mikils að vinna að viðhafa hollt mataræði og hreyfingu sem og beita úrræðum við offitu til að stemma stigu við fjölgun tilfella. Hvað varðar vítamín og fæðubótarefni þá er D vítamín eina vítamínið sem mælt er með. Rannsóknir hafa sýnt að hópar fólks með lágt D vítamín í blóði virðast í meiri áhættu á að þróa með sér krabbamein en þó er ekki fullvíst að um orsakasamband sé að ræða. Þó er klárt að D vítamínskortur er algengur hér á landi vegna lítils sólarljós og rétt að fylgja ráðleggingum Embætti landlæknis um að taka D vítamín reglulega. Hvað varðar önnur vítamín er rétt að benda á að engar rannsóknir styðja töku vítamína almennt í forvarnarskyni og rannsóknir á beta-carotene inntöku annars vegar og E vítamíni hins vegar sýndu fram á aukna áhættu lungnakrabbameins og blöðruhálskirtilskrabbameins. Það er því ekki mælt með reglulegri töku á vítamínum umfram D vítamín nema að um greindan skort sé að ræða. Einnig er vert að minna á mikilvægi sólarvarnar þar sem útfjólublá geislun og sólbruni eykur áhættu á húðkrabbameinum. Viðkvæmust eru börn og ungmenni en með því að verja sig gegn sól og forðast ljósabekki má draga verulega úr áhættunni. Sólarvörn sem verndar gegn bæði UVA- og UVB-geislum með SPF 30 eða hærri er ráðlögð. HPV bólusetningar fyrir stúlkur og drengi eru mikilvæg forvörn gegn leghálskrabbameini sem og krabbameini í daus (e. anus) en þessi krabbamein tengjast í yfirgnæfandi tilfellum HPV sýkingum. Þátttaka í HPV bólusetningum hefur verið með eindæmum góð á Íslandi. Skimanir fyrir brjóstakrabbameini og leghálskrabbameini eru einnig mikilvægar og brýnt að auka þátttöku kvenna en nýverið var komugjald í brjóstaskimun minnkað niður í 500 kr. og verið er að vinna í aðgengilegra stafrænu bókunarkerfi. Brjóstaskimanir fara nú fram á Brjóstamiðstöð Landspítala og hefjast við 40 ára aldur en leghálsskimanir eru gerðar á heilsugæslum og hjá kvensjúkdómalæknum og hefjast við 23 ára aldur. Ristil- og endaþarmskrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið á Íslandi og algengasta krabbameinið þegar bæði kynin eru talin saman. Það er gott dæmi um sjúkdóm þar sem hafa má áhrif á greiningu og lifun með forvörnum og skimun. Þeir þættir sem hafa verið nefndir hafa flestir áhrif á myndun ristilkrabbameins. Reykingar og áfengisnotkun auka verulega hættuna á myndun þess, sem og neysla á rauðu kjöti og unnum kjötvörum. Aukin trefjainntaka í formi grænmetis, ávaxta, hneta og fræja hafa verndandi áhrif og aukin hreyfing og líkamsrækt og minni kyrrseta geta minnkað hættuna á ristilkrabbameini. Nú er skimun loks að hefjast fyrir ristilkrabbameini á Íslandi. Flestar tegundir ristilkrabbameina vaxa út frá sepum og með því að greina og fjarlægja sepana í ristilspeglun má í mörgum tilvikum koma í veg fyrir myndun þess. Með því að fara í skimun reglulega aukast einnig líkur á því að greina sjúkdóminn snemma og eru þá horfur góðar og margir læknast. Við fögnum því að skimun sé að hefjast á Íslandi og hvetjum fólk til að taka þátt en aldurshópurinn 60-69 ára fær sent heim hægðapróf (svokallað FIT próf) til að skima fyrir blóði í hægðum en í seinni áfanga fær fólk á 51. aldursári boð í ristilspeglun. Því miður sjáum við aukningu á tíðni þessa krabbameins hjá einstaklingum yngri en 50 ára og er það talið tengjast lífsstílsbreytingum í formi mataræðis, offitu og hreyfingarleysis. Þótt meðferð við krabbameinum fari batnandi er forvörn alltaf besta vörnin. Það er aldrei of seint að taka skrefið í rétta átt að betra lífi. Göngum áhyggjuminni inn í framtíðina með bættum lífsstíl, mætum í skimun og njótum dagsins betur með bættu mataræði, minna áfengi og meiri hreyfingu. Hulda María Einarsdóttir, skurðlæknir, Landspítali Jórunn Atladóttir, skurðlæknir, Landspítali, lektor við læknadeild HÍ Sigurdís Haraldsdóttir, krabbameinslæknir, Landspítali, dósent við læknadeild HÍ Heimildir: Alpha-Tocopherol, Beta Carotene Cancer Prevention Study Group. The effect of vitamin E and beta carotene on the incidence of lung cancer and other cancers in male smokers. N Engl J Med. 1994 Apr 14;330(15):1029-35. Bittoni MA, Carbone DP, Harris RE (2024) Vaping, Smoking and Lung Cancer Risk. J Oncol Res Ther 9: 10229. https://doi.org/10.29011/2574-710X.10229. Bouvard V et al. International Agency for Research on Cancer Monograph Working Group. Carcinogenicity of consumption of red and processed meat. Lancet Oncol. 2015 Dec;16(16):1599-600. https://publications.iarc.fr/Book-And-Report-Series/Iarc-Monographs-On-The-Identification-Of-Carcinogenic-Hazards-To-Humans Klein EA et al. Vitamin E and the risk of prostate cancer: the Selenium and Vitamin E Cancer Prevention Trial (SELECT). JAMA. 2011 Oct 12;306(14):1549-56. Lauby-Secretan et al. Body Fatness and Cancer — Viewpoint of the IARC Working Group NEJM 2016;375:794-798. O'Sullivan DE et al. Risk Factors for Early-Onset Colorectal Cancer: A Systematic Review and Meta-analysis. Clin Gastroenterol Hepatol. 2022 Jun;20(6):1229-1240.e5. Ráðleggingar um mataræði – embætti Landlæknis. https://island.is/mataraedi-radleggingar-landlaeknis Rock CL et al. (2020), American Cancer Society guideline for diet and physical activity for cancer prevention. CA A Cancer J Clin, 70: 245-271. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Sjá meira
Í tilefni Mottumars er vert að rifja upp helstu áhættuþætti krabbameina en talið er að koma mætti í veg fyrir 40% allra krabbameina ef allir fylgdu ráðleggingum. Áhættuþáttum má skipta í óviðsnúanlega áhættuþætti eins og erfðir, kyn og aldur og svo áhættuþætti sem við sjálf höfum stjórn á. Þessir síðarnefndu áhættuþættir varða umhverfi okkar, mataræði og lífsstíl og verður umtalsefni okkar í þessum pistli. Spár gera ráð fyrir mikilli fjölgun krabbameinstilfella á næstu 15 árum og er til mikils að vinna að hafa áhrif á þessa spá til góðs með forvörnum og skimun. Reykingar eru áhættuþáttur a.m.k. 16 mismunandi tegunda krabbameina og var tengslum við aukna áhættu lungnakrabbameina fyrst lýst árið 1912. Átak Krabbameinsfélagsins gegn reykingum sem hófst 1976 hefur á síðustu 15 árum skilað sér í lækkun á nýgengi lungnakrabbameina. Enn reykir þó 6% þjóðarinnar að staðaldri en við að hætta reykingum minnkar áhættan af þeim á innan við 5 árum og 15 árum síðar hefur hún minnkað um 80-90%. Það er því er til mikils að vinna að hætta, jafnt á yngri árum sem eldri. Notkun rafretta og nikótínpúða er meiri hér á landi en meðaltal Evrópusambandsins og er áhyggjuefni. Áhrif rafreykinga (e. vaping) á krabbamein eru enn óljós en úðinn í rafrettum inniheldur efni eins og formaldehíð, arseník, akrolein og benzene sem allt eru þekktir krabbameinsvaldar. Sömuleiðis innihalda nikótínpúðar krabbameinsvaldandi efni. Nýleg rannsókn sýndi fjórfaldar líkur á lungnakrabbameini hjá þeim sem reyktu bæði sígarettur og rafrettur miðað við þá sem reyktu sígarettur eingöngu, svo ljóst er að einhver krabbameinsmyndandi áhrif eru til staðar. Áfengisneysla er áhættuþáttur a.m.k. sjö mismunandi tegunda krabbameina og er sambandið nokkuð línulegt. Ethanól og niðurbrotsefni þess, acetaldehýð, er í flokki 1 yfir krabbameinsvaldandi efni (e. carcinogens) og skiptir ekki máli hvort það sé úr sterkum drykkjum, léttvíni eða bjór. Því er nú ráðlagt að forðast áfengi alveg. Krabbamein sem tengjast áfengi eru helst krabbamein í meltingarvegi, lifur, brisi og brjóstum. Talið er að neysla tveggja áfengra drykkja á dag geti aukið heildaráhættu á krabbameini á lífsleiðinni um 3-5%. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) birti nýverið skýrslu um stöðu áfengismála á Norðurlöndum en neysla áfengis á Íslandi er undir meðaltali Evrópulanda og má að miklu leyti rekja til skerts aðgengis með miðstýringu áfengissölu. Þó hefur áfengisneysla á Íslandi tvöfaldast á síðustu 40 árum. Við hvetjum stjórnvöld til að víkja ekki frá því fyrirkomulagi áfengissölu sem ríkir hér á landi. Flestir vita hvað er hollur matur en færri átta sig á að mataræði getur haft veruleg áhrif á myndun krabbameina. Mikilvægt er að borða ríkulega af trefjaríku fæði og hefur verið sýnt fram á að grænmeti, ávextir, baunir, heilkorn og hnetur hafa verndandi áhrif, bæði á myndun krabbameina en líka á endurkomu og lifun eftir meðferð vegna krabbameina. International Agency for Research on Cancer (IARC), sem er hluti WHO, rannsakar og heldur lista yfir krabbameinsvaldandi efni í mannfólki. Í flokki 1 má finna efni eins og asbest, ethanól og unnar kjötvörur en þeim var bætt við listann árið 2015. Talið er að neysla 50 gramma á dag af unnum kjötvörum (eins og ein venjuleg pylsa) auki líkur á ristil- og endaþarmskrabbameinum um 23%. Rautt kjöt er í næsta flokki (2a) sem nær yfir efni sem eru líklegir krabbameinsvaldar. Áhættuaukning á ristilkrabbameinum er talin um 22% við hver 85 grömm af rauðu kjöti á dag. Embætti landlæknis gaf nýverið út nýjar ráðleggingar um mataræði sem vert er að fara eftir. Samkvæmt þeim ráðleggingum er gott að borða fisk tvisvar til þrisvar sinnum í viku og minnka neyslu á rauðu kjöti undir 350 grömm í viku. Hvað neyslu á próteinum varðar er þar mælt með að hlutfall orkuinntöku frá próteinum sé 10-20%. Kyrrseta eykur líkur á að fá krabbamein en hefur líka tengsl við verri batahorfur og auknar dánarlíkur eftir meðferð á krabbameinum. Aukinni skjánotkun fylgir aukin kyrrseta. Lífsstíll sem felur í sér aukna hreyfingu eins og að ganga, hlaupa, hjóla, að stunda íþróttir og jafnvel heimilisstörf hefur fylgni við minni krabbameinshættu. Dæmi um krabbamein þar sem hreyfingarlífsstíll getur haft verndandi áhrif eru krabbamein í þvagblöðru, brjóstum, ristli, vélinda, legi og nýrum. Það er athyglisvert að óháð reglulegri líkamsrækt er kyrrseta samt áhættuþáttur. Offita er áhættuþáttur a.m.k. 12 mismunandi tegunda krabbameina og mun hafa áhrif á fjölda krabbameinsgreininga á komandi árum. Því er til mikils að vinna að viðhafa hollt mataræði og hreyfingu sem og beita úrræðum við offitu til að stemma stigu við fjölgun tilfella. Hvað varðar vítamín og fæðubótarefni þá er D vítamín eina vítamínið sem mælt er með. Rannsóknir hafa sýnt að hópar fólks með lágt D vítamín í blóði virðast í meiri áhættu á að þróa með sér krabbamein en þó er ekki fullvíst að um orsakasamband sé að ræða. Þó er klárt að D vítamínskortur er algengur hér á landi vegna lítils sólarljós og rétt að fylgja ráðleggingum Embætti landlæknis um að taka D vítamín reglulega. Hvað varðar önnur vítamín er rétt að benda á að engar rannsóknir styðja töku vítamína almennt í forvarnarskyni og rannsóknir á beta-carotene inntöku annars vegar og E vítamíni hins vegar sýndu fram á aukna áhættu lungnakrabbameins og blöðruhálskirtilskrabbameins. Það er því ekki mælt með reglulegri töku á vítamínum umfram D vítamín nema að um greindan skort sé að ræða. Einnig er vert að minna á mikilvægi sólarvarnar þar sem útfjólublá geislun og sólbruni eykur áhættu á húðkrabbameinum. Viðkvæmust eru börn og ungmenni en með því að verja sig gegn sól og forðast ljósabekki má draga verulega úr áhættunni. Sólarvörn sem verndar gegn bæði UVA- og UVB-geislum með SPF 30 eða hærri er ráðlögð. HPV bólusetningar fyrir stúlkur og drengi eru mikilvæg forvörn gegn leghálskrabbameini sem og krabbameini í daus (e. anus) en þessi krabbamein tengjast í yfirgnæfandi tilfellum HPV sýkingum. Þátttaka í HPV bólusetningum hefur verið með eindæmum góð á Íslandi. Skimanir fyrir brjóstakrabbameini og leghálskrabbameini eru einnig mikilvægar og brýnt að auka þátttöku kvenna en nýverið var komugjald í brjóstaskimun minnkað niður í 500 kr. og verið er að vinna í aðgengilegra stafrænu bókunarkerfi. Brjóstaskimanir fara nú fram á Brjóstamiðstöð Landspítala og hefjast við 40 ára aldur en leghálsskimanir eru gerðar á heilsugæslum og hjá kvensjúkdómalæknum og hefjast við 23 ára aldur. Ristil- og endaþarmskrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið á Íslandi og algengasta krabbameinið þegar bæði kynin eru talin saman. Það er gott dæmi um sjúkdóm þar sem hafa má áhrif á greiningu og lifun með forvörnum og skimun. Þeir þættir sem hafa verið nefndir hafa flestir áhrif á myndun ristilkrabbameins. Reykingar og áfengisnotkun auka verulega hættuna á myndun þess, sem og neysla á rauðu kjöti og unnum kjötvörum. Aukin trefjainntaka í formi grænmetis, ávaxta, hneta og fræja hafa verndandi áhrif og aukin hreyfing og líkamsrækt og minni kyrrseta geta minnkað hættuna á ristilkrabbameini. Nú er skimun loks að hefjast fyrir ristilkrabbameini á Íslandi. Flestar tegundir ristilkrabbameina vaxa út frá sepum og með því að greina og fjarlægja sepana í ristilspeglun má í mörgum tilvikum koma í veg fyrir myndun þess. Með því að fara í skimun reglulega aukast einnig líkur á því að greina sjúkdóminn snemma og eru þá horfur góðar og margir læknast. Við fögnum því að skimun sé að hefjast á Íslandi og hvetjum fólk til að taka þátt en aldurshópurinn 60-69 ára fær sent heim hægðapróf (svokallað FIT próf) til að skima fyrir blóði í hægðum en í seinni áfanga fær fólk á 51. aldursári boð í ristilspeglun. Því miður sjáum við aukningu á tíðni þessa krabbameins hjá einstaklingum yngri en 50 ára og er það talið tengjast lífsstílsbreytingum í formi mataræðis, offitu og hreyfingarleysis. Þótt meðferð við krabbameinum fari batnandi er forvörn alltaf besta vörnin. Það er aldrei of seint að taka skrefið í rétta átt að betra lífi. Göngum áhyggjuminni inn í framtíðina með bættum lífsstíl, mætum í skimun og njótum dagsins betur með bættu mataræði, minna áfengi og meiri hreyfingu. Hulda María Einarsdóttir, skurðlæknir, Landspítali Jórunn Atladóttir, skurðlæknir, Landspítali, lektor við læknadeild HÍ Sigurdís Haraldsdóttir, krabbameinslæknir, Landspítali, dósent við læknadeild HÍ Heimildir: Alpha-Tocopherol, Beta Carotene Cancer Prevention Study Group. The effect of vitamin E and beta carotene on the incidence of lung cancer and other cancers in male smokers. N Engl J Med. 1994 Apr 14;330(15):1029-35. Bittoni MA, Carbone DP, Harris RE (2024) Vaping, Smoking and Lung Cancer Risk. J Oncol Res Ther 9: 10229. https://doi.org/10.29011/2574-710X.10229. Bouvard V et al. International Agency for Research on Cancer Monograph Working Group. Carcinogenicity of consumption of red and processed meat. Lancet Oncol. 2015 Dec;16(16):1599-600. https://publications.iarc.fr/Book-And-Report-Series/Iarc-Monographs-On-The-Identification-Of-Carcinogenic-Hazards-To-Humans Klein EA et al. Vitamin E and the risk of prostate cancer: the Selenium and Vitamin E Cancer Prevention Trial (SELECT). JAMA. 2011 Oct 12;306(14):1549-56. Lauby-Secretan et al. Body Fatness and Cancer — Viewpoint of the IARC Working Group NEJM 2016;375:794-798. O'Sullivan DE et al. Risk Factors for Early-Onset Colorectal Cancer: A Systematic Review and Meta-analysis. Clin Gastroenterol Hepatol. 2022 Jun;20(6):1229-1240.e5. Ráðleggingar um mataræði – embætti Landlæknis. https://island.is/mataraedi-radleggingar-landlaeknis Rock CL et al. (2020), American Cancer Society guideline for diet and physical activity for cancer prevention. CA A Cancer J Clin, 70: 245-271.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar