Sameinuð gegn landamæraofbeldi Hópur meðlima No Borders Iceland og tónlistarfólks skrifar 19. mars 2025 16:00 Það er sárt að horfa upp á sífellt harðari stefnu íslenskra stjórnvalda gagnvart fólki á flótta – en við látum það ekki gerast þegjandi. Það er kominn tími til að rísa upp gegn þessari aðför og frekari áformum, sýna samstöðu og segja skýrt: Fólk á flótta á rétt á öryggi, reisn og réttlæti. Nei við fangabúðum – Nei við rasisma! Í stað þess að virða réttindi fólks og taka opnum örmum á móti þeim sem leita verndar, er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur að feta sömu spor og forverar hennar – með áform um fangabúðir þar sem börn geta verið færð í varðhald af lögreglu. Þetta er kerfisbundið ofbeldi sem við ætlum ekki að sætta okkur við. Brottvísanir eru ekki lausn – þær eru ofbeldi Fjöldi barna og fjölskyldna, sem hafa byggt sér líf hér, eiga á hættu á að missa dvalarleyfi sitt og vera send aftur til þeirra landa sem þau flúðu, beinustu leið inn í stríðsátök, kúgun, mansal og neyð. Þetta er gert í nafni nýrra útlendingalaga sem allir þingflokkar lögðu blessun sína yfir – en við segjum: Nú er nóg komið! Sameinuð stöndum við, sundruð föllum við No Borders stendur fyrir samfélag sem nálgast fólk af virðingu, ekki af hörku og útilokun. Við höldum því okkar fyrsta viðburð í nýrri tónleikaröð, þar sem við stöndum saman gegn útlendingahatri og kynnum fjölbreytta rödd andófs og samstöðu. Saman getum við unnið að því að tryggja réttlátari og sanngjarnari heim fyrir öll, óháð uppruna eða stöðu. Tónleikar gegn landamæraofbeldi Fyrsti viðburðurinn í tónleikaröðinni Tónleikar gegn landamærum verður haldinn föstudaginn 21. mars á Smekkleysu klukkan 19:00. Tónleikaröðin fer fram annan hvern mánuð og er opin öllum sem vilja standa með fólki á flótta! Nánari upplýsingar hér: https://fb.me/e/4xlbqkNrr Höfundar eru meðlimir samtakanna No Borders Iceland og tónlistarfólk: Lukas Lilliendahl, Margrét Rut Eddudóttir, Gunnar Örvarsson, Elísabet María Hákonardóttir, Pétur Eggerz Pétursson, Alexandra Ingvarsdóttir, Kristján A. Reiners Friðriksson, Júlíana Kristín Jóhannsdóttir, Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Sjá meira
Það er sárt að horfa upp á sífellt harðari stefnu íslenskra stjórnvalda gagnvart fólki á flótta – en við látum það ekki gerast þegjandi. Það er kominn tími til að rísa upp gegn þessari aðför og frekari áformum, sýna samstöðu og segja skýrt: Fólk á flótta á rétt á öryggi, reisn og réttlæti. Nei við fangabúðum – Nei við rasisma! Í stað þess að virða réttindi fólks og taka opnum örmum á móti þeim sem leita verndar, er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur að feta sömu spor og forverar hennar – með áform um fangabúðir þar sem börn geta verið færð í varðhald af lögreglu. Þetta er kerfisbundið ofbeldi sem við ætlum ekki að sætta okkur við. Brottvísanir eru ekki lausn – þær eru ofbeldi Fjöldi barna og fjölskyldna, sem hafa byggt sér líf hér, eiga á hættu á að missa dvalarleyfi sitt og vera send aftur til þeirra landa sem þau flúðu, beinustu leið inn í stríðsátök, kúgun, mansal og neyð. Þetta er gert í nafni nýrra útlendingalaga sem allir þingflokkar lögðu blessun sína yfir – en við segjum: Nú er nóg komið! Sameinuð stöndum við, sundruð föllum við No Borders stendur fyrir samfélag sem nálgast fólk af virðingu, ekki af hörku og útilokun. Við höldum því okkar fyrsta viðburð í nýrri tónleikaröð, þar sem við stöndum saman gegn útlendingahatri og kynnum fjölbreytta rödd andófs og samstöðu. Saman getum við unnið að því að tryggja réttlátari og sanngjarnari heim fyrir öll, óháð uppruna eða stöðu. Tónleikar gegn landamæraofbeldi Fyrsti viðburðurinn í tónleikaröðinni Tónleikar gegn landamærum verður haldinn föstudaginn 21. mars á Smekkleysu klukkan 19:00. Tónleikaröðin fer fram annan hvern mánuð og er opin öllum sem vilja standa með fólki á flótta! Nánari upplýsingar hér: https://fb.me/e/4xlbqkNrr Höfundar eru meðlimir samtakanna No Borders Iceland og tónlistarfólk: Lukas Lilliendahl, Margrét Rut Eddudóttir, Gunnar Örvarsson, Elísabet María Hákonardóttir, Pétur Eggerz Pétursson, Alexandra Ingvarsdóttir, Kristján A. Reiners Friðriksson, Júlíana Kristín Jóhannsdóttir, Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar