Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Árni Sæberg skrifar 17. mars 2025 16:06 Alfreð Erling Þórðarson við húsakynni Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem aðalmeðferð málsins var háð, þrátt fyrir að málið hafi verið á forræði Héraðsdóms Austurlands. Vísir/Vilhelm Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja ekki dómi Héraðsdóms Austurlands í máli Alfreðs Erlings Þórðarsonar, sem varð eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra. Talið var sannað að hann hefði orðið hjónunum að bana en hann sýknaður vegna skorts á sakhæfi. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari staðfestir að dóminum verði ekki áfrýjað í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Alfreð Erling var sýknaður fyrir sléttri viku en Ríkissaksóknari hefur fjórar vikur til þess að taka ákvörðun um áfrýjun. Fór fram á allt að ævilangt fangelsi Alfreð Erling var ákærður fyrir að ráða hjónunum bana með því að ráðast á þau á heimili þeirra með hamri. Hann hafi slegið þau oft með hamrinum, einkum í höfuð, með þeim afleiðingum að þau hlutu umfangsmikla áverka sem urðu þeim að bana. Í ákæru var farið fram á að Alfreð Erling yrði dæmdur til refsingar og í málflutningi Arnþrúðar Þórarinsdóttur, saksóknara hjá Héraðssaksóknara, sagði að yrði hann sakfelldur væri eðlilegt að dæma hann í tuttugu ára fangelsi, og jafnvel ævilangt fangelsi. Hins vegar væri mikilvægt að taka til skoðunar hvort hann væri sakhæfur eða ekki. Engin áfrýjun þrátt fyrir sýknu Í dómi Héraðsdóms Austurlands sagði að gögn málsins hefðu sýnt fram á að enginn annar en Alfreð Erling hefði getað verið að verki í umrætt sinn. Lögfull sönnun væri komin fram um að hann hefði veist að hjónunum með þeim hætti sem lýst væri í ákæru. Hins vegar segði í hegningarlögum að ekki eigi að refsa mönnum vegna geðveiki, andlegs vanþroska eða annars samsvarandi ástands hafi þeir verið alls ófærir um að stjórna gjörðum sínum. Ekki væri endilega nóg að hinn ákærði hefði verið með „brenglað raunveruleikaskyn“ eða haldinn ranghugmyndum vegna geðsjúkdóms. Matsmaður, sem gaf skýrslu fyrir dómi, hefðu ekki séð neina aðra túlkun mögulega en að Alfreð Erling hefði verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum á verknaðarstundu. Dómurinn vísaði til þessa mats í niðurstöðu sinni og sagði að hann hefði verið á valdi ranghugmynda og mikilla hugsanatruflana á verknaðarstundu. Alfreð Erling hefði ekki skipulagt verknaðinn. Hann hefði heldur ekki borið skynbragð á eðli brotsins. Hann væri því metinn ósakhæfur og sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Þrátt fyrir að Alfreð Erling hafi verið sýknaður af kröfum ákæruvaldsins hefur Ríkissaksóknari ákveðið að láta ekki reyna á þá niðurstöðu. Sætir öryggisgæslu ótímabundið Þrátt fyrir að Alfreð Erling hafi verið sýknaður af kröfu um refsingu getur hann ekki um frjálst höfuð strokið, enda var hann dæmdur til þess að sæta öryggisgæslu á viðeigandi hæli. Slík ráðstöfun, á grundvelli ákvæðis almennra hegningarlaga, er ótímabundin en Hæstiréttur skal þó skipa svo vistuðum manni, sem eftirlit hefur með því, að dvöl hans á hælinu verði ekki lengri en nauðsyn ber til. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Tengdar fréttir „Hann er aldrei sakhæfur“ Mjög reyndur geðlæknir sem vann matsgerð í máli Alfreðs Erlings Þórðarsonar, 46 ára manns sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, telur að Alfreð Erling sé ósakhæfur. Hann hafi verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum á verknaðarstundu. 11. febrúar 2025 14:38 Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Mágur Alfreðs Erlings Þórðarsonar, sem grunaður er um að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar, segir Alfreð stundum hafa komið við hjá hjónunum og fengið hjá þeim kaffi eða að borða á kvöldin þegar hann var svangur. Hann grunaði Alfreð strax um græsku þegar hann sá hvað hafði gerst. 10. febrúar 2025 14:49 Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Talið er að Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, hafi mögulega fært við líkum eða líkömum þeirra látnu og fært annað þeirra í þvingaða stöðu. 11. febrúar 2025 10:58 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari staðfestir að dóminum verði ekki áfrýjað í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Alfreð Erling var sýknaður fyrir sléttri viku en Ríkissaksóknari hefur fjórar vikur til þess að taka ákvörðun um áfrýjun. Fór fram á allt að ævilangt fangelsi Alfreð Erling var ákærður fyrir að ráða hjónunum bana með því að ráðast á þau á heimili þeirra með hamri. Hann hafi slegið þau oft með hamrinum, einkum í höfuð, með þeim afleiðingum að þau hlutu umfangsmikla áverka sem urðu þeim að bana. Í ákæru var farið fram á að Alfreð Erling yrði dæmdur til refsingar og í málflutningi Arnþrúðar Þórarinsdóttur, saksóknara hjá Héraðssaksóknara, sagði að yrði hann sakfelldur væri eðlilegt að dæma hann í tuttugu ára fangelsi, og jafnvel ævilangt fangelsi. Hins vegar væri mikilvægt að taka til skoðunar hvort hann væri sakhæfur eða ekki. Engin áfrýjun þrátt fyrir sýknu Í dómi Héraðsdóms Austurlands sagði að gögn málsins hefðu sýnt fram á að enginn annar en Alfreð Erling hefði getað verið að verki í umrætt sinn. Lögfull sönnun væri komin fram um að hann hefði veist að hjónunum með þeim hætti sem lýst væri í ákæru. Hins vegar segði í hegningarlögum að ekki eigi að refsa mönnum vegna geðveiki, andlegs vanþroska eða annars samsvarandi ástands hafi þeir verið alls ófærir um að stjórna gjörðum sínum. Ekki væri endilega nóg að hinn ákærði hefði verið með „brenglað raunveruleikaskyn“ eða haldinn ranghugmyndum vegna geðsjúkdóms. Matsmaður, sem gaf skýrslu fyrir dómi, hefðu ekki séð neina aðra túlkun mögulega en að Alfreð Erling hefði verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum á verknaðarstundu. Dómurinn vísaði til þessa mats í niðurstöðu sinni og sagði að hann hefði verið á valdi ranghugmynda og mikilla hugsanatruflana á verknaðarstundu. Alfreð Erling hefði ekki skipulagt verknaðinn. Hann hefði heldur ekki borið skynbragð á eðli brotsins. Hann væri því metinn ósakhæfur og sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Þrátt fyrir að Alfreð Erling hafi verið sýknaður af kröfum ákæruvaldsins hefur Ríkissaksóknari ákveðið að láta ekki reyna á þá niðurstöðu. Sætir öryggisgæslu ótímabundið Þrátt fyrir að Alfreð Erling hafi verið sýknaður af kröfu um refsingu getur hann ekki um frjálst höfuð strokið, enda var hann dæmdur til þess að sæta öryggisgæslu á viðeigandi hæli. Slík ráðstöfun, á grundvelli ákvæðis almennra hegningarlaga, er ótímabundin en Hæstiréttur skal þó skipa svo vistuðum manni, sem eftirlit hefur með því, að dvöl hans á hælinu verði ekki lengri en nauðsyn ber til.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Tengdar fréttir „Hann er aldrei sakhæfur“ Mjög reyndur geðlæknir sem vann matsgerð í máli Alfreðs Erlings Þórðarsonar, 46 ára manns sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, telur að Alfreð Erling sé ósakhæfur. Hann hafi verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum á verknaðarstundu. 11. febrúar 2025 14:38 Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Mágur Alfreðs Erlings Þórðarsonar, sem grunaður er um að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar, segir Alfreð stundum hafa komið við hjá hjónunum og fengið hjá þeim kaffi eða að borða á kvöldin þegar hann var svangur. Hann grunaði Alfreð strax um græsku þegar hann sá hvað hafði gerst. 10. febrúar 2025 14:49 Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Talið er að Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, hafi mögulega fært við líkum eða líkömum þeirra látnu og fært annað þeirra í þvingaða stöðu. 11. febrúar 2025 10:58 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
„Hann er aldrei sakhæfur“ Mjög reyndur geðlæknir sem vann matsgerð í máli Alfreðs Erlings Þórðarsonar, 46 ára manns sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, telur að Alfreð Erling sé ósakhæfur. Hann hafi verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum á verknaðarstundu. 11. febrúar 2025 14:38
Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Mágur Alfreðs Erlings Þórðarsonar, sem grunaður er um að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar, segir Alfreð stundum hafa komið við hjá hjónunum og fengið hjá þeim kaffi eða að borða á kvöldin þegar hann var svangur. Hann grunaði Alfreð strax um græsku þegar hann sá hvað hafði gerst. 10. febrúar 2025 14:49
Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Talið er að Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, hafi mögulega fært við líkum eða líkömum þeirra látnu og fært annað þeirra í þvingaða stöðu. 11. febrúar 2025 10:58