Þetta var fimmti bikarmeistaratitill Vals og fimmti stóri titilinn sem liðið vinnur síðan 2022.
KR-ingar áttu ekki mikla möguleika gegn öflugum Valsmönnum í leiknum í gær. Valur hitti úr helmingi þriggja stiga skota sinna en KR aðeins úr 21 prósent sinna skota fyrir utan þriggja stiga línuna.
Taiwo Badmus skoraði 27 stig og tók ellefu fráköst fyrir Val sem vann á endanum átján stiga sigur, 78-96.
Pawel Cieslikiewicz, ljósmyndari Vísis, var á leiknum í Smáranum í gær og tók myndirnir sem fylgja fréttinni.











