„Þá erum við komin út á hálan ís“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. mars 2025 12:22 Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm Ekki liggur fyrir hvenær möguleg athugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á byrlunarmálinu svokallaða verður tekið fyrir hjá nefndinni en hún fundaði í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar í nefndinni og fyrrum fjölmiðlamaður gagnrýnir áformin harðlega og segir Alþingi ekki eiga að skipta sér af málinu. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýndi Vilhjálm Árnason, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, harðlega í aðsendri grein á Vísi í morgun og sagði hann hafa talað ógætilega í fjölmiðlum um mögulega athugun nefndarinnar á byrlunar- eða skæruliðamálinu svokallaða. Vilhjálmur greindi frá því í síðustu viku að lögmaður Páls Steingrímssonar skipstjóra hafi afhent honum gögn í málinu og óskað eftir því að sett verði á fót rannsóknarnefnd til að rannsaka aðkomu Ríkisútvarpsins að málinu. Eigi að láta fjölmiðla í friði Sigmundur Ernir Rúnarsson, nefndarmaður Samfylkingarinnar og fyrrum fjölmiðlamaður, tekur undir skrif Sigmars. „Það er ekki góður bragur á því að alþingismenn fari að rannsaka störf fjölmiðla. Þeir eiga láta fjölmiðla í friði og það eru aðrir til þess bærir aðilar sem eiga að athuga hvort að fjölmiðlar fari eftir siðareglum og þar er siðanefnd Blaðamannafélags Íslands mjög virk, eðlilega.“ Ef málið yrði rannsakað væri um pólitíska ákvörðun að ræða að mati Sigmundar sem skapi slæmt fordæmi. Nefndin væri með rannsókn að seilast inn á valdsvið lögreglunnar. „Fjölmiðlar fjalla gríðarlega mikið um Alþingi og alþingismenn og ef við ætlum að snúa þessu við, þá erum við komin út á hálan ís og farin að líkjast löndum sem við viljum ekki kannast við.“ Þurfi einnig að skoða aðkomu þingmanna og ráðherra Málið var til rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í rúm þrjú ár áður en það var látið niður falla. Formaður Blaðamannafélags Íslands fagnað því í síðustu viku að nefndin skoði málið og sagði brýnt að rýna í kjölinn á rannsókn lögreglu gagnvart sex blaðamönnum. „Ef það á að skoða þetta, þarf að skoða alla anga málsins. Þar á meðal aðkomu þingmanna, ráðherra og aðstoðarmanna ráðherra sem hafa fjallað um þetta mál með ýmsum hætti. Ef það á að skoða þetta, þá þýðir ekki að skoða einn anga málsins sem er pólitískt hagkvæmt fyrir einhver öfl innan Alþingis.“ Snúist ekki um störf blaðamanna Vilhjálmur sjálfur segir skrif Sigmars vera úr takti við það sem beiðnin til nefndarinnar snýst um. Beiðnin fjalli ekki um blaðamenn eða fréttir og ekki komi til skoðunar að taka fyrir störf og rannsókn lögreglunnar. „Það er alltaf verið að brigsla okkur um það að vera fjalla um blaðamenn og einstaka fréttir. Það er ekki það sem þetta snýst um. Þetta snýst um aðkomu ríkisstofnunar að því að afla gagnanna og miðla þeim til annarra fjölmiðla en ekki nýta sjálf. Það er ekki verið að biðja okkur um að fjalla um það sem að lögreglan var að rannsaka.“ Sagði Vilhjálmur sem ítrekaði að ekki væri búið að taka afstöðu til þess hvort fjallað verði um málið. „Síðan var önnur spurning sem við fengum. Hvort að Ríkisútvarpið hafi víðtækari heimildir til að fara inn á síma fólks en lögreglan sem þarf að sækja dómsúrskurð um það,“ segir hann og bætir við að það sé mjög sjaldan gert að nefndin taki fyrir svona mál. Um stóra ákvörðun sé að ræða. „Við munum fjalla um þetta og munum sjá hvort við bíðum eftir hver ákvörðun ráðherra verður í þessu og hvort við biðjum hann að upplýsa nefndina um það. Því hann hefur sagst ætla skoða málið.“ Byrlunar- og símastuldarmálið Fjölmiðlar Alþingi Tengdar fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra um að hætta rannsókn á máli sex blaðamanna sem voru til rannsóknar vegna meintra brota gegn lögum um friðhelgi einkalífs. 23. janúar 2025 18:15 Við erum ekki Rússland Líkt og fram hefur komið í viðtölum við Vilhjálm Árnason, formann stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, hefur nefndinni borist erindi þar sem óskað er eftir því að sett verði á laggirnar rannsóknarnefnd Alþings vegna "byrlunarmálsins" svonefnda. Ekki er óalgengt að borgarar óski eftir því að þingnefndir skoði mál en það er afar fátítt að stofnuð hafi verið sérstök rannsóknarnefnd og hefur það reyndar bara gerst fimm sinnum. 17. mars 2025 07:32 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýndi Vilhjálm Árnason, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, harðlega í aðsendri grein á Vísi í morgun og sagði hann hafa talað ógætilega í fjölmiðlum um mögulega athugun nefndarinnar á byrlunar- eða skæruliðamálinu svokallaða. Vilhjálmur greindi frá því í síðustu viku að lögmaður Páls Steingrímssonar skipstjóra hafi afhent honum gögn í málinu og óskað eftir því að sett verði á fót rannsóknarnefnd til að rannsaka aðkomu Ríkisútvarpsins að málinu. Eigi að láta fjölmiðla í friði Sigmundur Ernir Rúnarsson, nefndarmaður Samfylkingarinnar og fyrrum fjölmiðlamaður, tekur undir skrif Sigmars. „Það er ekki góður bragur á því að alþingismenn fari að rannsaka störf fjölmiðla. Þeir eiga láta fjölmiðla í friði og það eru aðrir til þess bærir aðilar sem eiga að athuga hvort að fjölmiðlar fari eftir siðareglum og þar er siðanefnd Blaðamannafélags Íslands mjög virk, eðlilega.“ Ef málið yrði rannsakað væri um pólitíska ákvörðun að ræða að mati Sigmundar sem skapi slæmt fordæmi. Nefndin væri með rannsókn að seilast inn á valdsvið lögreglunnar. „Fjölmiðlar fjalla gríðarlega mikið um Alþingi og alþingismenn og ef við ætlum að snúa þessu við, þá erum við komin út á hálan ís og farin að líkjast löndum sem við viljum ekki kannast við.“ Þurfi einnig að skoða aðkomu þingmanna og ráðherra Málið var til rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í rúm þrjú ár áður en það var látið niður falla. Formaður Blaðamannafélags Íslands fagnað því í síðustu viku að nefndin skoði málið og sagði brýnt að rýna í kjölinn á rannsókn lögreglu gagnvart sex blaðamönnum. „Ef það á að skoða þetta, þarf að skoða alla anga málsins. Þar á meðal aðkomu þingmanna, ráðherra og aðstoðarmanna ráðherra sem hafa fjallað um þetta mál með ýmsum hætti. Ef það á að skoða þetta, þá þýðir ekki að skoða einn anga málsins sem er pólitískt hagkvæmt fyrir einhver öfl innan Alþingis.“ Snúist ekki um störf blaðamanna Vilhjálmur sjálfur segir skrif Sigmars vera úr takti við það sem beiðnin til nefndarinnar snýst um. Beiðnin fjalli ekki um blaðamenn eða fréttir og ekki komi til skoðunar að taka fyrir störf og rannsókn lögreglunnar. „Það er alltaf verið að brigsla okkur um það að vera fjalla um blaðamenn og einstaka fréttir. Það er ekki það sem þetta snýst um. Þetta snýst um aðkomu ríkisstofnunar að því að afla gagnanna og miðla þeim til annarra fjölmiðla en ekki nýta sjálf. Það er ekki verið að biðja okkur um að fjalla um það sem að lögreglan var að rannsaka.“ Sagði Vilhjálmur sem ítrekaði að ekki væri búið að taka afstöðu til þess hvort fjallað verði um málið. „Síðan var önnur spurning sem við fengum. Hvort að Ríkisútvarpið hafi víðtækari heimildir til að fara inn á síma fólks en lögreglan sem þarf að sækja dómsúrskurð um það,“ segir hann og bætir við að það sé mjög sjaldan gert að nefndin taki fyrir svona mál. Um stóra ákvörðun sé að ræða. „Við munum fjalla um þetta og munum sjá hvort við bíðum eftir hver ákvörðun ráðherra verður í þessu og hvort við biðjum hann að upplýsa nefndina um það. Því hann hefur sagst ætla skoða málið.“
Byrlunar- og símastuldarmálið Fjölmiðlar Alþingi Tengdar fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra um að hætta rannsókn á máli sex blaðamanna sem voru til rannsóknar vegna meintra brota gegn lögum um friðhelgi einkalífs. 23. janúar 2025 18:15 Við erum ekki Rússland Líkt og fram hefur komið í viðtölum við Vilhjálm Árnason, formann stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, hefur nefndinni borist erindi þar sem óskað er eftir því að sett verði á laggirnar rannsóknarnefnd Alþings vegna "byrlunarmálsins" svonefnda. Ekki er óalgengt að borgarar óski eftir því að þingnefndir skoði mál en það er afar fátítt að stofnuð hafi verið sérstök rannsóknarnefnd og hefur það reyndar bara gerst fimm sinnum. 17. mars 2025 07:32 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra um að hætta rannsókn á máli sex blaðamanna sem voru til rannsóknar vegna meintra brota gegn lögum um friðhelgi einkalífs. 23. janúar 2025 18:15
Við erum ekki Rússland Líkt og fram hefur komið í viðtölum við Vilhjálm Árnason, formann stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, hefur nefndinni borist erindi þar sem óskað er eftir því að sett verði á laggirnar rannsóknarnefnd Alþings vegna "byrlunarmálsins" svonefnda. Ekki er óalgengt að borgarar óski eftir því að þingnefndir skoði mál en það er afar fátítt að stofnuð hafi verið sérstök rannsóknarnefnd og hefur það reyndar bara gerst fimm sinnum. 17. mars 2025 07:32