Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa hafa að minnsta kosti 592 látist í loftárásum Ísraela í vikunni, mest konur og börn. Fréttastofa ræddi við mótmælendur á þriðjudag sem kölluðu eftir viðbrögðum ráðherra.

Magnús Magnússon kallaði eftir því að ríkisstjórnin beitti sér.
Þá sagði Sveinn Rúnar Hauksson formaður félagsins að Ísland ætti að fá Norðurlöndin með sér í lið að krefjast refsiaðgerða gegn Ísraels.
Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, hótaði því í morgun að Ísraelar muni innlima hluta Gasastrandarinnar. Það verði gert ef leiðtogar Hamas sleppi ekki þeim gíslum sem enn eru í haldi samtakanna. Ráðherrann hefur skipað hernum að hernema einhver hverfi Gasastrandarinnar og hefur Palestínumönnum verið skipað að yfirgefa þessi svæði.