Óbærileg bið eftir kvöldinu Valur Páll Eiríksson skrifar 18. mars 2025 12:00 Daníel Andri stýrði Þór í bikarúrslitum í fyrra og vonast til að komast skrefinu lengra í ár, og taka titilinn. Vísir/Hulda Margrét Daníel Andri Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Þórs í körfubolta, segir mikla spennu fyrir undanúrslitaleik kvöldsins við Grindavík í bikarkeppninni. Biðin sé heldur löng eftir kvöldinu. Öll fjögur liðin sem keppa til undanúrslita í kvöld eru staðsett utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrri leikurinn er klukkan 17:15 en þá mætast Njarðvík og sameiginlegt lið Hamars og Þórs frá Þorlákshöfn. Seinni leikurinn, klukkan 20:00, er milli Grindavíkur og Þórs frá Akureyri. Akureyringar vonast til að komast í úrslit annað árið í röð en Keflavík hafði betur gegn Þórsurum í úrslitum í fyrra. Þórsliðið mætti í bæinn í gær og spennan mikil, í raun það mikil að þjálfara liðsins Daníel Andra Halldórssyni finnst full löng bið eftir því að spila leikinn seint í kvöld. „Það er mikill spenningur hjá okkur í Þór. Það er gaman að vera komin aftur í undanúrslit og taka þátt í bikarvikunni annað árið í röð. Við getum ekki beðið eftir leik og leiðinlegt að vera seinni leikurinn,“ „Það er eiginlega of langt í þetta og erfitt fyrir fólk að koma að norðan á leikinn á þessum tíma. Þetta var líka svona í fyrra og við bíðum þá bara aðeins lengur eftir þessum leik og verðum klárar í slaginn þegar að því kemur,“ segir Daníel í samtali við íþróttadeild. Þórsarar komu þá í bæinn í gær og fóru saman út að borða. Það sé mikilvægt uppbrot í kringum svo stóra leiki. „Við keyrðum í bæinn í gær og æfðum hjá ÍR seinni partinn. Svo fór liðið út að borða og svona, við gerum aðeins extra í kringum þessa stóru leiki. Við tökum svo smá fund í dag og drepum tíma fram að leik,“ segir Daníel. Vegna þess hversu seint leikurinn fer fram má ef til vill eiga von á færri Þórsurum en vildu koma, líkt og Daníel nefnir að ofan. Hann treystir þó á góðan stuðning í kvöld og vonast til að ástæða sé til að fjölmenna á laugardag, vinnist Grindavík í kvöld. „Það leynast nú Þórsarar út um allt land. Við treystum á að okkar besta fólk mæti og vonandi fer þetta okkur í hag og við fjölmennum svo á laugardaginn,“ segir Daníel. Leikir dagsins í undanúrslitum bikarsins verða sýndir á RÚV en lýst beint í textalýsingu hér á Vísi. Þór Akureyri VÍS-bikarinn Bónus-deild kvenna Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Öll fjögur liðin sem keppa til undanúrslita í kvöld eru staðsett utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrri leikurinn er klukkan 17:15 en þá mætast Njarðvík og sameiginlegt lið Hamars og Þórs frá Þorlákshöfn. Seinni leikurinn, klukkan 20:00, er milli Grindavíkur og Þórs frá Akureyri. Akureyringar vonast til að komast í úrslit annað árið í röð en Keflavík hafði betur gegn Þórsurum í úrslitum í fyrra. Þórsliðið mætti í bæinn í gær og spennan mikil, í raun það mikil að þjálfara liðsins Daníel Andra Halldórssyni finnst full löng bið eftir því að spila leikinn seint í kvöld. „Það er mikill spenningur hjá okkur í Þór. Það er gaman að vera komin aftur í undanúrslit og taka þátt í bikarvikunni annað árið í röð. Við getum ekki beðið eftir leik og leiðinlegt að vera seinni leikurinn,“ „Það er eiginlega of langt í þetta og erfitt fyrir fólk að koma að norðan á leikinn á þessum tíma. Þetta var líka svona í fyrra og við bíðum þá bara aðeins lengur eftir þessum leik og verðum klárar í slaginn þegar að því kemur,“ segir Daníel í samtali við íþróttadeild. Þórsarar komu þá í bæinn í gær og fóru saman út að borða. Það sé mikilvægt uppbrot í kringum svo stóra leiki. „Við keyrðum í bæinn í gær og æfðum hjá ÍR seinni partinn. Svo fór liðið út að borða og svona, við gerum aðeins extra í kringum þessa stóru leiki. Við tökum svo smá fund í dag og drepum tíma fram að leik,“ segir Daníel. Vegna þess hversu seint leikurinn fer fram má ef til vill eiga von á færri Þórsurum en vildu koma, líkt og Daníel nefnir að ofan. Hann treystir þó á góðan stuðning í kvöld og vonast til að ástæða sé til að fjölmenna á laugardag, vinnist Grindavík í kvöld. „Það leynast nú Þórsarar út um allt land. Við treystum á að okkar besta fólk mæti og vonandi fer þetta okkur í hag og við fjölmennum svo á laugardaginn,“ segir Daníel. Leikir dagsins í undanúrslitum bikarsins verða sýndir á RÚV en lýst beint í textalýsingu hér á Vísi.
Þór Akureyri VÍS-bikarinn Bónus-deild kvenna Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira