„Ungu leikmennirnir þurfa að læra og læra mjög fljótt“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. mars 2025 22:26 Arnar segir unga leikmenn liðsins þurfa að læra að hafa stjórn á leikjum. stöð 2 sport Arnar Gunnlaugsson var ánægður með margt sem hann sá í sínum fyrsta leik sem landsliðsþjálfari Íslands en segir fyrstu fimmtán mínútur seinni hálfleiks hafa verið „algjöra hörmung“. Frammistaðan gefi þó ljós fyrir framhaldið, en ungir leikmenn verði að læra hratt að hafa stjórn á leikjum. „Það var margt jákvætt í þessu og líka einhver mistök, eins og við mátti búast. Mér fannst fyrri hálfleikur bara nokkuð solid, gerðum mjög flott mark að mínu mati. Gott uppspil og vel klárað hjá fyrirliðanum okkar. Við höfðum ágætis stjórn á hlutunum en í seinni hálfleik, fyrsta korterið var algjör hörmung. Deyfð yfir mönnum og við vorum ekki nógu aggressívir… Maður hálf partinn beið eftir markinu þeirra. Svo fengu bæði lið einhver færi en tap varð niðurstaðan, sem er svekkjandi en þetta er bara fyrri leikur og vonandi náum við betri úrslitum á sunnudaginn.“ Skilaboðin skýr eftir leik Arnar segir skilaboðin til sinna manna eftir leik hafa verið skýr, þetta væri bara fyrri leikurinn og það mætti ekki láta deigan síga. Hann sagði strákana okkar þurfa að hafa betri stjórn á þeim leik. „Ég var ánægður með að við þorðum að spila og vorum að hreyfa þá ágætlega. Svo kom gamla góða, íslenska, elementið í upphafi seinni hálfleiks… Náðum bara engri stjórn á leiknum og þetta er akkúrat það game management sem ungu leikmennirnir þurfa að læra og læra mjög fljótt.“ Ánægður með þríeykið Arnar stillti upp þriggja manna varnarlínu með reynsluboltana Sverri Inga, Guðlaug Victor og Aron Einar. Mögulega verða aðrir leikmenn kallaðir inn í hópinn fyrir næsta leik. „Við þurfum að skoða það á eftir, hvernig menn komast undir þessum leik en mér fannst þessir þrír standa sig mjög vel.“ Möguleikar Íslands fyrir seinni leikinn „Mín reynsla af alþjóðafótbolta er að útileikir eru mjög erfiðir. Núna fáum við heimaleik. Reynum að breyta og fá aðeins ferskari lappir inn, rótera liðinu aðeins. Mér fannst varamennirnir koma sterkir inn í dag. Við erum með stóran og sterkan hóp… Í tveggja leikja einvígi snýst þetta bara um að komast áfram en ég bað um fyrir leik að frammistaðan myndi gefa okkur smá ljós upp á framhaldið og það voru margir jákvæðir hlutir“ sagði Arnar um möguleika Íslands í einvíginu, fyrir næsta leik sem fer fram á sunnudaginn. Góða tilfinningin fljót að fara „Alltaf glatað að tapa. Maður hatar að tapa… Að heyra þjóðsönginn í fyrsta skipti sem þjálfari Íslands var gríðarlega sterk og góð, en hún er fljót að fara þegar liðið tapar leikjum“ sagði Arnar að lokum, um sinn fyrsta leik sem landsliðsþjálfari Íslands. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Chelsea - West Ham | Bæði lið í stuði Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sjá meira
„Það var margt jákvætt í þessu og líka einhver mistök, eins og við mátti búast. Mér fannst fyrri hálfleikur bara nokkuð solid, gerðum mjög flott mark að mínu mati. Gott uppspil og vel klárað hjá fyrirliðanum okkar. Við höfðum ágætis stjórn á hlutunum en í seinni hálfleik, fyrsta korterið var algjör hörmung. Deyfð yfir mönnum og við vorum ekki nógu aggressívir… Maður hálf partinn beið eftir markinu þeirra. Svo fengu bæði lið einhver færi en tap varð niðurstaðan, sem er svekkjandi en þetta er bara fyrri leikur og vonandi náum við betri úrslitum á sunnudaginn.“ Skilaboðin skýr eftir leik Arnar segir skilaboðin til sinna manna eftir leik hafa verið skýr, þetta væri bara fyrri leikurinn og það mætti ekki láta deigan síga. Hann sagði strákana okkar þurfa að hafa betri stjórn á þeim leik. „Ég var ánægður með að við þorðum að spila og vorum að hreyfa þá ágætlega. Svo kom gamla góða, íslenska, elementið í upphafi seinni hálfleiks… Náðum bara engri stjórn á leiknum og þetta er akkúrat það game management sem ungu leikmennirnir þurfa að læra og læra mjög fljótt.“ Ánægður með þríeykið Arnar stillti upp þriggja manna varnarlínu með reynsluboltana Sverri Inga, Guðlaug Victor og Aron Einar. Mögulega verða aðrir leikmenn kallaðir inn í hópinn fyrir næsta leik. „Við þurfum að skoða það á eftir, hvernig menn komast undir þessum leik en mér fannst þessir þrír standa sig mjög vel.“ Möguleikar Íslands fyrir seinni leikinn „Mín reynsla af alþjóðafótbolta er að útileikir eru mjög erfiðir. Núna fáum við heimaleik. Reynum að breyta og fá aðeins ferskari lappir inn, rótera liðinu aðeins. Mér fannst varamennirnir koma sterkir inn í dag. Við erum með stóran og sterkan hóp… Í tveggja leikja einvígi snýst þetta bara um að komast áfram en ég bað um fyrir leik að frammistaðan myndi gefa okkur smá ljós upp á framhaldið og það voru margir jákvæðir hlutir“ sagði Arnar um möguleika Íslands í einvíginu, fyrir næsta leik sem fer fram á sunnudaginn. Góða tilfinningin fljót að fara „Alltaf glatað að tapa. Maður hatar að tapa… Að heyra þjóðsönginn í fyrsta skipti sem þjálfari Íslands var gríðarlega sterk og góð, en hún er fljót að fara þegar liðið tapar leikjum“ sagði Arnar að lokum, um sinn fyrsta leik sem landsliðsþjálfari Íslands. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Chelsea - West Ham | Bæði lið í stuði Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sjá meira