Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 18. mars 2025 15:00 Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu 2014 og hernámu Krímskaga brugðust vestræn ríki með léttvægum viðskiptaþvingunum og hneykslan. En með hernáminu brutu Rússar nokkra samninga sem þeir höfðu undirritað. Fyrst ber að nefna stofnsáttmála Sameinuðu Þjóðanna frá 1945 en Rússar rufu reglur um fullveldi ríkja og bönn við landvinningum með hervaldi. Í öðru lagi Búdapest samkomulagið frá 1994 þar sem þeir skuldbundu sig til að virða landhelgi og sjálfstæði Úkraínu gegn því að landið afsalaði sér kjarnavopnum sem Úkraína gerði. Í þriðja lagi samning milli landanna um að Svartahafsfloti Rússlands hefði aðstöðu á Krímskaga til 2042 en með hernámi skagans var samningurinn brotinn. Í fjórða lagi Helsinki lokaskjalið frá 1975 (Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE)) en með því hafði Rússland skuldbundið sig til að virða landamæri Evrópu. Mögulega geta fleiri samningar hafa verið brotnir án þess að þeir séu tíundaðir hér. Evrópuríkin héldu áfram að kaupa olíu og gas af rússum því þeim hafði tekist að gera sig háða rússum með orku. Áfram héldu Þjóðverjar, undir forystu Merkel, með þá stefnu að gera sig háða öðrum með orku með því að loka kjarnorkuverum og þótt öryggisáhyggjur í framhaldi af slysinu í Fukushima 2011 hafi verið opinbera skýringin lá annað undir. Flokkur Merkel þurfti að opna leið að Græningjum til að geta haldið völdum næstu árin. Þannig vék sjálfstæði í orkumálum fyrir pólitískum völdum. Þegar rússar ráðast svo aftur inn í Úkraínu í febrúar 2022 voru Evrópuþjóðir aftur teknar í bólinu því enn voru þær háðar rússum með orku. Þótt viðbrögðin hafi verið kröftugri 2022 þá sýndi það sig strax að án Bandaríkjanna máttu þjóðir meginlandsins sín lítils. Það voru flestum mikil vonbrigði þegar Rússar héldu áfram hernaði sínum gegn Úkraínu í febrúar 2022 og viðbrögð vestrænna ríkja voru nú umfangsmeiri. Ísland skipaði sér áfram í hóp þeirra sem gagnrýndu Rússa og hétu Úkraínu stuðningi og gekk jafnvel svo langt að loka sendiráði Íslands í Moskvu, eitt ríkja. Lokun sendiráðs Nýverið kom fram í viðtali við fyrrverandi utanríkisráðherra að ráðuneytið hafi ekki treyst sér til að ábyrgjast öryggi starfsfólks sendiráðsins en það hafi þó ekki verið megin ástæða þess að því var lokað. Það er alvarlegt og á ekki að líðast að ríki fara fram með slíkum hætti gegn starfsmönnum sendiráða. Þetta er þó ekkert nýtt af hálfu Rússa og reyndar Sovétríkjanna sálugu. Árið 2016 voru sagðar fréttir m.a. í Washington Post og The Guardian af starfsmönnum sendiráðs Bandaríkjanna í Moskvu svipuðum atvikum og Rússa beita nú. Á tímum Sovétríkjanna var þetta einnig þekkt s.s. á 9. Áratugnum. Ef Utanrikisráðuneytið og ráðherra gátu ekki tryggt öryggi starfsfólks líkt og þáverandi ráðherra sagði, þá er það næg ástæða til að loka sendiráði. En þar sem það var ekki megin ástæðan þá virðist sem ákvörðun um lokun hafi verið tekin út frá öðrum forsendum. Lykilatriði í deilum er að halda talsambandi og reyna að miðla málum með diplómatískum leiðum. Með þessari ákvörðun setti Utanríkisráðherra Ísland út fyrir hið diplómatíska borð og hvað sem segja má um brot rússa á samningum og glæpi gegn Úkraínsku þjóðinni er rangt að spila sig út í horn. Donald Donald Trump var kosinn forseti Bandaríkjanna í nóvember sl. Ýmislegt má segja um hann og hans félaga en kosningin var lýðræðisleg og sigurinn öruggur. Við blasir að nálgun Trump á stjórnmál lýtur öðrum lögmálum en við þekkjum. Hafandi fylgst með fyrra kjörtímabili hans, kosningabaráttu, gagnrýni á stjórn Biden os.frv. kemur ekki á óvart hvernig hans nálgun er. Helsta breytingin er sú að nú kemur hann reynslunni ríkari og með fólk með sér sem er líkara honum en síðast. Orðræða Bandaríkjaforseta gagnvart t.d. Grænlandi og Kanada er ekki við hæfi. Íslendingar taka sér eðlilega stöðu með löndunum tveimur þar sem Bandaríkjamönnum, líkt og öðrum, ber að virða landamæri annarra. Við á Íslandi þurfum, um leið og við tryggjum góð tengsl við Bandaríkin, að vera með það á hreinu að Ísland verði aldrei notað til ólöglegra landvinninga. Staða Evrópusambandsins gagnvart Bandaríkjunum og Asíu er veik. Hún er veik efnahagslega, samfélagslega og öryggislega. Meðan Bandaríkin og mörg ríki Asíu hafa styrkst efnahagslega hefur ESB dregist aftur úr skv. flestum ef ekki öllum mælikvörðum. Samfélagslega er undiralda í ESB vegna lýðræðishalla, íþyngjandi reglna, vandamála tengdum innflytjendum ofl. og því er enginn einhugur innan bandalagsins þegar kemur að efnahags- eða öryggismálum. ESB og restin af Evrópu hefur frá stofnun Atlandshafsbandalagsins (NATO) lagt traust sitt á að Bandaríkin tryggi öryggi álfunnar. Nú er það breytt. ESB eða NATO Þótt ESB og önnur Evrópuríki hafi aukið útgjöld til öryggis og varnarmála þá dugar það hvergi til að vega upp það öryggi sem Bandaríkin hafa veitt þeim. Ísland á því ekki meira skjól í vörnum ESB en Úkraína þar sem ESB ófært um að tryggja nauðsynlegar varnir. ESB hefur nú áætlanir uppi um endurhervæðingu Evrópu með því að aðildarríkin verji á næstu tíu árum 800 milljarða evra til hervæðingarinnar. Samkvæmt grein 42.7 í TEU (Treaty on European Union) Ber ríkjum ESB að aðstoða hvert annað (orðið verja eða varnir er ekki notað) sé á eitt ríki ráðist þó ekki þannig að það fari gegn öryggis og varnarstefnu einstakra ríkja. Þá er tekið fram að skyldur þeirra ríkja sem eru aðilar að NATO skulu vera í samræmi við skuldbindingar þeirra þar. Í samanburðargreiningu sem Evrópu þingið lét gera 2022 kemur ágætlega fram hve óskýr skuldbinding ESB ríkjanna er samanborið við NATO ríkin. Utanríkisstefnan Aukin áhersla íslenska stjórnvalda á varnarmál á ekki að koma á óvart í breyttum heimi. Í raun er fullt tilefni til að velta því fyrir sér hvort áherslur íslenskrar utanríkisstefnu þurfi endurskoðunar í heild. Lögð hefur verið áhersla á að um stefnuna ríki „sem mest sátt“ en þó hafa ráðherrar komið og farið með ólíkar áherslur en vélin gengur þó áfram að miklu leiti óbreytt. Íslensk utanríkisþjónusta er agnar smá í samanburði við flest önnur ríki og því er mikilvægt að velta því fyrir sér hvort takmörkuðum fjármunum sé varið í málefni sem mestu skipta íslenska hagsmuni á erlendri grundu. Einnig er nauðsynlegt í ljósi harðinda í ríkisrekstri að velta því upp hvort áherslubreytingar og endurskipulagning spari fjármuni. Ísland á ekki marga raunverulega kosti þegar kemur að vörnum og öryggi landsins. Augljósasti kosturinn er að tryggja áfram öryggissamstarf sitt við Bandaríkin og gera Bandarískum stjórnvöldum grein fyrir sérstöðu Íslands og minna á strategískt mikilvægi landsins í vörum Bandaríkjanna. Um leið og þetta er gert eigum við að efla okkar samstarf við vini og samstarfsríki m.a. í gengum sk. „Joint Expeditionary Force“ (JEF) samstarf. JEF kallast á íslensku Sameiginlega viðbragðssveitin og er varnarsamstarf leitt af bretum með þátttöku nokkurra norðurevrópskra ríkja. Ísland ætti að efla þátttöku sína í JEF og þétta þannig raðirnar með Bretlandi, Norðurlöndunum, Eystrasaltsríkjunum og Hollandi. Ásamt JEF mun virk þátttaka í NORDEFCO samnorræna varnarsamstarfinu efla enn frekar mögulegar varnir Íslands. Sé horft á staðsetningu Íslands má velta því fyrir sér hvort ekki sé full ástæða til að eiga sérstakt varnarsamstarf við Breta, Norðmenn og Dani fyrir hönd Grænlendinga og Færeyinga. Þessir nágrannar okkar hafa svipaðra hagsmuna að gæta í Norður Atlantshafi og eru nánir bandamenn í öðru varnar og öryggissamstarfi. Bretar eru eitt öflugasta ríki Evrópu þegar kemur að vörnum, standa utan Evrópusambandsins, tengsl þjóðanna eru mikil og því áhugavert að skoða aukið varnarsamstarf við breta. Framtíð Íslands liggur því áframhaldandi góðu samstarfi við Bandaríkin ásamt virkri þátttöku í NATO, JEF, NORDEFCO og öðrum samstarfsverkefnum á sviðum varnarmála. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Miðflokkurinn Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump NATO Evrópusambandið Mest lesið ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Frelsissviptir Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu 2014 og hernámu Krímskaga brugðust vestræn ríki með léttvægum viðskiptaþvingunum og hneykslan. En með hernáminu brutu Rússar nokkra samninga sem þeir höfðu undirritað. Fyrst ber að nefna stofnsáttmála Sameinuðu Þjóðanna frá 1945 en Rússar rufu reglur um fullveldi ríkja og bönn við landvinningum með hervaldi. Í öðru lagi Búdapest samkomulagið frá 1994 þar sem þeir skuldbundu sig til að virða landhelgi og sjálfstæði Úkraínu gegn því að landið afsalaði sér kjarnavopnum sem Úkraína gerði. Í þriðja lagi samning milli landanna um að Svartahafsfloti Rússlands hefði aðstöðu á Krímskaga til 2042 en með hernámi skagans var samningurinn brotinn. Í fjórða lagi Helsinki lokaskjalið frá 1975 (Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE)) en með því hafði Rússland skuldbundið sig til að virða landamæri Evrópu. Mögulega geta fleiri samningar hafa verið brotnir án þess að þeir séu tíundaðir hér. Evrópuríkin héldu áfram að kaupa olíu og gas af rússum því þeim hafði tekist að gera sig háða rússum með orku. Áfram héldu Þjóðverjar, undir forystu Merkel, með þá stefnu að gera sig háða öðrum með orku með því að loka kjarnorkuverum og þótt öryggisáhyggjur í framhaldi af slysinu í Fukushima 2011 hafi verið opinbera skýringin lá annað undir. Flokkur Merkel þurfti að opna leið að Græningjum til að geta haldið völdum næstu árin. Þannig vék sjálfstæði í orkumálum fyrir pólitískum völdum. Þegar rússar ráðast svo aftur inn í Úkraínu í febrúar 2022 voru Evrópuþjóðir aftur teknar í bólinu því enn voru þær háðar rússum með orku. Þótt viðbrögðin hafi verið kröftugri 2022 þá sýndi það sig strax að án Bandaríkjanna máttu þjóðir meginlandsins sín lítils. Það voru flestum mikil vonbrigði þegar Rússar héldu áfram hernaði sínum gegn Úkraínu í febrúar 2022 og viðbrögð vestrænna ríkja voru nú umfangsmeiri. Ísland skipaði sér áfram í hóp þeirra sem gagnrýndu Rússa og hétu Úkraínu stuðningi og gekk jafnvel svo langt að loka sendiráði Íslands í Moskvu, eitt ríkja. Lokun sendiráðs Nýverið kom fram í viðtali við fyrrverandi utanríkisráðherra að ráðuneytið hafi ekki treyst sér til að ábyrgjast öryggi starfsfólks sendiráðsins en það hafi þó ekki verið megin ástæða þess að því var lokað. Það er alvarlegt og á ekki að líðast að ríki fara fram með slíkum hætti gegn starfsmönnum sendiráða. Þetta er þó ekkert nýtt af hálfu Rússa og reyndar Sovétríkjanna sálugu. Árið 2016 voru sagðar fréttir m.a. í Washington Post og The Guardian af starfsmönnum sendiráðs Bandaríkjanna í Moskvu svipuðum atvikum og Rússa beita nú. Á tímum Sovétríkjanna var þetta einnig þekkt s.s. á 9. Áratugnum. Ef Utanrikisráðuneytið og ráðherra gátu ekki tryggt öryggi starfsfólks líkt og þáverandi ráðherra sagði, þá er það næg ástæða til að loka sendiráði. En þar sem það var ekki megin ástæðan þá virðist sem ákvörðun um lokun hafi verið tekin út frá öðrum forsendum. Lykilatriði í deilum er að halda talsambandi og reyna að miðla málum með diplómatískum leiðum. Með þessari ákvörðun setti Utanríkisráðherra Ísland út fyrir hið diplómatíska borð og hvað sem segja má um brot rússa á samningum og glæpi gegn Úkraínsku þjóðinni er rangt að spila sig út í horn. Donald Donald Trump var kosinn forseti Bandaríkjanna í nóvember sl. Ýmislegt má segja um hann og hans félaga en kosningin var lýðræðisleg og sigurinn öruggur. Við blasir að nálgun Trump á stjórnmál lýtur öðrum lögmálum en við þekkjum. Hafandi fylgst með fyrra kjörtímabili hans, kosningabaráttu, gagnrýni á stjórn Biden os.frv. kemur ekki á óvart hvernig hans nálgun er. Helsta breytingin er sú að nú kemur hann reynslunni ríkari og með fólk með sér sem er líkara honum en síðast. Orðræða Bandaríkjaforseta gagnvart t.d. Grænlandi og Kanada er ekki við hæfi. Íslendingar taka sér eðlilega stöðu með löndunum tveimur þar sem Bandaríkjamönnum, líkt og öðrum, ber að virða landamæri annarra. Við á Íslandi þurfum, um leið og við tryggjum góð tengsl við Bandaríkin, að vera með það á hreinu að Ísland verði aldrei notað til ólöglegra landvinninga. Staða Evrópusambandsins gagnvart Bandaríkjunum og Asíu er veik. Hún er veik efnahagslega, samfélagslega og öryggislega. Meðan Bandaríkin og mörg ríki Asíu hafa styrkst efnahagslega hefur ESB dregist aftur úr skv. flestum ef ekki öllum mælikvörðum. Samfélagslega er undiralda í ESB vegna lýðræðishalla, íþyngjandi reglna, vandamála tengdum innflytjendum ofl. og því er enginn einhugur innan bandalagsins þegar kemur að efnahags- eða öryggismálum. ESB og restin af Evrópu hefur frá stofnun Atlandshafsbandalagsins (NATO) lagt traust sitt á að Bandaríkin tryggi öryggi álfunnar. Nú er það breytt. ESB eða NATO Þótt ESB og önnur Evrópuríki hafi aukið útgjöld til öryggis og varnarmála þá dugar það hvergi til að vega upp það öryggi sem Bandaríkin hafa veitt þeim. Ísland á því ekki meira skjól í vörnum ESB en Úkraína þar sem ESB ófært um að tryggja nauðsynlegar varnir. ESB hefur nú áætlanir uppi um endurhervæðingu Evrópu með því að aðildarríkin verji á næstu tíu árum 800 milljarða evra til hervæðingarinnar. Samkvæmt grein 42.7 í TEU (Treaty on European Union) Ber ríkjum ESB að aðstoða hvert annað (orðið verja eða varnir er ekki notað) sé á eitt ríki ráðist þó ekki þannig að það fari gegn öryggis og varnarstefnu einstakra ríkja. Þá er tekið fram að skyldur þeirra ríkja sem eru aðilar að NATO skulu vera í samræmi við skuldbindingar þeirra þar. Í samanburðargreiningu sem Evrópu þingið lét gera 2022 kemur ágætlega fram hve óskýr skuldbinding ESB ríkjanna er samanborið við NATO ríkin. Utanríkisstefnan Aukin áhersla íslenska stjórnvalda á varnarmál á ekki að koma á óvart í breyttum heimi. Í raun er fullt tilefni til að velta því fyrir sér hvort áherslur íslenskrar utanríkisstefnu þurfi endurskoðunar í heild. Lögð hefur verið áhersla á að um stefnuna ríki „sem mest sátt“ en þó hafa ráðherrar komið og farið með ólíkar áherslur en vélin gengur þó áfram að miklu leiti óbreytt. Íslensk utanríkisþjónusta er agnar smá í samanburði við flest önnur ríki og því er mikilvægt að velta því fyrir sér hvort takmörkuðum fjármunum sé varið í málefni sem mestu skipta íslenska hagsmuni á erlendri grundu. Einnig er nauðsynlegt í ljósi harðinda í ríkisrekstri að velta því upp hvort áherslubreytingar og endurskipulagning spari fjármuni. Ísland á ekki marga raunverulega kosti þegar kemur að vörnum og öryggi landsins. Augljósasti kosturinn er að tryggja áfram öryggissamstarf sitt við Bandaríkin og gera Bandarískum stjórnvöldum grein fyrir sérstöðu Íslands og minna á strategískt mikilvægi landsins í vörum Bandaríkjanna. Um leið og þetta er gert eigum við að efla okkar samstarf við vini og samstarfsríki m.a. í gengum sk. „Joint Expeditionary Force“ (JEF) samstarf. JEF kallast á íslensku Sameiginlega viðbragðssveitin og er varnarsamstarf leitt af bretum með þátttöku nokkurra norðurevrópskra ríkja. Ísland ætti að efla þátttöku sína í JEF og þétta þannig raðirnar með Bretlandi, Norðurlöndunum, Eystrasaltsríkjunum og Hollandi. Ásamt JEF mun virk þátttaka í NORDEFCO samnorræna varnarsamstarfinu efla enn frekar mögulegar varnir Íslands. Sé horft á staðsetningu Íslands má velta því fyrir sér hvort ekki sé full ástæða til að eiga sérstakt varnarsamstarf við Breta, Norðmenn og Dani fyrir hönd Grænlendinga og Færeyinga. Þessir nágrannar okkar hafa svipaðra hagsmuna að gæta í Norður Atlantshafi og eru nánir bandamenn í öðru varnar og öryggissamstarfi. Bretar eru eitt öflugasta ríki Evrópu þegar kemur að vörnum, standa utan Evrópusambandsins, tengsl þjóðanna eru mikil og því áhugavert að skoða aukið varnarsamstarf við breta. Framtíð Íslands liggur því áframhaldandi góðu samstarfi við Bandaríkin ásamt virkri þátttöku í NATO, JEF, NORDEFCO og öðrum samstarfsverkefnum á sviðum varnarmála. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun