Fótbolti

„Mér fannst hann brjóta á mér“

Smári Jökull Jónsson skrifar
Hákon Arnar í leik með landsllðinu.
Hákon Arnar í leik með landsllðinu. Vísir/Getty

Hákon Arnar Haraldsson tók á sig sök í öðru marki Kósovó í dag en fannst hann þó eiga skilið aukaspyrnu í atvikinu. Hann sagði íslenska liðið geta bætt margt í seinni leiknum á sunnudag.

Aron Guðmundsson íþróttafréttamaður ræddi við Hákon Arnar strax eftir leik í Kósovó.

„Flottir í fyrri hálfleik. Þeir byrja seinni mjög vel og svo gefum við mark, ég eiginlega. Frammistaðan fín og margt sem við gerum vel. Margt sem við getum bætt.“

Þegar Kósovó komst í 2-1 í síðari hálfleiknum missti Hákon Arnar Haraldsson boltann á hættulegum stað og Elvis Rexhbecaj nýtti sér það og skoraði gott mark. Íslensku leikmennirnir vildu að dæmd yrði aukaspyrna á Rexhbecaj en hollenskur dómari leiksins vildi lítið hlusta.

„Mér finnst hann brjóta á mér. Ég sný og hann kemur ekki nálægt boltanum og svo rífur hann í mig á meðan ég er að snúa og ég get ekkert gert. Þreytt að þeir kíki ekki einu sinni á þetta, það var ekki hægt að tala við dómarann í dag. Lítið hægt að gera í þessu núna en mér fannst þetta vera brot.“

Síðari leikur liðanna fer fram á Spáni á sunnudag og þar ræðst hvort liðið verður í B-deild Þjóðadeildarinnar.

„Hellings séns ennþá að fara áfram. Bara vinna þá á Spáni og gera betur en í dag og þá eigum við fullan séns á að vinna þá þar.

Viðtalið við Hákon Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×