Réðst á konu í Róm og við Ögur Árni Sæberg skrifar 17. mars 2025 13:39 Aðra líkamsárásina framdi maðurinn í nágrenni bæjarins Ögurs í Súðavíkurhreppi. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur til sextíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir tvær líkamsárásir gegn konu. Aðra árásina framdi maðurinn í Róm á Ítalíu en hina í nágrenni við bæinn Ögur í Súðavíkurhreppi. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Vestfjarða, sem kveðinn var upp í lok febrúar. Í frétt Ríkisútvarpsins um málið segir að konan sem maðurinn réðst á sé barnsmóðir hans. Ekkert er tekið fram í dóminum um tengsl mannsins við konuna og hann var ákærður fyrir líkamsárásir en ekki brot í nánu sambandi. Réðst á konuna í Róm Í dóminum segir að annars vegar verið ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa, aðfaranótt laugardags í júlí í fyrra, veist að konunni Í Róm á Ítalíu, ýtt henni niður í rúm, sest klofvega ofan á hana og haldið höndum hennar föstum með fótum sínum og sett hægra hné sitt neðan við háls hennar vinstra megin og auk þess sett hönd sína fyrir munn hennar tvisvar sinnum í nokkrar sekúndur í hvort skipti, til þess að þagga niður í henni. Við þetta hafi konan hlotið roða yfir kinnsvæði og höku og mar neðan við háls vinstra megin. Dró konuna út úr bíl á hárinu Hins vegar hafi maðurinn verið ákærður fyrir að hafa ráðist að konunni fyrir hádegi á mánudegi síðar í júlí sama ár, í nágrenni við bæinn Ögur í Súðavíkurhreppi. Eftir deilur þeirra tveggja hafi maðurinn slegið konuna þrisvar sinnum í andlitið með lófanum og síðan sparkað til hennar með fætinum, þar sem hún sat í framsæti bíls. Maðurinn hafi þá farið út úr bílnum, teygt sig inn um bílstjórahurð bílsins, gripið í hár konunnar og dregið hana þannig yfir bílstjórasætið, út úr bílnum og hent henni í jörðina. Af þessu hafi konan hlotið eymsl, roða og bjúg í hársverði ofan ennis, tvo til þrjá marbletti og eitt hruflsár á nefi, mar og roða á vinstra kinnbeini, mar á vinstra eyra, roðabletti, mar og blæðingu aftan við vinstra eyra, sár vinstra megin á hálsi aftan við eyrnasnepil, tvo marbletti á brjóstkassa, tvö lengri klórför vinstra megin á mjóbaki og þrjú til fjögur minni klórför hægra megin á mjóbaki, þrjá upphleypta marbletti framan á miðju hægra læri og mikil eymsl í vinstra hné eftir að snerist upp á hnéð. Játaði skýlaust Í dóminum segir að maðuirnn hafi játað brot sín skýlaust og því hafi málið verið tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu. Sakaferill hans hefði ekki áhrif við ákvörðun refsingar og skýlaus játning hans horfði honum til málsbóta. Með vísan til þessa, sakarefni og dómvenju þætti ákvörðun mannsins hæfilega ákveðin sextíu daga fangelsi en fresta skyldi fullnustu hennar og hún látin niður falla að tveimur árum liðnum, haldi maðurinn almennt skilorð. Þá væri manninum gert að greiða allan sakarkostnað, 322 þúsund krónur, þar með talið þóknun skipaðs verjanda síns, 160 þúsund krónur. Dómsmál Ítalía Kynbundið ofbeldi Súðavíkurhreppur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Þetta segir í dómi Héraðsdóms Vestfjarða, sem kveðinn var upp í lok febrúar. Í frétt Ríkisútvarpsins um málið segir að konan sem maðurinn réðst á sé barnsmóðir hans. Ekkert er tekið fram í dóminum um tengsl mannsins við konuna og hann var ákærður fyrir líkamsárásir en ekki brot í nánu sambandi. Réðst á konuna í Róm Í dóminum segir að annars vegar verið ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa, aðfaranótt laugardags í júlí í fyrra, veist að konunni Í Róm á Ítalíu, ýtt henni niður í rúm, sest klofvega ofan á hana og haldið höndum hennar föstum með fótum sínum og sett hægra hné sitt neðan við háls hennar vinstra megin og auk þess sett hönd sína fyrir munn hennar tvisvar sinnum í nokkrar sekúndur í hvort skipti, til þess að þagga niður í henni. Við þetta hafi konan hlotið roða yfir kinnsvæði og höku og mar neðan við háls vinstra megin. Dró konuna út úr bíl á hárinu Hins vegar hafi maðurinn verið ákærður fyrir að hafa ráðist að konunni fyrir hádegi á mánudegi síðar í júlí sama ár, í nágrenni við bæinn Ögur í Súðavíkurhreppi. Eftir deilur þeirra tveggja hafi maðurinn slegið konuna þrisvar sinnum í andlitið með lófanum og síðan sparkað til hennar með fætinum, þar sem hún sat í framsæti bíls. Maðurinn hafi þá farið út úr bílnum, teygt sig inn um bílstjórahurð bílsins, gripið í hár konunnar og dregið hana þannig yfir bílstjórasætið, út úr bílnum og hent henni í jörðina. Af þessu hafi konan hlotið eymsl, roða og bjúg í hársverði ofan ennis, tvo til þrjá marbletti og eitt hruflsár á nefi, mar og roða á vinstra kinnbeini, mar á vinstra eyra, roðabletti, mar og blæðingu aftan við vinstra eyra, sár vinstra megin á hálsi aftan við eyrnasnepil, tvo marbletti á brjóstkassa, tvö lengri klórför vinstra megin á mjóbaki og þrjú til fjögur minni klórför hægra megin á mjóbaki, þrjá upphleypta marbletti framan á miðju hægra læri og mikil eymsl í vinstra hné eftir að snerist upp á hnéð. Játaði skýlaust Í dóminum segir að maðuirnn hafi játað brot sín skýlaust og því hafi málið verið tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu. Sakaferill hans hefði ekki áhrif við ákvörðun refsingar og skýlaus játning hans horfði honum til málsbóta. Með vísan til þessa, sakarefni og dómvenju þætti ákvörðun mannsins hæfilega ákveðin sextíu daga fangelsi en fresta skyldi fullnustu hennar og hún látin niður falla að tveimur árum liðnum, haldi maðurinn almennt skilorð. Þá væri manninum gert að greiða allan sakarkostnað, 322 þúsund krónur, þar með talið þóknun skipaðs verjanda síns, 160 þúsund krónur.
Dómsmál Ítalía Kynbundið ofbeldi Súðavíkurhreppur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira