„Stoltir af því að fórna píslarvottum“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 21. mars 2025 10:15 Fórnarlömbin í yfirstandandi átökum fyrir botni Miðjarðarhafsins, sem hófust með árás Hamas-hryðjuverkasamtakanna á Ísrael 7. október 2023 þar sem fjöldi manns var drepinn, hafa líkt og fyrri daginn verið almennir borgarar. Einkum á Gaza þar sem þeir eru á milli steins og sleggju. Annars vegar er Ísraelsher og hins vegar Hamas sem leggur enga áherzlu á öryggi þeirra. Til að mynda hafa þannig tugir kílómetra af göngum fyrir vígamenn samtakanna verið grafnir á Gaza á sama tíma og þar er hvergi að finna loftvarnabyrgi, loftvarnarflautur eða annað slíkt fyrir öryggi almennra borgara. Mannfall á meðal óbreyttra borgara í Ísrael hefði án efa verið gríðarlegt ef ekki væri fyrir loftvarnarkerfi landsins sem nefnt er Iron Dome. Hamas og önnur hryðjuverkasamtök hafa skotið tugum þúsunda eldflauga á Ísrael á undanförnum árum sem beinlínis hefur verið beint að borgaralegum skotmörkum með það að markmiði að valda mannfalli í röðum almennings. Loftvarnarkerfi landsins hefur í langflestum tilfellum náð að stöðva þessar árásir. Þá er varla reist hús í Ísrael án þess að undir því sé loftvarnarbyrgi á sama tíma og Hamasliðar skýla sér á bak við óbreytta borgara á Gaza. Forystumenn Hamas voru spurðir af arabískum fjölmiðlum í kjölfar árásarinnar á Ísrael, þar sem ráðist var nær eingöngu á óbreytta borgara, hvers vegna þeir hefðu sett almenning á Gaza í svo gríðarlega hættu með árásinni. Ghazi Hamad, háttsettur forystumaður innan Hamas, var þannig til dæmis spurður að því af sjónvarpsstöðinni LBC í Líbanon 24. október 2023 hvort árásin yrði ekki dýru verði keypt fyrir almenna Palestínumenn. Svaraði hann því játandi en samtökin væru reiðubúin að færa þær fórnir. „Við erum kölluð þjóð píslarvotta og við erum stoltir af því að fórna píslarvottum.“ Hamad lýsti einnig þeirri afstöðu Hamas að fjarlægja yrði Ísrael með öllum ráðum og hótaði fleiri árásum á landið. Hernáminu yrði að ljúka. Spurður hvort hann ætti þar við Gaza sagðist hann eiga við allt palestínskt land. Spurður hvort það þýddi tortímingu Ísraels svaraði hann: „Já, að sjálfsögðu.“ Annar háttsettur forystumaður innan Hamas, Khaled Mashal, sagði við sádiarabíska fjölmiðilinn Al Arabiya um svipað leyti, aðspurður um þau palestínsku mannslíf sem árásin á Ísrael gæti kostað, að engin þjóð yrði frelsuð án fórna. Hamas er einfaldlega óvinur bæði Ísraels og Palestínumanna. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Fórnarlömbin í yfirstandandi átökum fyrir botni Miðjarðarhafsins, sem hófust með árás Hamas-hryðjuverkasamtakanna á Ísrael 7. október 2023 þar sem fjöldi manns var drepinn, hafa líkt og fyrri daginn verið almennir borgarar. Einkum á Gaza þar sem þeir eru á milli steins og sleggju. Annars vegar er Ísraelsher og hins vegar Hamas sem leggur enga áherzlu á öryggi þeirra. Til að mynda hafa þannig tugir kílómetra af göngum fyrir vígamenn samtakanna verið grafnir á Gaza á sama tíma og þar er hvergi að finna loftvarnabyrgi, loftvarnarflautur eða annað slíkt fyrir öryggi almennra borgara. Mannfall á meðal óbreyttra borgara í Ísrael hefði án efa verið gríðarlegt ef ekki væri fyrir loftvarnarkerfi landsins sem nefnt er Iron Dome. Hamas og önnur hryðjuverkasamtök hafa skotið tugum þúsunda eldflauga á Ísrael á undanförnum árum sem beinlínis hefur verið beint að borgaralegum skotmörkum með það að markmiði að valda mannfalli í röðum almennings. Loftvarnarkerfi landsins hefur í langflestum tilfellum náð að stöðva þessar árásir. Þá er varla reist hús í Ísrael án þess að undir því sé loftvarnarbyrgi á sama tíma og Hamasliðar skýla sér á bak við óbreytta borgara á Gaza. Forystumenn Hamas voru spurðir af arabískum fjölmiðlum í kjölfar árásarinnar á Ísrael, þar sem ráðist var nær eingöngu á óbreytta borgara, hvers vegna þeir hefðu sett almenning á Gaza í svo gríðarlega hættu með árásinni. Ghazi Hamad, háttsettur forystumaður innan Hamas, var þannig til dæmis spurður að því af sjónvarpsstöðinni LBC í Líbanon 24. október 2023 hvort árásin yrði ekki dýru verði keypt fyrir almenna Palestínumenn. Svaraði hann því játandi en samtökin væru reiðubúin að færa þær fórnir. „Við erum kölluð þjóð píslarvotta og við erum stoltir af því að fórna píslarvottum.“ Hamad lýsti einnig þeirri afstöðu Hamas að fjarlægja yrði Ísrael með öllum ráðum og hótaði fleiri árásum á landið. Hernáminu yrði að ljúka. Spurður hvort hann ætti þar við Gaza sagðist hann eiga við allt palestínskt land. Spurður hvort það þýddi tortímingu Ísraels svaraði hann: „Já, að sjálfsögðu.“ Annar háttsettur forystumaður innan Hamas, Khaled Mashal, sagði við sádiarabíska fjölmiðilinn Al Arabiya um svipað leyti, aðspurður um þau palestínsku mannslíf sem árásin á Ísrael gæti kostað, að engin þjóð yrði frelsuð án fórna. Hamas er einfaldlega óvinur bæði Ísraels og Palestínumanna. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun