Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2025 06:53 Æfingar hafa staðið yfir á nýja ferlinu en eftir blóðrásardauða þarf að hafa hraðar hendur til að varðveita líffærin. Skjáskot/Landspítali Líffæragjöfum á Íslandi gæti fjölgað um þrjár til fjórar á ári þar sem nýtt verklag á Landspítalanum opnar á möguleikann á líffæragjöf eftir blóðrásardauða. Um er að ræða nýtingu líffæra eftir að blóðrás hefur stöðvast, að ströngum skilyrðum uppfylltum. Hingað til hafa líffæri aðeins verið fjarlægð úr einstaklingum eftir að heiladauði hefur verið staðfestur og áður en blóðrás hefur stöðvast. „Þetta hefur tekið langan tíma því það þarf að gera þetta vel,“ segir Sigrún Ásgeirsdóttir, svæfinga- og gjörgæslulæknir, spurð að því hvers vegna verið sé að taka upp þetta nýja verklag núna. Sigrún, sem hefur unnið að verkefninu í tvö ár, segir að erlendis sé stöðugt unnið að því að finna leiðir til að nýta fleiri líffæri, enda er eftirspurnin mikil. Undirbúningurinn á Landspítalanum fólst meðal annars í svokallaðri hermiþjálfun en um er að ræða flókið ferli sem fjöldi sérfræðinga á aðkomu að, meðal annars starfsfólk á gjörgæsludeildum, skurðstofum og í svæfingu. „Þetta eru einstaklingar sem eru inniliggjandi á gjörgæslunni vegna alvarlegs ástands, hvort sem um er að ræða veikindi, slys eða hjartastopp eða annan alvarlegan atburð,“ segir Sigrún um þá sem nýja verklagið mun ná til. „Þegar við sjáum að einstaklingnum er ekki hugað líf, ástandið er það alvarlegt.“ Ekki skyndiákvörðun Að sögn Sigrúnar verða þetta þannig alltaf einstaklingar á gjörgæslu sem ekki er hugað líf, jafnvel þótt þeir uppfylli ekki öll skilyrði þannig að hægt sé að úrskurða þá heiladauða. Og það verður áfram óbreytt að aðdragandi verður að ákvörðuninni um líffæragjöf og ráðrúm til samtals við aðstandendur. „Það verður aldrei nein líffæragjöf nema að undangengnum mörgum samtölum við ættingja,“ segir Sigrún. „Við athugum samþykki viðkomandi, við athugum viðhorf ættingja. Þeir hafa neitunarvald.“ Sigrún ítrekar að þrátt fyrir að öll viðbrögð heilbrigðisstarfsfólks verði að vera fumlaus þegar kemur að líffæragjöf eftir blóðrásardauða sé ekki um að ræða ákvörðun sem er tekin í skyndi. Fyrst sé tryggt að engir meðferðarkostir séu eftir, að viðkomandi sé alls ekki hugað líf, og þá fer fram langt samráð við ástvini. „Þegar búið er að ákveða að einstaklingur getur orðið líffæragjafi og við vitum að einstaklingurinn er tæknilega og líkamlega „farinn“, þó það sé ekki búið að staðfesta andlát formlega eða lagalega; það eru alltaf margir dagar sem fara í þetta.“ Þannig verður ekki um að ræða líffæragjöf í kjölfar þess að einstaklingur deyr óvænt og skyndilega. Í dag fara um það bil átta til tíu líffæragjafir fram á Landspítalanum á ári hverju en eins og fyrr segir mun þeim nú mögulega fjölga um þrjár eða fjórar. Þetta þýðir nýtt líf fyrir tólf til sextán einstaklinga en fyrst um sinn verður ekki mögulegt að nýta hjartað úr gjafanum. Það er gert sums staðar erlendis en ekki hægt hér heima, þar sem hjartað er sérstaklega viðkvæmt og flest líffærin flutt út til ígræðslu. Hér má finna upplýsingar um líffæragjöf. Landspítalinn Heilbrigðismál Líffæragjöf Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Um er að ræða nýtingu líffæra eftir að blóðrás hefur stöðvast, að ströngum skilyrðum uppfylltum. Hingað til hafa líffæri aðeins verið fjarlægð úr einstaklingum eftir að heiladauði hefur verið staðfestur og áður en blóðrás hefur stöðvast. „Þetta hefur tekið langan tíma því það þarf að gera þetta vel,“ segir Sigrún Ásgeirsdóttir, svæfinga- og gjörgæslulæknir, spurð að því hvers vegna verið sé að taka upp þetta nýja verklag núna. Sigrún, sem hefur unnið að verkefninu í tvö ár, segir að erlendis sé stöðugt unnið að því að finna leiðir til að nýta fleiri líffæri, enda er eftirspurnin mikil. Undirbúningurinn á Landspítalanum fólst meðal annars í svokallaðri hermiþjálfun en um er að ræða flókið ferli sem fjöldi sérfræðinga á aðkomu að, meðal annars starfsfólk á gjörgæsludeildum, skurðstofum og í svæfingu. „Þetta eru einstaklingar sem eru inniliggjandi á gjörgæslunni vegna alvarlegs ástands, hvort sem um er að ræða veikindi, slys eða hjartastopp eða annan alvarlegan atburð,“ segir Sigrún um þá sem nýja verklagið mun ná til. „Þegar við sjáum að einstaklingnum er ekki hugað líf, ástandið er það alvarlegt.“ Ekki skyndiákvörðun Að sögn Sigrúnar verða þetta þannig alltaf einstaklingar á gjörgæslu sem ekki er hugað líf, jafnvel þótt þeir uppfylli ekki öll skilyrði þannig að hægt sé að úrskurða þá heiladauða. Og það verður áfram óbreytt að aðdragandi verður að ákvörðuninni um líffæragjöf og ráðrúm til samtals við aðstandendur. „Það verður aldrei nein líffæragjöf nema að undangengnum mörgum samtölum við ættingja,“ segir Sigrún. „Við athugum samþykki viðkomandi, við athugum viðhorf ættingja. Þeir hafa neitunarvald.“ Sigrún ítrekar að þrátt fyrir að öll viðbrögð heilbrigðisstarfsfólks verði að vera fumlaus þegar kemur að líffæragjöf eftir blóðrásardauða sé ekki um að ræða ákvörðun sem er tekin í skyndi. Fyrst sé tryggt að engir meðferðarkostir séu eftir, að viðkomandi sé alls ekki hugað líf, og þá fer fram langt samráð við ástvini. „Þegar búið er að ákveða að einstaklingur getur orðið líffæragjafi og við vitum að einstaklingurinn er tæknilega og líkamlega „farinn“, þó það sé ekki búið að staðfesta andlát formlega eða lagalega; það eru alltaf margir dagar sem fara í þetta.“ Þannig verður ekki um að ræða líffæragjöf í kjölfar þess að einstaklingur deyr óvænt og skyndilega. Í dag fara um það bil átta til tíu líffæragjafir fram á Landspítalanum á ári hverju en eins og fyrr segir mun þeim nú mögulega fjölga um þrjár eða fjórar. Þetta þýðir nýtt líf fyrir tólf til sextán einstaklinga en fyrst um sinn verður ekki mögulegt að nýta hjartað úr gjafanum. Það er gert sums staðar erlendis en ekki hægt hér heima, þar sem hjartað er sérstaklega viðkvæmt og flest líffærin flutt út til ígræðslu. Hér má finna upplýsingar um líffæragjöf.
Landspítalinn Heilbrigðismál Líffæragjöf Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira