Öflugt eftirlit með dyravörðum í gærkvöldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. mars 2025 15:53 Það var þétt eftirlit með miðborginni í nótt. Myndin er af vettvangi á föstudag. Vísir/Kolbeinn Tumi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði öflugt eftirlit við skemmtistaðina í miðborginni vegna atburða föstudagskvöldsins. Hald var lagt á brúsa við vinnstöð dyravarða á einum stað, sem talinn er innihalda piparúða. Lögregla hefur reglulegt eftirlit með skemmtistöðum í miðborginni en settur var aukinn þungi í eftirlitið í miðborginni í nótt. Á föstudagskvöld voru tveir fluttir á sjúkrahús eftir líkamsárásir á Ingólfstorgi. Annar hlaut þrjú stungusár og hinn höfuðhögg en báðir hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi. Þrettán voru handteknir í tengslum við málið og tvö önnur mál sem talin eru tengjast. Allir hafa verið látnir lausir. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist málið deilum starfsmanna tveggja dyravörslufyrirtækja og eiga erjurnar rætur sínar að rekja til ólöglegrar starfsemi þar sem tvær fylkingar keppast um völd í undirheimunum. „Við vorum með öflugt eftirlit með dyravörðum, að passa að það væru menn með réttindi í lagi. Það var bara þétt eftirlit við veitingastaðina til að gæta þess að allt færi fram með frið og spekt,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri í samtali við fréttastofu. Aukið eftirlit næstu vikur Inntur eftir því hvort eftirlit í miðborginni verði aukið næstu helgar segir hann það líklegt. „Við eigum eftir að skoða atburði þessarar helgar með heildrænum hætti eftir helgina og sjá hvaða leiðir við teljum bestar í því. Það er ekki ólíklegt að það verði aukið eftirlit næstu helgar, og ekki bara helgar heldur næstu vikur.“ Lögregla hefur óskað eftir því að þeir sem voru á og við Ingólfstorg á föstudagskvöld fari í gegn um síma sína og sjái hvort þeir eigi upptökur frá torginu. Mikil umferð hafi verið á þeim tíma sem árásin varð og því líklegt að upptökur af henni leynist á einhverjum símum. Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að myndefni frá vegfarendum sem áttu leið um Ingólfstorg þegar stunguárás átti sér stað og hópslagsmál. 23. mars 2025 14:05 Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Þrettán manns voru handteknir á víð og dreif um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl frá Ingólfstorgi í gær, einn af þeim með þrjú stungusár. Að sögn lögreglu er rannsókn málsins viðamikil. 22. mars 2025 19:01 Deilur tveggja dyravörslufyrirtækja og bikarleikir í körfunn Þrettán voru handteknir víðs vegar um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl af Ingólfstorgi laust fyrir miðnætti, annar þeirra með þrjú stungusár. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 22. mars 2025 18:10 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Lögregla hefur reglulegt eftirlit með skemmtistöðum í miðborginni en settur var aukinn þungi í eftirlitið í miðborginni í nótt. Á föstudagskvöld voru tveir fluttir á sjúkrahús eftir líkamsárásir á Ingólfstorgi. Annar hlaut þrjú stungusár og hinn höfuðhögg en báðir hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi. Þrettán voru handteknir í tengslum við málið og tvö önnur mál sem talin eru tengjast. Allir hafa verið látnir lausir. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist málið deilum starfsmanna tveggja dyravörslufyrirtækja og eiga erjurnar rætur sínar að rekja til ólöglegrar starfsemi þar sem tvær fylkingar keppast um völd í undirheimunum. „Við vorum með öflugt eftirlit með dyravörðum, að passa að það væru menn með réttindi í lagi. Það var bara þétt eftirlit við veitingastaðina til að gæta þess að allt færi fram með frið og spekt,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri í samtali við fréttastofu. Aukið eftirlit næstu vikur Inntur eftir því hvort eftirlit í miðborginni verði aukið næstu helgar segir hann það líklegt. „Við eigum eftir að skoða atburði þessarar helgar með heildrænum hætti eftir helgina og sjá hvaða leiðir við teljum bestar í því. Það er ekki ólíklegt að það verði aukið eftirlit næstu helgar, og ekki bara helgar heldur næstu vikur.“ Lögregla hefur óskað eftir því að þeir sem voru á og við Ingólfstorg á föstudagskvöld fari í gegn um síma sína og sjái hvort þeir eigi upptökur frá torginu. Mikil umferð hafi verið á þeim tíma sem árásin varð og því líklegt að upptökur af henni leynist á einhverjum símum.
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að myndefni frá vegfarendum sem áttu leið um Ingólfstorg þegar stunguárás átti sér stað og hópslagsmál. 23. mars 2025 14:05 Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Þrettán manns voru handteknir á víð og dreif um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl frá Ingólfstorgi í gær, einn af þeim með þrjú stungusár. Að sögn lögreglu er rannsókn málsins viðamikil. 22. mars 2025 19:01 Deilur tveggja dyravörslufyrirtækja og bikarleikir í körfunn Þrettán voru handteknir víðs vegar um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl af Ingólfstorgi laust fyrir miðnætti, annar þeirra með þrjú stungusár. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 22. mars 2025 18:10 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að myndefni frá vegfarendum sem áttu leið um Ingólfstorg þegar stunguárás átti sér stað og hópslagsmál. 23. mars 2025 14:05
Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Þrettán manns voru handteknir á víð og dreif um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl frá Ingólfstorgi í gær, einn af þeim með þrjú stungusár. Að sögn lögreglu er rannsókn málsins viðamikil. 22. mars 2025 19:01
Deilur tveggja dyravörslufyrirtækja og bikarleikir í körfunn Þrettán voru handteknir víðs vegar um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl af Ingólfstorgi laust fyrir miðnætti, annar þeirra með þrjú stungusár. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 22. mars 2025 18:10