Til röggsamra kvenna í ríkisstjórn Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar 21. mars 2025 11:33 Ný ríkisstjórn röggsamra kvenna fer örlítið höktandi af stað og ekki alveg án ágalla. Það vitum við líka öll sem ekki stingum höfði í stein að þegar kemur að konum í stjórnmálum þá má hvergi falla á því afleiðingarnar eru oftast yfirgripsmeiri en þegar kemur að teflonstrákunum okkar. Sem betur fer, og vonandi til eftirbreytni, virðast þær kunna að bera ábyrgð og taka afleiðingunum. Ég fagna afsögn mennta- og barnamálaráðherra, enda hárrétt ákvörðun að stíga til hliðar. Það er tímafrekt fyrir ríkisstjórn að vera sífellt að slökkva elda og tekur athyglina frá mikilvægum verkum og málefnum. Það kemur líka höggi á orðsporið og dregur jafnvel úr trausti. Það er því mikilvægt fyrir röggsamar konur að taka réttar ákvarðanir þegar bæta skal úr álitshnekkjunum. Síðustu misseri hafa málefni barna og ungmenna verið í brennidepli. Við stöndum frammi fyrir nýjum áskorunum og nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að taka málstaðinn föstum tökum, þora að taka stór skref, gera mikilvægar breytingar og hafa skýra framtíðarsýn. Heilbrigði samfélagsins okkar byggist ávallt á því að við höldum vel utan um börnin okkar og ungmennin og búum þeim traustan grunn. Nú vil ég beina orðum mínum að röggsömum konum sem ég vil og vona að taki vel ígrundaðar og góðar ákvarðanir í slökkvistarfinu og sýni í verki að þær vilji raunverulegar aðgerðir í málaflokknum. Því innan þeirra raða er nefnilega einstaklingur sem hefur gert það að ævistarfi sínu að hjálpa unga fólkinu okkar. Manneskja sem raunverulega brennur fyrir því að byggja hér samfélag sem heldur vel og vandlega utan um börnin okkar. Vamm- bæði og flekklaus kjarnakona sem nú fyrir skemmstu hlaut fálkaorðuna fyrir starf sitt í þágu geðheilbrigði barna og ungmenna. Sigurþóra Bergsdóttir er fyrsti varaþingmaður Reykjavík suður fyrir Samfylkinguna og hafi ríkistjórn röggsamra kvenna raunverulegan áhuga á að vera ríkisstjórn sem ætlar að taka á málefninu af festu er ráð að setja í embættið traustvekjandi einstakling sem hefur sýnt það í verki í samfélaginu okkar að hún hefur þekkinguna, færnina og reynsluna. Vilji ríkisstjórnin efla traust almennings á verkum sínum þá er þeim í lófa lagið að sýna það í verki að það er ekki kastað til höndunum. Ég hvet ríkisstjórnina til að setja stólaskipti milli samstarfsflokka til hliðar, taka upplýsta og faglega ákvörðun, huga að heildarmyndinni og trausti almennings og setja í embætti mennta- og barnamálaráðherra, Sigurþóru Bergsdóttur. Höfundur er vesenistemjari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn röggsamra kvenna fer örlítið höktandi af stað og ekki alveg án ágalla. Það vitum við líka öll sem ekki stingum höfði í stein að þegar kemur að konum í stjórnmálum þá má hvergi falla á því afleiðingarnar eru oftast yfirgripsmeiri en þegar kemur að teflonstrákunum okkar. Sem betur fer, og vonandi til eftirbreytni, virðast þær kunna að bera ábyrgð og taka afleiðingunum. Ég fagna afsögn mennta- og barnamálaráðherra, enda hárrétt ákvörðun að stíga til hliðar. Það er tímafrekt fyrir ríkisstjórn að vera sífellt að slökkva elda og tekur athyglina frá mikilvægum verkum og málefnum. Það kemur líka höggi á orðsporið og dregur jafnvel úr trausti. Það er því mikilvægt fyrir röggsamar konur að taka réttar ákvarðanir þegar bæta skal úr álitshnekkjunum. Síðustu misseri hafa málefni barna og ungmenna verið í brennidepli. Við stöndum frammi fyrir nýjum áskorunum og nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að taka málstaðinn föstum tökum, þora að taka stór skref, gera mikilvægar breytingar og hafa skýra framtíðarsýn. Heilbrigði samfélagsins okkar byggist ávallt á því að við höldum vel utan um börnin okkar og ungmennin og búum þeim traustan grunn. Nú vil ég beina orðum mínum að röggsömum konum sem ég vil og vona að taki vel ígrundaðar og góðar ákvarðanir í slökkvistarfinu og sýni í verki að þær vilji raunverulegar aðgerðir í málaflokknum. Því innan þeirra raða er nefnilega einstaklingur sem hefur gert það að ævistarfi sínu að hjálpa unga fólkinu okkar. Manneskja sem raunverulega brennur fyrir því að byggja hér samfélag sem heldur vel og vandlega utan um börnin okkar. Vamm- bæði og flekklaus kjarnakona sem nú fyrir skemmstu hlaut fálkaorðuna fyrir starf sitt í þágu geðheilbrigði barna og ungmenna. Sigurþóra Bergsdóttir er fyrsti varaþingmaður Reykjavík suður fyrir Samfylkinguna og hafi ríkistjórn röggsamra kvenna raunverulegan áhuga á að vera ríkisstjórn sem ætlar að taka á málefninu af festu er ráð að setja í embættið traustvekjandi einstakling sem hefur sýnt það í verki í samfélaginu okkar að hún hefur þekkinguna, færnina og reynsluna. Vilji ríkisstjórnin efla traust almennings á verkum sínum þá er þeim í lófa lagið að sýna það í verki að það er ekki kastað til höndunum. Ég hvet ríkisstjórnina til að setja stólaskipti milli samstarfsflokka til hliðar, taka upplýsta og faglega ákvörðun, huga að heildarmyndinni og trausti almennings og setja í embætti mennta- og barnamálaráðherra, Sigurþóru Bergsdóttur. Höfundur er vesenistemjari.
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar