Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir og Íris Ellenberger skrifa 20. mars 2025 12:01 Á næstu vikum munu nemendur við Háskóla Íslands borga skrásetningargjöld fyrir næsta skólaár, en gætu viljað hugsa sig um áður en þeir borga í gegnum Ugluna. Þegar skrásetningargjöld við Háskóla Íslands (og aðra íslenska ríkisskóla) eru greidd fara greiðslurnar, bæði á netinu og með posagreiðslum, í gegnum fyrirtækið Rapyd. Fjallað hefur verið um fyrirtækið í íslenskum fjölmiðlum vegna tengsla þess við Ísraelsríki. Fyrirtækið hefur verið gagnrýnt fyrir þessi tengsl sín, og hefur Björn B. Björnsson fjallað ítarlega um málið í pistlum sínum sem birst hafa á Vísi. [1] Á síðasta ári greiddi Háskóli Íslands 6,9 milljónir til Rapyd. [2] Hvað er málið með Rapyd? Rapyd Europe sem starfar á Íslandi er hluti af alþjóðlegu greiðslufyrirtæki í eigu ísraelskra fjárfesta. Rapyd hefur fjármagnað og auglýst félagslega viðburði fyrir herdeildir Ísraelshers undir þeim formerkjum að fyrirtækið sé stoltur stuðningsaðili hersins.[3] Forstjóri Rapyd (sem er skráður raunverulegur eigandi Rapyd á Íslandi) hefur jafnframt lýst því yfir að Rapyd styðji Ísraelsríki í þjóðarmorðinu gegn Palestínumönnum [4]. Sameinuðu þjóðirnar kölluðu aðgerðir Ísraela á dögunum „illvirki sem samsvarar stríðsglæpum“[5] og auk þess hafa Læknar án landamæra[6] og Amnesty International[7] einnig lýst því yfir að þar eigi sér stað þjóðarmorð. Háskóli Íslands og Rapyd Í könnun sem gerð var í byrjun árs 2024 kom í ljós að tæplega 60% landsmanna vilja ekki skipta við Rapyd[8] en samt er nemendum HÍ gert að nota þessa greiðsluleið án þess að bent sé á aðra valkosti. Við teljum því skyldu okkar að benda á þær lausnir, sem eru að millifæra eða borga með reiðufé, til að nemendur greiði ekki óafvitandi hluta skólagjalda sinna til fyrirtækis sem sakað hefur verið um að styðja þjóðarmorð. Millifærsluupplýsingar fyrir skrásetningargjaldið: Bankareikningur: 0137-26-000174 Kennitala HÍ: 600169-2039 Mikilvægt er að senda tölvupóst á nemskra@hi.is með upplýsingum um greiðsluna.Þú getur einnnig mætt með reiðufé á þjónustuborð HÍ á Háskólatorgi. Ertu nemandi í öðrum skóla? Við hvetjum nemendur og kennara annarra ríkisháskóla til þessa að óska eftir upplýsingum um greiðslumiðlun skóla sinna, hvernig megi millifæra og dreifa upplýsingunum til annarra nemenda skólans. Þú hefur val Þegar þú borgar skrásetningargjöldin rennur hluti þess til fyrirtækis sem hvetur til þjóðarmorðs í Palestínu. Með þeirri einföldu aðgerð að millifæra skólagjöldin þín sendir þú Háskóla Íslands og Rapyd skilaboð: „Ég tek ekki þátt í að fjármagna kúgun og mannréttindabrot.“ Það gera þúsundir Íslendinga á hverjum degi með því að sniðganga Rapyd og önnur ísraelsk fyrirtæki.[9] Á meðan við bíðum eftir því að Háskóli Íslands taki afstöðu, gerum við það sjálf. Inga Björk er doktorsnemi og aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Íris er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Heimildir 1. Sjá greinar Björns B. Björnssonar um Rapyd á Vísi: https://www.visir.is/t/37052. Opnirreikningar.is 3. Assaf Gilead. (2023). Rapyd CEO’s Hamas remarks provoke boycott in Iceland https://en.globes.co.il/en/article-rapyd-ceos-hamas-remarks-provoke-boycott-in-iceland-10014662614. Sjá Instagram-reikning Rapyd: https://www.instagram.com/wearerapyd/p/CmLzNiToWcM/?ref=1v6xlxg8ae&hl=af&img_index=1 5. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. (2025). “More than a human can bear”: Israel's systematic use of sexual, reproductive and other forms of gender-based violence since 7 October 2023. https://www.ohchr.org/sites/default/files/documents/hrbodies/hrcouncil/sessions-regular/session58/a-hrc-58-crp-6.pdf6. Læknar án landamæra. (2024). Life in the death trap that is Gaza. https://www.doctorswithoutborders.org/latest/life-death-trap-gaza7. Amnesty International. (2024). Amnesty International investigation concludes Israel is committing genocide against Palestinians in Gaza. https://www.amnesty.org/en/latest/news/2024/12/amnesty-international-concludes-israel-is-committing-genocide-against-palestinians-in-gaza/8. Árni Sæberg. (2024). Ríflega helmingur vill ekki skipta við Rapyd. https://www.visir.is/g/20242543289d/rif-lega-helmingur-vill-ekki-skipta-vid-rapyd9. Þú getur fengið frekari upplýsingar um sniðgöngu fyrir Palestínu á www.snidganga.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Sjá meira
Á næstu vikum munu nemendur við Háskóla Íslands borga skrásetningargjöld fyrir næsta skólaár, en gætu viljað hugsa sig um áður en þeir borga í gegnum Ugluna. Þegar skrásetningargjöld við Háskóla Íslands (og aðra íslenska ríkisskóla) eru greidd fara greiðslurnar, bæði á netinu og með posagreiðslum, í gegnum fyrirtækið Rapyd. Fjallað hefur verið um fyrirtækið í íslenskum fjölmiðlum vegna tengsla þess við Ísraelsríki. Fyrirtækið hefur verið gagnrýnt fyrir þessi tengsl sín, og hefur Björn B. Björnsson fjallað ítarlega um málið í pistlum sínum sem birst hafa á Vísi. [1] Á síðasta ári greiddi Háskóli Íslands 6,9 milljónir til Rapyd. [2] Hvað er málið með Rapyd? Rapyd Europe sem starfar á Íslandi er hluti af alþjóðlegu greiðslufyrirtæki í eigu ísraelskra fjárfesta. Rapyd hefur fjármagnað og auglýst félagslega viðburði fyrir herdeildir Ísraelshers undir þeim formerkjum að fyrirtækið sé stoltur stuðningsaðili hersins.[3] Forstjóri Rapyd (sem er skráður raunverulegur eigandi Rapyd á Íslandi) hefur jafnframt lýst því yfir að Rapyd styðji Ísraelsríki í þjóðarmorðinu gegn Palestínumönnum [4]. Sameinuðu þjóðirnar kölluðu aðgerðir Ísraela á dögunum „illvirki sem samsvarar stríðsglæpum“[5] og auk þess hafa Læknar án landamæra[6] og Amnesty International[7] einnig lýst því yfir að þar eigi sér stað þjóðarmorð. Háskóli Íslands og Rapyd Í könnun sem gerð var í byrjun árs 2024 kom í ljós að tæplega 60% landsmanna vilja ekki skipta við Rapyd[8] en samt er nemendum HÍ gert að nota þessa greiðsluleið án þess að bent sé á aðra valkosti. Við teljum því skyldu okkar að benda á þær lausnir, sem eru að millifæra eða borga með reiðufé, til að nemendur greiði ekki óafvitandi hluta skólagjalda sinna til fyrirtækis sem sakað hefur verið um að styðja þjóðarmorð. Millifærsluupplýsingar fyrir skrásetningargjaldið: Bankareikningur: 0137-26-000174 Kennitala HÍ: 600169-2039 Mikilvægt er að senda tölvupóst á nemskra@hi.is með upplýsingum um greiðsluna.Þú getur einnnig mætt með reiðufé á þjónustuborð HÍ á Háskólatorgi. Ertu nemandi í öðrum skóla? Við hvetjum nemendur og kennara annarra ríkisháskóla til þessa að óska eftir upplýsingum um greiðslumiðlun skóla sinna, hvernig megi millifæra og dreifa upplýsingunum til annarra nemenda skólans. Þú hefur val Þegar þú borgar skrásetningargjöldin rennur hluti þess til fyrirtækis sem hvetur til þjóðarmorðs í Palestínu. Með þeirri einföldu aðgerð að millifæra skólagjöldin þín sendir þú Háskóla Íslands og Rapyd skilaboð: „Ég tek ekki þátt í að fjármagna kúgun og mannréttindabrot.“ Það gera þúsundir Íslendinga á hverjum degi með því að sniðganga Rapyd og önnur ísraelsk fyrirtæki.[9] Á meðan við bíðum eftir því að Háskóli Íslands taki afstöðu, gerum við það sjálf. Inga Björk er doktorsnemi og aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Íris er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Heimildir 1. Sjá greinar Björns B. Björnssonar um Rapyd á Vísi: https://www.visir.is/t/37052. Opnirreikningar.is 3. Assaf Gilead. (2023). Rapyd CEO’s Hamas remarks provoke boycott in Iceland https://en.globes.co.il/en/article-rapyd-ceos-hamas-remarks-provoke-boycott-in-iceland-10014662614. Sjá Instagram-reikning Rapyd: https://www.instagram.com/wearerapyd/p/CmLzNiToWcM/?ref=1v6xlxg8ae&hl=af&img_index=1 5. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. (2025). “More than a human can bear”: Israel's systematic use of sexual, reproductive and other forms of gender-based violence since 7 October 2023. https://www.ohchr.org/sites/default/files/documents/hrbodies/hrcouncil/sessions-regular/session58/a-hrc-58-crp-6.pdf6. Læknar án landamæra. (2024). Life in the death trap that is Gaza. https://www.doctorswithoutborders.org/latest/life-death-trap-gaza7. Amnesty International. (2024). Amnesty International investigation concludes Israel is committing genocide against Palestinians in Gaza. https://www.amnesty.org/en/latest/news/2024/12/amnesty-international-concludes-israel-is-committing-genocide-against-palestinians-in-gaza/8. Árni Sæberg. (2024). Ríflega helmingur vill ekki skipta við Rapyd. https://www.visir.is/g/20242543289d/rif-lega-helmingur-vill-ekki-skipta-vid-rapyd9. Þú getur fengið frekari upplýsingar um sniðgöngu fyrir Palestínu á www.snidganga.is.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar