„Eigum við ekki að fara inn á EM og virkilega verðskulda það?“ Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2025 08:02 Lárus Orri Sigurðsson og Kári Árnason eru með það á hreinu að Ísland þurfi svo sannarlega sigur á sunnudaginn. Stöð 2 Sport Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson voru afdráttarlausir á Stöð 2 Sport í gærkvöld varðandi það að Ísland þyrfti svo sannarlega að vinna Kósovó á sunnudaginn og halda sér í B-deild Þjóðadeildar UEFA. „Höfum smá stolt. Ekki neðar en B,“ sagði Lárus. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Umræða um Þjóðadeildina og leiðina á EM Þjóðadeildin hefur, auk þess að vera sérkeppni, getað virkað sem varaleið inn á stórmót fyrir lið sem komast ekki þangað gegnum undankeppni. Eins og fjallað var um hér á Vísi í gær er í þessu sambandi erfitt að fullyrða hvort betra sé að vera í B- eða C-deild og ræddu sérfræðingarnir um þetta eftir 2-1 tap Íslands gegn Kósovó í gær. „Hugsanlega gæti verið auðveldara að komast svona í gegn en ég held að stóri punkturinn sé leikirnir sem við erum að fá. Í C-deild erum við að keppa á móti Kýpur og Möltu og svona. Þetta eru leikir sem við þurfum ekki,“ sagði Lárus og hélt áfram. „Við erum á réttum stað í B-deildinni. Við eigum góðan séns á að vinna riðlana, góðan séns á að verða í 2. sæti og fara þannig upp. Þetta er okkar rétti staður. Ef við förum í C-deildina þá erum við að fá leiki sem eru ekki góðir fyrir okkur.“ „Búið að aumingjavæða keppnina“ Kári tók svo til máls og vill einfaldlega sjá Ísland vinna sig inn á stórmót á réttum forsendum, í gegnum undankeppni: „Ef þú ert að fara í gegnum einhverja D-deild inn á EM þá áttu EKKERT erindi inn á EM. Það er búið að aumingjavæða keppnina með því að reyna að hleypa fleirum inn. Eigum við ekki að fara inn á EM og virkilega verðskulda það? Vinna einhvern riðil og verðskulda að fara á EM. Þannig förum við á EM,“ sagði Kári. „Það er ekkert jafnsætt að fara á EM svona. Þá verður þetta pínu eins og handboltinn þar sem er bara stórmót á hverju einasta ári, sem er jú gaman því þetta er í leiðinlegasta mánuði ársins og því horfa allir á þetta, en það á að vera afrek [að komast á stórmót],“ sagði Kári og bætti við: „Það á auðvitað að fara í alla leiki til að vinna þá.“ Umræðuna má sjá í spilaranum að ofan. Þjóðadeild karla í fótbolta EM 2028 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Umræða um Þjóðadeildina og leiðina á EM Þjóðadeildin hefur, auk þess að vera sérkeppni, getað virkað sem varaleið inn á stórmót fyrir lið sem komast ekki þangað gegnum undankeppni. Eins og fjallað var um hér á Vísi í gær er í þessu sambandi erfitt að fullyrða hvort betra sé að vera í B- eða C-deild og ræddu sérfræðingarnir um þetta eftir 2-1 tap Íslands gegn Kósovó í gær. „Hugsanlega gæti verið auðveldara að komast svona í gegn en ég held að stóri punkturinn sé leikirnir sem við erum að fá. Í C-deild erum við að keppa á móti Kýpur og Möltu og svona. Þetta eru leikir sem við þurfum ekki,“ sagði Lárus og hélt áfram. „Við erum á réttum stað í B-deildinni. Við eigum góðan séns á að vinna riðlana, góðan séns á að verða í 2. sæti og fara þannig upp. Þetta er okkar rétti staður. Ef við förum í C-deildina þá erum við að fá leiki sem eru ekki góðir fyrir okkur.“ „Búið að aumingjavæða keppnina“ Kári tók svo til máls og vill einfaldlega sjá Ísland vinna sig inn á stórmót á réttum forsendum, í gegnum undankeppni: „Ef þú ert að fara í gegnum einhverja D-deild inn á EM þá áttu EKKERT erindi inn á EM. Það er búið að aumingjavæða keppnina með því að reyna að hleypa fleirum inn. Eigum við ekki að fara inn á EM og virkilega verðskulda það? Vinna einhvern riðil og verðskulda að fara á EM. Þannig förum við á EM,“ sagði Kári. „Það er ekkert jafnsætt að fara á EM svona. Þá verður þetta pínu eins og handboltinn þar sem er bara stórmót á hverju einasta ári, sem er jú gaman því þetta er í leiðinlegasta mánuði ársins og því horfa allir á þetta, en það á að vera afrek [að komast á stórmót],“ sagði Kári og bætti við: „Það á auðvitað að fara í alla leiki til að vinna þá.“ Umræðuna má sjá í spilaranum að ofan.
Þjóðadeild karla í fótbolta EM 2028 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira