Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson skrifar 19. mars 2025 14:30 Fyrir margt löngu hætti að vera fyndið hve ákaft formaður Blaðamannafélags Íslands ber höfðinu við steininn. Það er í raun orðið frekar þreytt og meiðandi. Reynir hún enn einu sinni að afvegaleiða umræðuna um mín mál og í þetta sinn gerir hún tilraun til að slá ryki í augu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Formaðurinn skrifar bréf sem er svo langt að ætla mætti að þar haldi Þórður Snær Júlíusson á penna. Formaðurinn talar aldrei um staðreyndir málsins og forðast raunar þær eins og heitan grautinn. Höfum staðreyndir á hreinu: Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd getur vel tekið mál þetta fyrir gagnvart blaðamönnum, enda er það mat lögreglu og ríkissaksóknara að þeir gætu hafi brotið gegn friðhelgi einkalífs. Þar með eigi ástæður til refsileysis ekki við. Ætlaður gerandi í málinu var ríkisstofnun og starfsmenn hennar. Menn geta ekki haldið að opinber stofnun sem fær 6-7 milljarða á ári af skattfé almennings sé stikkfrí. Landsréttur úrskurðaði að lögreglunni var heimilt að kalla blaðamenn til skýrslutöku. Hæstiréttur sá ekki ástæðu til að skipta sér af og vísaði frá kærubeiðni. Það er því ekkert sem heitir „óréttmætt inngrip í tjáningarfrelsi blaðamanna“. Dómstólar eru búnir að afgreiða það. Rannsókn lögreglu var ekki tilhæfulaus enda liggur nú fyrir að refsileysisástæður 228. og 229. gr. almennra hegningarlaga, sem blaðamenn báru fyrir sig, áttu ekki við. Það sem þeir gerðu var ekki refsilaust. Hvorki einkahagsmunir annarra né hagsmunir almennings vógu þyngra til að réttlæta brot á minni friðhelgi og þeirra sem ég átti í samskiptum við. Ekki tókst hins vegar að sanna hvaða blaðamaður framkvæmdi hvern og einn tiltekinn lið í brotinu, m.a. vegna gjörða þeirra sjálfra við að torvelda rannsókn. Þar að auki fyrndist málið, einkum og sér í lagi vegna þess hversu ósamvinnuþýðir blaðamenn voru við rannsókn málsins. Lögreglurannsókninni lauk EKKI með niðurfellingu heldur var henni hætt. Þetta er algjörlega sitthvor hluturinn. Ef hún hefði verið felld niður þá væri það á þeim grundvelli að málið væri ólíklegt til sakfellis. En rannsókninni var hætt, sem er vegna annarra ástæðna. Þarna er formaðurinn á hálum ís að ljúga og afvegaleiða. Það er einfaldlega rangt að ég eða vinir mínir „hafi lagt á ráðin um að grafa undan trúverðugleika blaðamanna“. Ég hef ætíð verið gagnrýnin á slæleg vinnubrögð sumra, ekki allra, blaðamanna og er í fullum rétti að vera þeirrar skoðunar og viðra þá gagnrýni mína. Ef blaðamenn viðhafa slæleg vinnubrögð og ég bendi á það þá eru það þeirra eigin vinnubrögð sem grafa undan trúverðugleika þeirra. Ekki sú staðreynd að ég bendi á að keisarinn er án klæða. Hvað veit formaður BÍ um markmið mitt eða hvert ég stefni? Hún hefur aldrei nokkurn tímann rætt við mig, hvað þá leyft mér að segja mína hlið. Hún þvert á móti synjaði mér að gera það þegar ég óskaði eftir því á vettvangi Blaðamannafélagsins. Hún stundar þöggun og áróður gegn einstaklingi út í bæ sem vill svo til að fílar ekki vinnubrögð hennar og vina hennar. Þetta er kæling í sinni tærustu mynd – borin á borð af sjálfum formanni Blaðamannafélagsins. Þetta þvaður um vernd heimildarmanns er orðið ansi þreytt. Í eitt skipti fyrir öll: Blaðamenn geta ekki búið til millilið og kallað hann heimildarmann til að hylja slóð sína. Ríkisútvarpið og starfsmenn þess eru ekki heimildarmenn annarra fjölmiðla. Formaðurinn er svo óforskammaður að halda því fram að einkasamtöl starfsmanna séu orðin að stefnu og aðgerðum fyrirtækisins. Þannig að skattaundanskot formannsins voru gjörðir Ríkisútvarpsins? Þetta er eins fjarstæðukennt og heimskulegt og hugsast getur að halda þessu fram. Að lokum, formaðurinn segir lögreglurannsóknina óréttmætt inngrip í tjáningarfrelsi blaðamanna. Þessu voru Landsréttur og Hæstiréttur ósammála þegar látið var reyna á það. En hvað með hina hliðina? Óréttmætt og ólöglegt inngrip blaðamanna í mín einkasamtöl, er það ekki óréttmætt inngrip í tjáningarfrelsi mitt og friðhelgi til einkalífs? Formaðurinn er komin út í skurð því í hennar veruleika eru ekki allir jafnir heldur eru sumir (blaðamenn) jafnari en aðrir. Ég myndi gjarnan vilja sjá efnisleg svör formanns við ofangreindu en ekki innihaldslaust upphróp og fyrirslátt. Höfundur er skipstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Steingrímsson Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Fyrir margt löngu hætti að vera fyndið hve ákaft formaður Blaðamannafélags Íslands ber höfðinu við steininn. Það er í raun orðið frekar þreytt og meiðandi. Reynir hún enn einu sinni að afvegaleiða umræðuna um mín mál og í þetta sinn gerir hún tilraun til að slá ryki í augu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Formaðurinn skrifar bréf sem er svo langt að ætla mætti að þar haldi Þórður Snær Júlíusson á penna. Formaðurinn talar aldrei um staðreyndir málsins og forðast raunar þær eins og heitan grautinn. Höfum staðreyndir á hreinu: Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd getur vel tekið mál þetta fyrir gagnvart blaðamönnum, enda er það mat lögreglu og ríkissaksóknara að þeir gætu hafi brotið gegn friðhelgi einkalífs. Þar með eigi ástæður til refsileysis ekki við. Ætlaður gerandi í málinu var ríkisstofnun og starfsmenn hennar. Menn geta ekki haldið að opinber stofnun sem fær 6-7 milljarða á ári af skattfé almennings sé stikkfrí. Landsréttur úrskurðaði að lögreglunni var heimilt að kalla blaðamenn til skýrslutöku. Hæstiréttur sá ekki ástæðu til að skipta sér af og vísaði frá kærubeiðni. Það er því ekkert sem heitir „óréttmætt inngrip í tjáningarfrelsi blaðamanna“. Dómstólar eru búnir að afgreiða það. Rannsókn lögreglu var ekki tilhæfulaus enda liggur nú fyrir að refsileysisástæður 228. og 229. gr. almennra hegningarlaga, sem blaðamenn báru fyrir sig, áttu ekki við. Það sem þeir gerðu var ekki refsilaust. Hvorki einkahagsmunir annarra né hagsmunir almennings vógu þyngra til að réttlæta brot á minni friðhelgi og þeirra sem ég átti í samskiptum við. Ekki tókst hins vegar að sanna hvaða blaðamaður framkvæmdi hvern og einn tiltekinn lið í brotinu, m.a. vegna gjörða þeirra sjálfra við að torvelda rannsókn. Þar að auki fyrndist málið, einkum og sér í lagi vegna þess hversu ósamvinnuþýðir blaðamenn voru við rannsókn málsins. Lögreglurannsókninni lauk EKKI með niðurfellingu heldur var henni hætt. Þetta er algjörlega sitthvor hluturinn. Ef hún hefði verið felld niður þá væri það á þeim grundvelli að málið væri ólíklegt til sakfellis. En rannsókninni var hætt, sem er vegna annarra ástæðna. Þarna er formaðurinn á hálum ís að ljúga og afvegaleiða. Það er einfaldlega rangt að ég eða vinir mínir „hafi lagt á ráðin um að grafa undan trúverðugleika blaðamanna“. Ég hef ætíð verið gagnrýnin á slæleg vinnubrögð sumra, ekki allra, blaðamanna og er í fullum rétti að vera þeirrar skoðunar og viðra þá gagnrýni mína. Ef blaðamenn viðhafa slæleg vinnubrögð og ég bendi á það þá eru það þeirra eigin vinnubrögð sem grafa undan trúverðugleika þeirra. Ekki sú staðreynd að ég bendi á að keisarinn er án klæða. Hvað veit formaður BÍ um markmið mitt eða hvert ég stefni? Hún hefur aldrei nokkurn tímann rætt við mig, hvað þá leyft mér að segja mína hlið. Hún þvert á móti synjaði mér að gera það þegar ég óskaði eftir því á vettvangi Blaðamannafélagsins. Hún stundar þöggun og áróður gegn einstaklingi út í bæ sem vill svo til að fílar ekki vinnubrögð hennar og vina hennar. Þetta er kæling í sinni tærustu mynd – borin á borð af sjálfum formanni Blaðamannafélagsins. Þetta þvaður um vernd heimildarmanns er orðið ansi þreytt. Í eitt skipti fyrir öll: Blaðamenn geta ekki búið til millilið og kallað hann heimildarmann til að hylja slóð sína. Ríkisútvarpið og starfsmenn þess eru ekki heimildarmenn annarra fjölmiðla. Formaðurinn er svo óforskammaður að halda því fram að einkasamtöl starfsmanna séu orðin að stefnu og aðgerðum fyrirtækisins. Þannig að skattaundanskot formannsins voru gjörðir Ríkisútvarpsins? Þetta er eins fjarstæðukennt og heimskulegt og hugsast getur að halda þessu fram. Að lokum, formaðurinn segir lögreglurannsóknina óréttmætt inngrip í tjáningarfrelsi blaðamanna. Þessu voru Landsréttur og Hæstiréttur ósammála þegar látið var reyna á það. En hvað með hina hliðina? Óréttmætt og ólöglegt inngrip blaðamanna í mín einkasamtöl, er það ekki óréttmætt inngrip í tjáningarfrelsi mitt og friðhelgi til einkalífs? Formaðurinn er komin út í skurð því í hennar veruleika eru ekki allir jafnir heldur eru sumir (blaðamenn) jafnari en aðrir. Ég myndi gjarnan vilja sjá efnisleg svör formanns við ofangreindu en ekki innihaldslaust upphróp og fyrirslátt. Höfundur er skipstjóri.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun