„Verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. mars 2025 21:01 Sverrir segir frammistöðu mikilvægari en sigur í einvíginu. stöð 2 sport Sverrir Ingi Ingason segir leikkerfið sem nýi landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson leggur upp með krefjast mikils af leikmönnum. Frammistaðan í gær hafi verið góð í ljósi þess að liðið fékk bara tvo daga til að slípa sig saman. Góð frammistaða sé mikilvægari en sigur í einvíginu. Klippa: Sverrir Ingi á æfingasvæði Íslands „Menn eru bara að ná sér eftir leikinn og ferðalagið, auðvitað var þetta mikið ferðalag í nótt en að fínt að vera kominn snemma í morgun og geta nýtt daginn í endurheimt og meðhöndlanir. Við erum bara á fínum stað, í toppaðstæðum og ekki yfir neinu að kvarta“ sagði Sverrir í spænsku sólinni á æfingasvæðinu La Finca. „Verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga“ Þrátt fyrir tapið í gær var Sverrir sáttur með frammistöðu íslenska liðsins í leiknum. „Sérstaklega þegar við lítum á hlutina sem þjálfarinn lagði upp með fyrir leikinn, við verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga til að kynnast því hvernig hann vill að liðið spili… Það er alveg eðlilegt að fullt af hlutum gangi upp og aðrir hlutir gangi ekki nógu vel upp“ segir Sverrir sem var á leiðinni á liðsfund til að fara betur yfir atriðin sem þarf að laga fyrir seinni leikinn. Vill frekar frammistöðu en sigur „Auðvitað er það eitthvað sem við viljum gera en við verðum líka að horfa aðeins lengra en bara á þessa leiki. Við erum að koma í fyrsta skipti saman sem hópur með þessum þjálfara. Hann leggur miklar kröfur á okkur bæði sóknarlega og varnarlega og það er eðlilegt að það muni taka lengri tíma“ sagði Sverrir og talaði um að næstu fjórir leikir Íslands verði notaðir til að fínslípa liðið fyrir undankeppni HM sem hefst í haust. Það væru „stóru verðlaunin.“ „[Arnar] sagði við okkur að hann vill frekar að við reynum að gera hlutina rétt og reynum að gera það sem við viljum gera. Frekar en að grísa á einhverja sigra hér og þar á meðan.“ Hundrað leikja maður mættur í hópinn Ísland slapp út úr leiknum í gærkvöldi án þess að missa menn í meiðsli eða leikbönn. Jóhann Berg Guðmundsson bættist svo í hópinn og tók þátt á æfingu í dag. „Það gefur okkur mikið. Hann er að fara að spila sinn hundraðasta landsleik þannig að hann veit nákvæmlega hvað þetta snýst um. Frábært að hann sé orðinn heill heilsu og getur hjálpað okkur mikið“ sagði Sverrir um komu Jóhanns. Lyfjaprófaður í sífellu Sverrir er grunsamlegur maður, að mati eftirlitsaðila alþjóða lyfjaeftirlitsins (WADA). Hann þurfti að fara í lyfjapróf eftir leikinn í gær. Eftir því sem maður heyrir er það að gerast ansi oft, það hlýtur að vera pirrandi? „Já, þetta er eitthvað sem þú nennir ekki að standa eftir leik eins og í gær. Þar sem þú þarft að drífa þig út á flugvöll og ferðalag. Það er bara af þessu, en ég hef síðustu misseri með landsliðinu verið tekinn grunsamlega oft, þannig að ég veit ekki hvort þeir séu á eftir mér eða eitthvað“ sagði Sverrir léttur að lokum. Viðtalið í heild sinni má finna efst í fréttinni. Seinni leikur Íslands og Kósovó hefst klukkan 17:00 á sunnudaginn og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Klippa: Sverrir Ingi á æfingasvæði Íslands „Menn eru bara að ná sér eftir leikinn og ferðalagið, auðvitað var þetta mikið ferðalag í nótt en að fínt að vera kominn snemma í morgun og geta nýtt daginn í endurheimt og meðhöndlanir. Við erum bara á fínum stað, í toppaðstæðum og ekki yfir neinu að kvarta“ sagði Sverrir í spænsku sólinni á æfingasvæðinu La Finca. „Verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga“ Þrátt fyrir tapið í gær var Sverrir sáttur með frammistöðu íslenska liðsins í leiknum. „Sérstaklega þegar við lítum á hlutina sem þjálfarinn lagði upp með fyrir leikinn, við verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga til að kynnast því hvernig hann vill að liðið spili… Það er alveg eðlilegt að fullt af hlutum gangi upp og aðrir hlutir gangi ekki nógu vel upp“ segir Sverrir sem var á leiðinni á liðsfund til að fara betur yfir atriðin sem þarf að laga fyrir seinni leikinn. Vill frekar frammistöðu en sigur „Auðvitað er það eitthvað sem við viljum gera en við verðum líka að horfa aðeins lengra en bara á þessa leiki. Við erum að koma í fyrsta skipti saman sem hópur með þessum þjálfara. Hann leggur miklar kröfur á okkur bæði sóknarlega og varnarlega og það er eðlilegt að það muni taka lengri tíma“ sagði Sverrir og talaði um að næstu fjórir leikir Íslands verði notaðir til að fínslípa liðið fyrir undankeppni HM sem hefst í haust. Það væru „stóru verðlaunin.“ „[Arnar] sagði við okkur að hann vill frekar að við reynum að gera hlutina rétt og reynum að gera það sem við viljum gera. Frekar en að grísa á einhverja sigra hér og þar á meðan.“ Hundrað leikja maður mættur í hópinn Ísland slapp út úr leiknum í gærkvöldi án þess að missa menn í meiðsli eða leikbönn. Jóhann Berg Guðmundsson bættist svo í hópinn og tók þátt á æfingu í dag. „Það gefur okkur mikið. Hann er að fara að spila sinn hundraðasta landsleik þannig að hann veit nákvæmlega hvað þetta snýst um. Frábært að hann sé orðinn heill heilsu og getur hjálpað okkur mikið“ sagði Sverrir um komu Jóhanns. Lyfjaprófaður í sífellu Sverrir er grunsamlegur maður, að mati eftirlitsaðila alþjóða lyfjaeftirlitsins (WADA). Hann þurfti að fara í lyfjapróf eftir leikinn í gær. Eftir því sem maður heyrir er það að gerast ansi oft, það hlýtur að vera pirrandi? „Já, þetta er eitthvað sem þú nennir ekki að standa eftir leik eins og í gær. Þar sem þú þarft að drífa þig út á flugvöll og ferðalag. Það er bara af þessu, en ég hef síðustu misseri með landsliðinu verið tekinn grunsamlega oft, þannig að ég veit ekki hvort þeir séu á eftir mér eða eitthvað“ sagði Sverrir léttur að lokum. Viðtalið í heild sinni má finna efst í fréttinni. Seinni leikur Íslands og Kósovó hefst klukkan 17:00 á sunnudaginn og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira