Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur Páll Eiríksson skrifar 19. mars 2025 09:31 Leifur Andri Leifsson segir tímabært að fótboltinn víki fyrir öðru. Vísir/Sigurjón Leifur Andri Leifsson, oft kallaður herra HK, er hættur knattspyrnuiðkun eftir farsælan feril með uppeldisfélaginu. Félagið hefur spilað stóran sess í lífi hans en fjölskyldan fær nú forgang. „Ég átti bara mjög heiðarlegt samtal við Hemma [Hermann Hreiðarsson, þjálfara HK] núna fyrir nokkrum vikum síðan. Við ræddum framtíð klúbbsins og svona. Þetta blundaði vel í mér í desember og janúar en svo ákvað maður að taka slaginn. En svo gerði ég mér grein fyrir að það er kominn tími til að félagið standi á eigin fótum án mín. Maður hefur svolítið verið þarna eins og húsgagn,“ segir Leifur Andri sem tilkynnti í gær að knattspyrnuskórnir væru komnir upp í hillu. Húsgagn segir hann en vissulega hefur hann haldið tryggð við HK allan sinn feril og er leikjahæstur í sögu þess. Það er ekki að ástæðulausu sem hann er kallaður Herra HK. „Ég held ég hafi svo sem unnið mér það inn með því að halda tryggð við klúbbinn. Maður hefur náttúrulega spilað alla yngri flokkana og fylgt liðinu úr Fagralundi upp í Kórahverfi. Það er bara gaman en vonandi er einhver sem er til í að feta í þessi fótspor og mun bæta þetta einhvern tímann,“ segir Leifur Andri. Félagið breyst til hins betra Einhver verður þó biðin eftir því að leikjamet Leifs verði bætt. Hann er lang leikjahæstur í sögu HK með 403 leiki í öllum keppnum, deildarkeppni, bikar og deildabikar. Næstur á eftir Leifi er markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson sem lék 199 keppnisleiki fyrir HK frá 2002 til 2009, tæplega helmingi færri. Leifur hefur lagt líf og sál í félagið. Hann fékk þetta væna glóðarauga í leik sumarið 2019.Aðsend Þá hefur margt breyst frá því að Leifur hóf að leika með meistaraflokki liðsins upp úr hruni, fyrir um 16 árum síðan. „Heldur betur. Við spiluðum í Fagralundi í 2. deild á einhverjum grasblett með enga stúku. Að vera komnir núna upp í Kór og þróunin er ennþá í gangi. Það á að byggja nýjan völl fyrir utan Kórinn og það eru rosalega spennandi tímar þarna fram undan. Ég hlakka til að fylgjast með því,“ segir Leifur. Fann loks rétta tímapunktinn Leifur hefur skoðað að hætta eftir síðustu tímabil en ávallt tekið slaginn, þá oft vegna manneklu í varnarlínu félagsins. Eftir að hafa eignast barn í fyrra, auk þess að sinna fullri vinnu samhliða boltanum öll sín ár, er hins vegar komið gott af boltanum. „Maður er búinn að vera í 100 prósent starfi með þessu gríðarlega lengi. Það er mjög erfitt að vera í fullri vinnu og sinna fótbolta eins vel og maður getur. Maður vill alltaf meira og meira, svo það er rosalega erfitt að ná því besta út úr sér á öllum stöðum. Svo er barn komið, og að ætla að vera ánægður með sig á öllum stöðum er svolítið krefjandi. Það er gott að geta kannski forgangsraðað aðeins öðruvísi núna,“ segir Leifur Andri. Fleira kemur fram í viðtali við Leif sem má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Fann loks rétta tímapunktinn til að hætta HK Besta deild karla Lengjudeild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Breiðablik | Næstu lömb í slátrun? Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira
„Ég átti bara mjög heiðarlegt samtal við Hemma [Hermann Hreiðarsson, þjálfara HK] núna fyrir nokkrum vikum síðan. Við ræddum framtíð klúbbsins og svona. Þetta blundaði vel í mér í desember og janúar en svo ákvað maður að taka slaginn. En svo gerði ég mér grein fyrir að það er kominn tími til að félagið standi á eigin fótum án mín. Maður hefur svolítið verið þarna eins og húsgagn,“ segir Leifur Andri sem tilkynnti í gær að knattspyrnuskórnir væru komnir upp í hillu. Húsgagn segir hann en vissulega hefur hann haldið tryggð við HK allan sinn feril og er leikjahæstur í sögu þess. Það er ekki að ástæðulausu sem hann er kallaður Herra HK. „Ég held ég hafi svo sem unnið mér það inn með því að halda tryggð við klúbbinn. Maður hefur náttúrulega spilað alla yngri flokkana og fylgt liðinu úr Fagralundi upp í Kórahverfi. Það er bara gaman en vonandi er einhver sem er til í að feta í þessi fótspor og mun bæta þetta einhvern tímann,“ segir Leifur Andri. Félagið breyst til hins betra Einhver verður þó biðin eftir því að leikjamet Leifs verði bætt. Hann er lang leikjahæstur í sögu HK með 403 leiki í öllum keppnum, deildarkeppni, bikar og deildabikar. Næstur á eftir Leifi er markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson sem lék 199 keppnisleiki fyrir HK frá 2002 til 2009, tæplega helmingi færri. Leifur hefur lagt líf og sál í félagið. Hann fékk þetta væna glóðarauga í leik sumarið 2019.Aðsend Þá hefur margt breyst frá því að Leifur hóf að leika með meistaraflokki liðsins upp úr hruni, fyrir um 16 árum síðan. „Heldur betur. Við spiluðum í Fagralundi í 2. deild á einhverjum grasblett með enga stúku. Að vera komnir núna upp í Kór og þróunin er ennþá í gangi. Það á að byggja nýjan völl fyrir utan Kórinn og það eru rosalega spennandi tímar þarna fram undan. Ég hlakka til að fylgjast með því,“ segir Leifur. Fann loks rétta tímapunktinn Leifur hefur skoðað að hætta eftir síðustu tímabil en ávallt tekið slaginn, þá oft vegna manneklu í varnarlínu félagsins. Eftir að hafa eignast barn í fyrra, auk þess að sinna fullri vinnu samhliða boltanum öll sín ár, er hins vegar komið gott af boltanum. „Maður er búinn að vera í 100 prósent starfi með þessu gríðarlega lengi. Það er mjög erfitt að vera í fullri vinnu og sinna fótbolta eins vel og maður getur. Maður vill alltaf meira og meira, svo það er rosalega erfitt að ná því besta út úr sér á öllum stöðum. Svo er barn komið, og að ætla að vera ánægður með sig á öllum stöðum er svolítið krefjandi. Það er gott að geta kannski forgangsraðað aðeins öðruvísi núna,“ segir Leifur Andri. Fleira kemur fram í viðtali við Leif sem má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Fann loks rétta tímapunktinn til að hætta
HK Besta deild karla Lengjudeild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Breiðablik | Næstu lömb í slátrun? Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn