Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar 20. mars 2025 23:33 Börn í dag eru í skólanum í kringum 6 klukkustundir á dag. Þau eru í íslensku málumhverfi í skólanum. Börn sofa vonandi í 8-10 klukkustundir á hverri nóttu. Þá eru 8 -10 klukkustundir eftir af sólarhringnum sem eru fleiri klukkustundir en nemendur eru í skólanum hvern dag. Í hvaða málumhverfi eru íslensk börn restina af deginum? Margir eru að æfa íþróttir. Er íslenskt málumhverfi þar? Er þjálfarinn íslenskur eða talar hann ensku? Þjálfurum fjölgar sem tala ensku umfram íslensku. Í nærumhverfi íslenskra barna er orðið algengara að börnin okkar þurfi að bjarga sér á ensku eins og til dæmis í búðinni eða í strætó. Eftir dagskrá dagsins fer barnið heim og fer í snjalltækin sín eða tölvuna. Vinirnir bíða. Tala vinirnir íslensku sín á milli? Nei, oft er það ekki þannig. Mörg börn í dag tala ensku sín á milli og skilja oft ekki einföld íslensk orð. Þau eru þó í íslensku málumhverfi í skólanum, þ.e. ef kennarinn talar íslensku en í skólum landsins í dag talar ekki allt starfsfólk íslensku. Íslenskt mál hjá ungmennum í dag er farið að þróast út í enskt talmál eða nýyrði. Mér er minnisstætt atriðið úr áramótaskaupinu þar sem ungmenni í dag voru komin á elliheimili. Starfsfólkið skyldi þau engan veginn. Þau voru að sletta mikið og töluðu með nýjum íslenskum orðum. Ég hló upphátt en var svo einnig hugsi því þetta er nákvæmlega staðan í dag. Börnin okkar eru orðin sterkari í ensku talmáli heldur en íslensku. Getum við gert eitthvað í því eða er þetta töpuð barátta sem við þurfum að sætta okkur við? Við leggjum fyrir Skólapúlsinn reglulega í grunnskólum landsins. Börn í dag skilja ekki svona kannanir. Kennari stoppar hjá nemanda. Nemandinn: ,,hvað þýðir að vera dapur ? Er það svona að vera depressed eða er það meira að vera svona down?“ Kennarinn útskýrði fyrir nemandanum hvað það er að vera dapur. Kennarinn var sveittur að ganga á milli til að útskýra íslensku orðin fyrir nemendunum. Það endaði með því að hann þurfti að hugsa út fyrir kassann og stakk upp á því að nemendurnir myndi prófa að setja textann yfir á ensku. Spurningunum til kennarans fækkaði. Barn í leikskóla í hádegismatnum: ,,Þetta er mjög spicy“ Hvað segir þetta okkur um íslenskt mál? Börn fara á samfélagsmiðla þó að aldurstakmark þeirra sé 13 ára, en ætti að vera hærra. Tiktok er vinsælt. Hvaða talmál er þar? Enska. Meirihluti barna í dag eru í ensku málumhverfi. Þau byrja að horfa á Youtube allt of ung. Leikskólabörn eru sjálf að syngja ensk barnalög af Youtube og tala oft ensku frekar en íslensku. Eldri börn færa sig svo yfir á aðra samfélagsmiðla þó að það séu aldurstakmörk á þeim. Þau horfa á myndbönd eða horfa á einhvern spila vinsæla tölvuleiki og talmálið er allt á ensku. Það voru enskar teiknimyndir þegar ég var að alast upp. En þá var línuleg dagskrá og ég gat ekki horft á þetta allan daginn. Í dag hafa börn greiðan aðgang að alls konar efni og flest þeirra horfa á efni sem er ekki á íslensku. Mamma, af hverju var hann að replaya? Replaya? Hvað meinarðu? Ertu að tala um að sækja um eða svara? Hvað ertu að meina? Svona dæmi heyri ég að eru algengari dag frá degi. Börnin okkar sletta ensku inn í íslenskt mál og finna hreinlega ekki hvað íslenska orðið er. Árangur í Pisakönnunum fer versnandi. Við erum ekki komin á botninn. Mörg börn hafa slakan orðaforða og tala ensku sín á milli oft á dag. Pisa prófið á íslensku er þungt og er talað um að það sé þyngra en prófið á ensku. Eru nemendur eins slakir og t.d. Pisa niðurstöður gefa í ljós? Hafa þau ekki áhuga á þessu? Mér þætti áhugavert að láta íslenska nemendur þreyta prófið á ensku og sjá hvernig útkoman væri þá. Ætli skólakerfið fengi jafnharkalega útreið ef við myndum prófa það? Svo þegar á hólminn er komið þá geta nemendur okkar ýmislegt, ef þeir hafa áhuga og nennu til þess. Hvernig getum við skapað seiglu og virkjað áhuga nemenda? Við getum það ekki ein í skólanum ef börnin okkar fá allt upp í hendurnar heima fyrir. Ari Eldjárn kemur upp í hug minn. Ég fór á uppistand með honum þar sem hann var að gera grín að því hvernig ungabörn eru. Þau sitja í hásæti og er þjónað og þau eru keyrð út um allt í einhverjum vagni. Þau stýra foreldrum sínum. Vandinn er að í íslensku samfélagi í dag halda börnin áfram að stýra foreldrum sínum langt fram eftir aldri. Bómullar kynslóðin. Foreldrar eiga ekki að vera bestu vinir barna sinna. Foreldrar verða að setja börnunum sínum mörk. Hvar er seiglan og þrautseigjan í dag hjá börnum? Það er erfitt að kenna það, þegar börnin kunna ekki að það þarf að hafa fyrir hlutunum og þau þurfa sjálf að finna sér eitthvað að gera. Þau kunna ekki að láta sér leiðast. Kennarar tala um að í dag sé erfiðara að leggja krefjandi verkefni fyrir nemendur. Nemendur gefast upp og nenna þessu ekki. Sjá ekki tilganginn með þessu. Ég tel að hluti af því sé að mörg börn í dag fái margt upp í hendurnar og er þjónað langt fram eftir aldri. Ég fór í leikhús í byrjun ársins á Frost eins og örugglega mjög margir eru búnir að sjá. Í miðri leiksýningu, stuttu fyrir hlé var tjaldið dregið fyrir og sýningarstjórinn kom á svið. ,,Afsakið, það eru smá tæknilegir örðugleikar. Haldið kyrru fyrir í sætunum ykkar og sýningin mun hefjast eftir örskamma stund.“ Fyrir framan mig sat ungur drengur með pabba sínum. Hann var örugglega um 5 - 6 ára gamall. Um leið og sýningarstjórinn hafði sleppt orðinu var drengnum réttur síminn. Hann byrjaði að spila tölvuleik. Af hverju var honum réttur sími? Af hverju spjölluðu þeir feðgar ekki um leiksýninguna eða skoðuðu leikhúsið? Loftið í Þjóðleikhúsinu er til dæmis ansi skemmtilegt og það er hægt að ræða um svo margt þegar þú ferð í leikhús. Við erum að taka málfrelsið frá börnunum okkar. Það er svo auðvelt að rétta þeim símann. Þá fáum við örþreyttu foreldrarnir frið. Það er svo mikið að gera hjá okkur. Ég hef áður talað um hraðann í samfélaginu okkar. Foreldrarnir hafa ekki tíma og eru í stanslausri samkeppni á samfélagsmiðlum og mörgum þeirra finnst þau ekki ná að halda í við hraða samfélagsins. Ég skrolla yfir Facebook og Instagram. Vá, þessi var að ganga á Úlfarsfell. Þriðja skiptið í vikunni! Vel gert! Ji, þessi gekk Laugaveginn í annað sinn á þessu ári. Ég hef ekki farið Laugaveginn og hef ekki einu sinni farið á Úlfarsfell. Ég þarf að setja það á listann. Vá, þessi er í Dubai og er svo á leið til Taílands. Ég hef aldrei gert það. Ég set það á listann. Listinn lengist og lengist. En hvar koma börnin inn í þennan samkeppnislista? Hvergi nokkurs staðar, þau gleymast. Ég fór til Tenerife síðastliðið sumar. Tók fjölskyldutene. Mætti þar með allt liðið og um kvöldið var sameiginlegur kvöldverður á hótelinu. Ég lít í kringum mig og sé þar fullt af fjölskyldum. Margir sitja og spjalla saman við börnin sín en á nokkrum borðum sitja foreldar með börnunum sínum, sem eru með spjaldtölvu fyrir framan sig og heyrnartól. Það er ekkert verið að ræða við þessi börn og foreldrarnir gefa sig ekki að þeim. Foreldrarnir gátu loksins talað saman án barnanna eða einfaldlega notið þagnarinnar. Eftir að ég hafði verið á hótelinu í 2-3 daga þá fór ég aðeins að ígrunda þetta betur. Á hótelinu voru mest megnis Frakkar og Þjóðverjar og nokkrir Íslendingar. Auðvitað voru Íslendingar. Við erum á Tenerife. Þarna rann það upp fyrir mér að fjölskyldurnar sem áttu börnin sem sátu með spjaldtölvuna og heyrnartólin voru Íslendingarnir! Íslendingarnir! Ekki Frakkarnir eða Þjóðverjarnir. Þeir töluðu saman og börnin þeirra voru hluti af samtalinu. Sjálf var ég í basli með mín börn og var í samningaviðræðum við þau að sleppa tækjum á vissum tímum. Ég er líka að ströggla með þetta. Við verðum að tala við börnin okkar og við verðum að kenna börnunum okkar að láta sér leiðast. Orðaforði barna fer versnandi og börnin skilja ekki hvað þau eru að lesa. Stærsti hluti lestrarþjálfunar barna fer fram heima. Eru foreldrar að sinna þeim hluta? Hafa þeir tíma í þetta? Margir standa sig gríðarlega vel og eru í góðri samvinnu við skólann. Það má ekki gleyma því. En það er ekki alls staðar. Í íslenskum skólum þarf að auka samræður í kennslustundum. Það kemur skýrt í ljós í QUINT (Quality In Nordic Teaching) rannsókninni um gæði kennslu á norðurlöndum á árunum 2018-2024. Ísland kemur ekki vel út þar og þurfa kennarar landsins að fá aukna þjálfun í því. Orðaforðaþjálfun fer einnig fram heima. Það er ekki nóg að hlusta á barnið sitt lesa í 15 mínútur á dag, sitja síðan við hliðina á því í símanum á meðan það les og segja síðan: ,,Ok flott, hvar á ég að kvitta?“ Foreldrar verða að spyrja börnin út í það sem þau lesa. Láta þau velja orð úr textanum sem þau skilja ekki og fá foreldra sína til að aðstoða þau við að auka orðaforða sinn. Ég hef ráðlagt foreldrum að gera þetta og það kemur þeim alltaf á óvart hvaða orð börnin skilja ekki. Hvað þýðir að vera eins og biluð plata? Hvað þýðir þegar hjartað dælir blóði? Hvað er að vera argur? Við höldum að börnin skilji þetta. Þau skilja þetta ekki. Orðaforðinn þeirra er orðinn betri í ensku en íslensku. Hraði samfélagsins er orðinn mikill. Við verðum að gefa börnunum tíma. Eiga gæðatíma við matarborðið saman og eiga uppbyggilegar samræður. Málumhverfi barna í dag er að breytast, en við sem samfélag megum ekki gleyma því hversu marga frambærilega nemendur við eigum. Í umræðunni finnst mér stundum gleymast hvaða framúrskarandi skapandi nemendur við erum að búa til sem fara út í lífið. Íslendingar eiga framúrskarandi tónlistarfólk sem fær Grammy-verðlaun og Óskarsverðlaun. Við erum með framúrskarandi íþróttafólk sem er meðal bestu íþróttamanna í heimi. Í samfélaginu erum við að gera eitthvað rétt en svo eru aðrir hlutir sem við þurfum að bæta. Getur verið að eitthvað myndi breytast ef við tækjum höndum saman og gæfum börnunum okkar meiri tíma? Ef foreldrar myndu styðja börnin sín jafn vel skólanum eins og í þeirra tómstundum? Mæta jafn vel á foreldrafundi og fræðslu í skólanum eins og á foreldrafund í fimleikunum eða á knattspyrnuleik hjá barninu sínu. Þarf skólinn ekki líka að vera mikilvægur? Foreldrar þurfa að slaka á samkeppniskröfum við aðra. Ég er líka foreldri. Ég þarf sjálf að slaka á samkeppniskröfum við aðra og hlúa að mínum börnum. Ég þarf ekki að fara til Dubai eða ganga Laugaveginn. Ætlum við að tapa þessari baráttu og leyfa enskunni að taka yfir eða ætlum við foreldrar að taka höndum saman, gefa börnunum okkar tíma og aðstoða börnin okkar að auka orðaforða sinn til að viðhalda íslenskri tungu? Minnkum skjátíma barna okkar og leggjum sjálf frá okkur snjalltækin. Leggjum áherslu á að eiga uppbyggilegar samræður við börnin okkar. Samfélagið þarf á því að halda að foreldrar gefi börnunum sínum tíma. Börnin okkar þurfa á því að halda. Höfundur er skólastjóri í Hörðuvallaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Íslensk tunga Mest lesið Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sokkar og Downs heilkenni Guðmundur Ármann Pétursson Skoðun Óábyrg viðbrögð dómsmálaráðherra Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Til röggsamra kvenna í ríkisstjórn Hrafndís Bára Einarsdóttir Skoðun Svar óskast Hólmgeir Baldursson Skoðun Aðeins um undirskriftir G. Jökull Gíslason Skoðun „Stoltir af því að fórna píslarvottum“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sokkar og Downs heilkenni Guðmundur Ármann Pétursson skrifar Skoðun Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðeins um undirskriftir G. Jökull Gíslason skrifar Skoðun Til röggsamra kvenna í ríkisstjórn Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Vannýttur vegkafli í G-dúr Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun „Stoltir af því að fórna píslarvottum“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Óábyrg viðbrögð dómsmálaráðherra Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Svar óskast Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna? Hólmfríður Anna Baldursdóttir skrifar Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Misskilningur frú Sæland Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar Skoðun Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja? Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson skrifar Skoðun Öll börn eiga rétt á öryggi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar Skoðun Færeysk fjárhagsaðstoð til Gæslunnar Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði í örstuttu máli varðandi bókun 35 Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tannheilsa skiptir höfuð máli Valdís Marselía Þórðardóttir skrifar Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun 125 hjúkrunarrými til reiðu Aríel Pétursson skrifar Sjá meira
Börn í dag eru í skólanum í kringum 6 klukkustundir á dag. Þau eru í íslensku málumhverfi í skólanum. Börn sofa vonandi í 8-10 klukkustundir á hverri nóttu. Þá eru 8 -10 klukkustundir eftir af sólarhringnum sem eru fleiri klukkustundir en nemendur eru í skólanum hvern dag. Í hvaða málumhverfi eru íslensk börn restina af deginum? Margir eru að æfa íþróttir. Er íslenskt málumhverfi þar? Er þjálfarinn íslenskur eða talar hann ensku? Þjálfurum fjölgar sem tala ensku umfram íslensku. Í nærumhverfi íslenskra barna er orðið algengara að börnin okkar þurfi að bjarga sér á ensku eins og til dæmis í búðinni eða í strætó. Eftir dagskrá dagsins fer barnið heim og fer í snjalltækin sín eða tölvuna. Vinirnir bíða. Tala vinirnir íslensku sín á milli? Nei, oft er það ekki þannig. Mörg börn í dag tala ensku sín á milli og skilja oft ekki einföld íslensk orð. Þau eru þó í íslensku málumhverfi í skólanum, þ.e. ef kennarinn talar íslensku en í skólum landsins í dag talar ekki allt starfsfólk íslensku. Íslenskt mál hjá ungmennum í dag er farið að þróast út í enskt talmál eða nýyrði. Mér er minnisstætt atriðið úr áramótaskaupinu þar sem ungmenni í dag voru komin á elliheimili. Starfsfólkið skyldi þau engan veginn. Þau voru að sletta mikið og töluðu með nýjum íslenskum orðum. Ég hló upphátt en var svo einnig hugsi því þetta er nákvæmlega staðan í dag. Börnin okkar eru orðin sterkari í ensku talmáli heldur en íslensku. Getum við gert eitthvað í því eða er þetta töpuð barátta sem við þurfum að sætta okkur við? Við leggjum fyrir Skólapúlsinn reglulega í grunnskólum landsins. Börn í dag skilja ekki svona kannanir. Kennari stoppar hjá nemanda. Nemandinn: ,,hvað þýðir að vera dapur ? Er það svona að vera depressed eða er það meira að vera svona down?“ Kennarinn útskýrði fyrir nemandanum hvað það er að vera dapur. Kennarinn var sveittur að ganga á milli til að útskýra íslensku orðin fyrir nemendunum. Það endaði með því að hann þurfti að hugsa út fyrir kassann og stakk upp á því að nemendurnir myndi prófa að setja textann yfir á ensku. Spurningunum til kennarans fækkaði. Barn í leikskóla í hádegismatnum: ,,Þetta er mjög spicy“ Hvað segir þetta okkur um íslenskt mál? Börn fara á samfélagsmiðla þó að aldurstakmark þeirra sé 13 ára, en ætti að vera hærra. Tiktok er vinsælt. Hvaða talmál er þar? Enska. Meirihluti barna í dag eru í ensku málumhverfi. Þau byrja að horfa á Youtube allt of ung. Leikskólabörn eru sjálf að syngja ensk barnalög af Youtube og tala oft ensku frekar en íslensku. Eldri börn færa sig svo yfir á aðra samfélagsmiðla þó að það séu aldurstakmörk á þeim. Þau horfa á myndbönd eða horfa á einhvern spila vinsæla tölvuleiki og talmálið er allt á ensku. Það voru enskar teiknimyndir þegar ég var að alast upp. En þá var línuleg dagskrá og ég gat ekki horft á þetta allan daginn. Í dag hafa börn greiðan aðgang að alls konar efni og flest þeirra horfa á efni sem er ekki á íslensku. Mamma, af hverju var hann að replaya? Replaya? Hvað meinarðu? Ertu að tala um að sækja um eða svara? Hvað ertu að meina? Svona dæmi heyri ég að eru algengari dag frá degi. Börnin okkar sletta ensku inn í íslenskt mál og finna hreinlega ekki hvað íslenska orðið er. Árangur í Pisakönnunum fer versnandi. Við erum ekki komin á botninn. Mörg börn hafa slakan orðaforða og tala ensku sín á milli oft á dag. Pisa prófið á íslensku er þungt og er talað um að það sé þyngra en prófið á ensku. Eru nemendur eins slakir og t.d. Pisa niðurstöður gefa í ljós? Hafa þau ekki áhuga á þessu? Mér þætti áhugavert að láta íslenska nemendur þreyta prófið á ensku og sjá hvernig útkoman væri þá. Ætli skólakerfið fengi jafnharkalega útreið ef við myndum prófa það? Svo þegar á hólminn er komið þá geta nemendur okkar ýmislegt, ef þeir hafa áhuga og nennu til þess. Hvernig getum við skapað seiglu og virkjað áhuga nemenda? Við getum það ekki ein í skólanum ef börnin okkar fá allt upp í hendurnar heima fyrir. Ari Eldjárn kemur upp í hug minn. Ég fór á uppistand með honum þar sem hann var að gera grín að því hvernig ungabörn eru. Þau sitja í hásæti og er þjónað og þau eru keyrð út um allt í einhverjum vagni. Þau stýra foreldrum sínum. Vandinn er að í íslensku samfélagi í dag halda börnin áfram að stýra foreldrum sínum langt fram eftir aldri. Bómullar kynslóðin. Foreldrar eiga ekki að vera bestu vinir barna sinna. Foreldrar verða að setja börnunum sínum mörk. Hvar er seiglan og þrautseigjan í dag hjá börnum? Það er erfitt að kenna það, þegar börnin kunna ekki að það þarf að hafa fyrir hlutunum og þau þurfa sjálf að finna sér eitthvað að gera. Þau kunna ekki að láta sér leiðast. Kennarar tala um að í dag sé erfiðara að leggja krefjandi verkefni fyrir nemendur. Nemendur gefast upp og nenna þessu ekki. Sjá ekki tilganginn með þessu. Ég tel að hluti af því sé að mörg börn í dag fái margt upp í hendurnar og er þjónað langt fram eftir aldri. Ég fór í leikhús í byrjun ársins á Frost eins og örugglega mjög margir eru búnir að sjá. Í miðri leiksýningu, stuttu fyrir hlé var tjaldið dregið fyrir og sýningarstjórinn kom á svið. ,,Afsakið, það eru smá tæknilegir örðugleikar. Haldið kyrru fyrir í sætunum ykkar og sýningin mun hefjast eftir örskamma stund.“ Fyrir framan mig sat ungur drengur með pabba sínum. Hann var örugglega um 5 - 6 ára gamall. Um leið og sýningarstjórinn hafði sleppt orðinu var drengnum réttur síminn. Hann byrjaði að spila tölvuleik. Af hverju var honum réttur sími? Af hverju spjölluðu þeir feðgar ekki um leiksýninguna eða skoðuðu leikhúsið? Loftið í Þjóðleikhúsinu er til dæmis ansi skemmtilegt og það er hægt að ræða um svo margt þegar þú ferð í leikhús. Við erum að taka málfrelsið frá börnunum okkar. Það er svo auðvelt að rétta þeim símann. Þá fáum við örþreyttu foreldrarnir frið. Það er svo mikið að gera hjá okkur. Ég hef áður talað um hraðann í samfélaginu okkar. Foreldrarnir hafa ekki tíma og eru í stanslausri samkeppni á samfélagsmiðlum og mörgum þeirra finnst þau ekki ná að halda í við hraða samfélagsins. Ég skrolla yfir Facebook og Instagram. Vá, þessi var að ganga á Úlfarsfell. Þriðja skiptið í vikunni! Vel gert! Ji, þessi gekk Laugaveginn í annað sinn á þessu ári. Ég hef ekki farið Laugaveginn og hef ekki einu sinni farið á Úlfarsfell. Ég þarf að setja það á listann. Vá, þessi er í Dubai og er svo á leið til Taílands. Ég hef aldrei gert það. Ég set það á listann. Listinn lengist og lengist. En hvar koma börnin inn í þennan samkeppnislista? Hvergi nokkurs staðar, þau gleymast. Ég fór til Tenerife síðastliðið sumar. Tók fjölskyldutene. Mætti þar með allt liðið og um kvöldið var sameiginlegur kvöldverður á hótelinu. Ég lít í kringum mig og sé þar fullt af fjölskyldum. Margir sitja og spjalla saman við börnin sín en á nokkrum borðum sitja foreldar með börnunum sínum, sem eru með spjaldtölvu fyrir framan sig og heyrnartól. Það er ekkert verið að ræða við þessi börn og foreldrarnir gefa sig ekki að þeim. Foreldrarnir gátu loksins talað saman án barnanna eða einfaldlega notið þagnarinnar. Eftir að ég hafði verið á hótelinu í 2-3 daga þá fór ég aðeins að ígrunda þetta betur. Á hótelinu voru mest megnis Frakkar og Þjóðverjar og nokkrir Íslendingar. Auðvitað voru Íslendingar. Við erum á Tenerife. Þarna rann það upp fyrir mér að fjölskyldurnar sem áttu börnin sem sátu með spjaldtölvuna og heyrnartólin voru Íslendingarnir! Íslendingarnir! Ekki Frakkarnir eða Þjóðverjarnir. Þeir töluðu saman og börnin þeirra voru hluti af samtalinu. Sjálf var ég í basli með mín börn og var í samningaviðræðum við þau að sleppa tækjum á vissum tímum. Ég er líka að ströggla með þetta. Við verðum að tala við börnin okkar og við verðum að kenna börnunum okkar að láta sér leiðast. Orðaforði barna fer versnandi og börnin skilja ekki hvað þau eru að lesa. Stærsti hluti lestrarþjálfunar barna fer fram heima. Eru foreldrar að sinna þeim hluta? Hafa þeir tíma í þetta? Margir standa sig gríðarlega vel og eru í góðri samvinnu við skólann. Það má ekki gleyma því. En það er ekki alls staðar. Í íslenskum skólum þarf að auka samræður í kennslustundum. Það kemur skýrt í ljós í QUINT (Quality In Nordic Teaching) rannsókninni um gæði kennslu á norðurlöndum á árunum 2018-2024. Ísland kemur ekki vel út þar og þurfa kennarar landsins að fá aukna þjálfun í því. Orðaforðaþjálfun fer einnig fram heima. Það er ekki nóg að hlusta á barnið sitt lesa í 15 mínútur á dag, sitja síðan við hliðina á því í símanum á meðan það les og segja síðan: ,,Ok flott, hvar á ég að kvitta?“ Foreldrar verða að spyrja börnin út í það sem þau lesa. Láta þau velja orð úr textanum sem þau skilja ekki og fá foreldra sína til að aðstoða þau við að auka orðaforða sinn. Ég hef ráðlagt foreldrum að gera þetta og það kemur þeim alltaf á óvart hvaða orð börnin skilja ekki. Hvað þýðir að vera eins og biluð plata? Hvað þýðir þegar hjartað dælir blóði? Hvað er að vera argur? Við höldum að börnin skilji þetta. Þau skilja þetta ekki. Orðaforðinn þeirra er orðinn betri í ensku en íslensku. Hraði samfélagsins er orðinn mikill. Við verðum að gefa börnunum tíma. Eiga gæðatíma við matarborðið saman og eiga uppbyggilegar samræður. Málumhverfi barna í dag er að breytast, en við sem samfélag megum ekki gleyma því hversu marga frambærilega nemendur við eigum. Í umræðunni finnst mér stundum gleymast hvaða framúrskarandi skapandi nemendur við erum að búa til sem fara út í lífið. Íslendingar eiga framúrskarandi tónlistarfólk sem fær Grammy-verðlaun og Óskarsverðlaun. Við erum með framúrskarandi íþróttafólk sem er meðal bestu íþróttamanna í heimi. Í samfélaginu erum við að gera eitthvað rétt en svo eru aðrir hlutir sem við þurfum að bæta. Getur verið að eitthvað myndi breytast ef við tækjum höndum saman og gæfum börnunum okkar meiri tíma? Ef foreldrar myndu styðja börnin sín jafn vel skólanum eins og í þeirra tómstundum? Mæta jafn vel á foreldrafundi og fræðslu í skólanum eins og á foreldrafund í fimleikunum eða á knattspyrnuleik hjá barninu sínu. Þarf skólinn ekki líka að vera mikilvægur? Foreldrar þurfa að slaka á samkeppniskröfum við aðra. Ég er líka foreldri. Ég þarf sjálf að slaka á samkeppniskröfum við aðra og hlúa að mínum börnum. Ég þarf ekki að fara til Dubai eða ganga Laugaveginn. Ætlum við að tapa þessari baráttu og leyfa enskunni að taka yfir eða ætlum við foreldrar að taka höndum saman, gefa börnunum okkar tíma og aðstoða börnin okkar að auka orðaforða sinn til að viðhalda íslenskri tungu? Minnkum skjátíma barna okkar og leggjum sjálf frá okkur snjalltækin. Leggjum áherslu á að eiga uppbyggilegar samræður við börnin okkar. Samfélagið þarf á því að halda að foreldrar gefi börnunum sínum tíma. Börnin okkar þurfa á því að halda. Höfundur er skólastjóri í Hörðuvallaskóla.
Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar
Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar
Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar