Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2025 10:05 Þjóðverjar eru ekki þeir einu sem hafa verið stöðvaðir á landamærunum en fregnir hafa einnig borist af óförum Breta og Frakka, svo dæmi séu tekin. Getty Stjórnvöld í Þýskalandi hafa uppfært ferðaupplýsingar sínar varðandi ferðalög til Bandaríkjanna, þar sem fólk er varað við því að vegabréfsáritun eða ESTA-heimild séu ekki trygging fyrir því að komast inn í landið. Að minnsta kosti þrír Þjóðverjar hafa lent í vandræðum á landamærum Bandaríkjanna frá því að Donald Trump snéri aftur í Hvíta húsið og hóf aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum. Samkvæmt erlendum miðlum virðast aðgerðirnar hafa teygt anga sína víðar en menn óttuðust og erlendir ríkisborgarar verið stöðvaðir og jafnvel hnepptir í varðhald fyrir engar eða litlar sakir. „Lokaákvörðunin um það hvort manneskja fær að koma inn í Bandaríkin liggur hjá bandarískum landamærayfirvöldum,“ sagði talsmaður þýska utanríkisráðuneytisins í gær. Hann ítrekaði hins vegar að um ábendingu væri að ræða, ekki eiginlega ferðaviðvörun. Fólk hefur verið hvatt til þess að hafa á sér gögn sem staðfesta að það hafi bókað ferð frá Bandaríkjunum. Meðal erlendra ríkisborgara sem hafa lent í vandræðum á landamærum Bandaríkjanna eru tveir þýskir ferðamenn sem voru stöðvaðir við San Ysidro-landamærastöðina milli Tijuana og San Diego. Um var að ræða tvö aðskilin atvik en í öðru var Jessicu Brösche haldið í 46 daga og í hinu Lucas Sielaff í sextán daga. Samkvæmt miðlum í Þýskalandi máttu bæði sæta illri meðferð af hálfu yfirvalda Bandaríkja-megin. Brösche var haldið í einangrun í níu daga og Sielaff neitað um túlkaþjónustu. Bæði eru komin aftur til Þýskalands en þriðji Þjóðverjinn virðist enn í haldi. Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Ferðalög Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Að minnsta kosti þrír Þjóðverjar hafa lent í vandræðum á landamærum Bandaríkjanna frá því að Donald Trump snéri aftur í Hvíta húsið og hóf aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum. Samkvæmt erlendum miðlum virðast aðgerðirnar hafa teygt anga sína víðar en menn óttuðust og erlendir ríkisborgarar verið stöðvaðir og jafnvel hnepptir í varðhald fyrir engar eða litlar sakir. „Lokaákvörðunin um það hvort manneskja fær að koma inn í Bandaríkin liggur hjá bandarískum landamærayfirvöldum,“ sagði talsmaður þýska utanríkisráðuneytisins í gær. Hann ítrekaði hins vegar að um ábendingu væri að ræða, ekki eiginlega ferðaviðvörun. Fólk hefur verið hvatt til þess að hafa á sér gögn sem staðfesta að það hafi bókað ferð frá Bandaríkjunum. Meðal erlendra ríkisborgara sem hafa lent í vandræðum á landamærum Bandaríkjanna eru tveir þýskir ferðamenn sem voru stöðvaðir við San Ysidro-landamærastöðina milli Tijuana og San Diego. Um var að ræða tvö aðskilin atvik en í öðru var Jessicu Brösche haldið í 46 daga og í hinu Lucas Sielaff í sextán daga. Samkvæmt miðlum í Þýskalandi máttu bæði sæta illri meðferð af hálfu yfirvalda Bandaríkja-megin. Brösche var haldið í einangrun í níu daga og Sielaff neitað um túlkaþjónustu. Bæði eru komin aftur til Þýskalands en þriðji Þjóðverjinn virðist enn í haldi.
Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Ferðalög Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira