Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Bjarki Sigurðsson skrifar 18. mars 2025 21:02 Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri mun hætta sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga á fimmtudag. Vísir/Stefán Borgarstjóri segir það ekki vera hennar að svara fyrir launasetningu hennar. Hún sé á sömu launum og hennar forverar. Að segja að stjórnarmenn slökkviliðsins séu með tvö hundruð þúsund krónur á tímann sé of mikil einföldun. Borgarstjóri mun láta af formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga á landsfundi sambandsins á fimmtudag. Hún var kjörin formaður 2022 en segir hug sinn allan nú hjá borgarbúum. Borgarstjórastarfið verði alltaf að vera í forgangi. „Auðvitað er þetta hagsmunagæsla og alls ekkert óhugsandi að þetta geti farið saman. En ég þarf heldur ekki endilega að vera alls staðar. Þá kemur inn nýr öflugur fulltrúi frá meirihlutanum í Reykjavík og ég treysti honum fullkomlega til að sinna þessari hagsmunagæslu. Ég mun enn vera til taks ef þess þarf,“ segir Heiða. Fagnar áhuga Morgunblaðsins á laununum Laun Heiðu hafa verið mikið í umræðunni en þau nema 3,9 milljónum króna. Með brotthvarfinu úr sambandinu lækka þau í tæpa 3,1 milljón. 2,6 milljónir á mánuði sem borgarstjóri, 150 þúsund í starfskostnað og 300 þúsund vegna stjórnarformennsku hjá slökkviliðinu. „Það er ekki mitt að svara fyrir launasetningu almennt eða laun. Ég tek eftir að Morgunblaðið hefur mikinn áhuga á mínum launum, ég fagna því. Það er gott að hafa aðhald. Hins vegar er ég á nákvæmlega sömu launum og mínir forverar undanfarin ár og áratugi. Þannig það er ekkert að breytast núna hvað varðar laun hér hjá Reykjavíkurborg. Allt aðhald er gott, en það ætti kannski þá líka að eiga við fleiri aðila,“ segir Heiða. Einföldun að ræða um tímafjölda í stjórnarsetu Morgunblaðið vakti athygli á háum greiðslum til stjórnarmanna slökkviliðsins í morgun. Stjórnarfundir hafi samanlagt verið þrettán klukkustundir í fyrra og stjórnarmenn því með 187 þúsund til 280 þúsund í tímakaup. „Ég held að það sé mjög mikil einföldun almennt, sama hvaða stjórnarsetu er verið að ræða um, að ræða um akkúrat tímafjöldann sem tekur að sitja á stjórnarfundi. Almennt fylgir því að vera í stjórn fyrirtækis, sérstaklega sveitarstjórnum eins og slökkviliðinu, ýmis önnur fundarseta,“ segir Heiða. Borgarstjórn Reykjavík Slökkvilið Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Borgarstjóri mun láta af formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga á landsfundi sambandsins á fimmtudag. Hún var kjörin formaður 2022 en segir hug sinn allan nú hjá borgarbúum. Borgarstjórastarfið verði alltaf að vera í forgangi. „Auðvitað er þetta hagsmunagæsla og alls ekkert óhugsandi að þetta geti farið saman. En ég þarf heldur ekki endilega að vera alls staðar. Þá kemur inn nýr öflugur fulltrúi frá meirihlutanum í Reykjavík og ég treysti honum fullkomlega til að sinna þessari hagsmunagæslu. Ég mun enn vera til taks ef þess þarf,“ segir Heiða. Fagnar áhuga Morgunblaðsins á laununum Laun Heiðu hafa verið mikið í umræðunni en þau nema 3,9 milljónum króna. Með brotthvarfinu úr sambandinu lækka þau í tæpa 3,1 milljón. 2,6 milljónir á mánuði sem borgarstjóri, 150 þúsund í starfskostnað og 300 þúsund vegna stjórnarformennsku hjá slökkviliðinu. „Það er ekki mitt að svara fyrir launasetningu almennt eða laun. Ég tek eftir að Morgunblaðið hefur mikinn áhuga á mínum launum, ég fagna því. Það er gott að hafa aðhald. Hins vegar er ég á nákvæmlega sömu launum og mínir forverar undanfarin ár og áratugi. Þannig það er ekkert að breytast núna hvað varðar laun hér hjá Reykjavíkurborg. Allt aðhald er gott, en það ætti kannski þá líka að eiga við fleiri aðila,“ segir Heiða. Einföldun að ræða um tímafjölda í stjórnarsetu Morgunblaðið vakti athygli á háum greiðslum til stjórnarmanna slökkviliðsins í morgun. Stjórnarfundir hafi samanlagt verið þrettán klukkustundir í fyrra og stjórnarmenn því með 187 þúsund til 280 þúsund í tímakaup. „Ég held að það sé mjög mikil einföldun almennt, sama hvaða stjórnarsetu er verið að ræða um, að ræða um akkúrat tímafjöldann sem tekur að sitja á stjórnarfundi. Almennt fylgir því að vera í stjórn fyrirtækis, sérstaklega sveitarstjórnum eins og slökkviliðinu, ýmis önnur fundarseta,“ segir Heiða.
Borgarstjórn Reykjavík Slökkvilið Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira